Sjóðir eiga helming krafna í bú Glitnis Þórður skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Slitastjórn Glitnis hélt fund fyrir kröfuhafa sína í gær þar sem farið var yfir fjárhagsstöðu búsins. Þar var líka gerð grein fyrir því hverjir væru 50 stærstu kröfuhafar þess. Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson mynda slitastjórn Glitnis.fréttablaðið/Pjetur Vogunarsjóðir og aðrir fjárfestingasjóðir eiga um helming allra krafna á Glitni. Verði nauðasamningur bankans samþykktur og kláraður munu þeir eiga meirihluta í eignarstýringafélaginu sem stofnað verður á grunni hins fallna banka. Á meðal eigna þess verður Íslandsbanki. Þetta má lesa út úr skrá yfir 50 stærstu samþykktu kröfuhafa Glitnis sem birt var á kröfuhafafundi bankans í gær. Fréttablaðið hefur skrána undir höndum. Samkvæmt skránni hefur mikil samþjöppun átt sér stað í eignarhaldi á kröfum á Glitni á síðustu tveimur árum. Sumarið 2010 áttu fimmtíu stærstu kröfuhafar bankans 60,4 prósent allra krafna. Nú eiga þeir fimmtíu stærstu 79,5 prósent krafnanna, en alls nema samþykktar kröfur í búið 2.263 milljörðum króna. Rúmlega þrjátíu sjóðir, að mestu vogunarsjóðir, eiga samtals 47,9 prósent allra krafna á hinn fallna banka. Þeir hafa aukið hlut sinn mjög mikið á undanförnum tveimur árum. Verði nauðasamningur Glitnis samþykktur, og margir minni kröfuhafar borgaðir út, mun eignarhlutur þessara sjóða vaxa nægilega mikið til að þeir verði meirihluti eigenda Glitnis. Auk þess eiga íslenskir bankar, sem annaðhvort eru í slitameðferð eða eru í eigu þrotabúa, 10,8 prósent krafna. Margir vogunarsjóðanna sem eru á meðal stærstu kröfuhafa Glitnis eiga líka kröfur á þessa banka og verða á meðal eigenda þeirra ef fram fer sem horfir. Erlendir bankar, sem upphaflega voru stærstu kröfuhafar bankans, eiga nú um 20,3 prósent krafna. Tæplega 3.000 aðrir almennir kröfuhafar eiga síðan samtals 20,5 prósent. Nokkrir vogunarsjóðir hafa verið mjög duglegir við að sanka að sér kröfum á Glitni á undanförnum árum. Á meðal tíu stærstu kröfuhafa bankans eru nú sjóðir á borð við CCP Credit Acquisition Holdings (4,61 prósent krafna), Silver Point Luxemburg Platform (4,14 prósent krafna) Owl Creek Investments (3,08 prósent krafna) og ACMO (2,79 prósent krafna). Samtals er nafnvirði krafna þessara sjóða 331 milljarður króna. Tengdar fréttir Burlington langstærsti eigandinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna. 30. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Vogunarsjóðir og aðrir fjárfestingasjóðir eiga um helming allra krafna á Glitni. Verði nauðasamningur bankans samþykktur og kláraður munu þeir eiga meirihluta í eignarstýringafélaginu sem stofnað verður á grunni hins fallna banka. Á meðal eigna þess verður Íslandsbanki. Þetta má lesa út úr skrá yfir 50 stærstu samþykktu kröfuhafa Glitnis sem birt var á kröfuhafafundi bankans í gær. Fréttablaðið hefur skrána undir höndum. Samkvæmt skránni hefur mikil samþjöppun átt sér stað í eignarhaldi á kröfum á Glitni á síðustu tveimur árum. Sumarið 2010 áttu fimmtíu stærstu kröfuhafar bankans 60,4 prósent allra krafna. Nú eiga þeir fimmtíu stærstu 79,5 prósent krafnanna, en alls nema samþykktar kröfur í búið 2.263 milljörðum króna. Rúmlega þrjátíu sjóðir, að mestu vogunarsjóðir, eiga samtals 47,9 prósent allra krafna á hinn fallna banka. Þeir hafa aukið hlut sinn mjög mikið á undanförnum tveimur árum. Verði nauðasamningur Glitnis samþykktur, og margir minni kröfuhafar borgaðir út, mun eignarhlutur þessara sjóða vaxa nægilega mikið til að þeir verði meirihluti eigenda Glitnis. Auk þess eiga íslenskir bankar, sem annaðhvort eru í slitameðferð eða eru í eigu þrotabúa, 10,8 prósent krafna. Margir vogunarsjóðanna sem eru á meðal stærstu kröfuhafa Glitnis eiga líka kröfur á þessa banka og verða á meðal eigenda þeirra ef fram fer sem horfir. Erlendir bankar, sem upphaflega voru stærstu kröfuhafar bankans, eiga nú um 20,3 prósent krafna. Tæplega 3.000 aðrir almennir kröfuhafar eiga síðan samtals 20,5 prósent. Nokkrir vogunarsjóðir hafa verið mjög duglegir við að sanka að sér kröfum á Glitni á undanförnum árum. Á meðal tíu stærstu kröfuhafa bankans eru nú sjóðir á borð við CCP Credit Acquisition Holdings (4,61 prósent krafna), Silver Point Luxemburg Platform (4,14 prósent krafna) Owl Creek Investments (3,08 prósent krafna) og ACMO (2,79 prósent krafna). Samtals er nafnvirði krafna þessara sjóða 331 milljarður króna.
Tengdar fréttir Burlington langstærsti eigandinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna. 30. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Burlington langstærsti eigandinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna. 30. nóvember 2012 08:00
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf