Fleiri fréttir

Strætóappið kynnt í dag

Strætó bs kynnir í dag nýja þjónustu fyrir farþega sína, nýtt forrit eða "app" fyrir Android og iPhone síma. Innan skamms er væntanleg útgáfa fyrir Windows Mobile síma.

Miklar launahækkanir gætu ýtt undir stýrivaxtahækkun

Seðlabanki Íslands gæti átt eftir að hækka vexti eitthvað í framtíðinni til að bregðast við launahækkunum, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann segir þó í samtali við fréttastofu Reuters að hann búist ekki við miklum vaxtahækkunum í nánustu framtíð. Bankinn hækkaði vexti um 25 punkta fyrr í þessum mánuði og eru vextirnir nú 6 prósent.

Kauphöllin opnar aftur fyrir viðskipti með bréf ÍLS

Kauphöll Íslands tilkynnti nú rétt eftir klukkan eitt fyrir pörun viðskipta með öll skuldabréf Íbúðalánasjóðs og færði íbúðabréf á Athugunarlista. Uppboð hefst kl. 13.40 að íslenskum tíma og samfelld viðskipti tíu mínútum seinna. Skuldabréfin voru færð á athugunarlista vegna óvissu um verðmyndun skuldabréfanna.

Staða ríkissjóðs er áfram betri en í fyrra

Staða ríkissjóðs heldur áfram að batna. Greiðsluuppgjör sjóðsins fyrir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri batnaði á milli ára og var neikvætt um 37 milljarða kr. samanborið við 58,9 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra.

Önnur lokunin í Kauphöllinni á innan við viku

Á annað sinn á innan við viku eru viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs stöðvuð í Kauphöll Íslands. Á fimmtudaginn voru þau stöðvuð eftir að heilsíðugrein með viðtali við Sigurð Erlingsson birtist í Viðskiptablaðinu og á vef blaðsins. Í greininni var sagt frá því að til stæði að gera breytingar á skilmálum Íbúðalánasjóðs, þannig að skuldirnar verði innkallanlegar. Strax um morguninn voru viðskipti stöðvuð um stundarsakir vegna fréttarinnar. Íbúðalánasjóður bar fréttina til baka í tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Sigríður Ingibjörg: ÍLS þarf að endursemja um skilmála

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að Íbúðalánasjóður (ÍLS) þurfi að endursemja um skilmála skulda sinna og fá eigendur skuldabréfa sem sjóðurinn hefur gefið út til að samþykkta að gera skuldirnar innkallanlegar. Þetta kemur fram í viðtali sem hún veitti Bloomberg fyrr í morgun.

Aflaverðmætið hefur aukist um 9,5% í ár

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 108,6 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 99,2 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 9,5 milljarða eða 9,5% á milli ára.

Viðskipti með atvinnuhúsnæði námu 7 milljörðum í október

Í október s.l. var 73 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 75 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 5,5 milljarðar króna en tæplega 1,5 milljarður króna utan þess.

Eigendur Skeljungs vilja stækka hluthafahópinn

"Rætt hefur verið um að skrá fyrirtækið í Kauphöllina þannig að það hefur verið stemmning fyrir því að breikka hluthafahópinn,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, spurður um fréttir þess efnis að hlutabréf í fyrirtækinu séu komin í söluferli hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu.

Mál gamla Straums keimlíkt máli tveggja miðlara hjá Kaupþingi

Sérstakur saksóknari er nú með til rannsóknar meinta markaðsmisnotkun Straums-Burðaráss á árunum 2007 og 2008. Málið er keimlíkt öðru máli þar sem tveir miðlarar hjá Kaupþingi voru sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun í desember 2009.

Lýsing fær á baukinn frá FME

Fjármálaeftirlitið telur að Lýsing hefði átt að svara spurningum sem viðskiptavinur beindi að stofnuninni í stað þess að benda á yfirlýsingu á vefsíðu sinni. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu vegna athugunar á starfsháttum Lýsingar hf.

Fyrstu vindmyllurnar fluttar á áfangastað í dag

Fyrstu vindmyllurnar sem Landsvirkjun reisir á Íslandi verða fluttar á áfangastað í dag. Þær verða fluttar úr Hafnarfirði og yfir á stað sem kallaður er Hafið og er í grennd við Búrfellsstöð. Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW en samanlögð áætluð raforkuframleiðsla þeirra er um 5,4 gígawattstund á ári. Hæð mastursins er 55 metrar og hver spaði er um 22 metrar á lengd.

Tveggja milljarða hlutafjáraukning samþykkt

Tveggja milljarða heimild til hlutafjáraukningar var samþykkt á hluthafafundi MP banka í morgun. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er að styðja við útlánavöxt bankans, en það er mikilvægur liður í uppbyggingu MP banka og stórt skref í átt að skráningu bankans á verðbréfamarkað árið 2014. Mætt var fyrir nærri 90% hlutafjár og var heimild til hlutafjáraukningar samþykkt einróma.

Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur

"Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Ríkið freistar þess að fá bætur frá olíufélögunum

Aðalmeðferð í skaðabótamáli íslenska ríkisins gegn olíufélögunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, í tveimur aðskildum málum. Skaðabótakröfur ríkisins nema um 25 milljónum króna. Nú eru rúm ellefu ár frá því að Samkeppniseftirlitið greip til aðgerða gegn olíufélögunum með húsleitum.

Áfram fjör á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 123. Til samanburðar hefur 116 samningum verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.

MP banki hagnaðist um 470 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins

Um 470 milljóna króna hagnaður varð af rekstri MP banka fyrstu níu mánuði ársins fyrir skatta, samanborið við 847 milljóna króna tap árið 2011. Hagnaður eftir tekjuskatt og bankaskatta nam 372 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá MP banka.

Titringur vegna vanda Íbúðalánasjóðs

Titringur hefur verið á skuldabréfamarkaði vegna vanda Íbúðalánasjóðs en ríkisstjórn Íslands hyggst tilkynna um það á þriðjudag, til hvaða aðgerða verður gripið til þess að laga slæma stöðu sjóðsins.

Íbúðalánasjóð vantar 12 milljarða króna

Íbúðalánasjóð vantar tólf milljarða króna til að uppfylla kröfur um eigið fé. Forstjóri sjóðsins segir að ekki verði komist hjá því að ríkið leggi sjóðnum til fé. Til stendur að kynna úrræði til að bjarga sjóðnum á þriðjudag en opinber nefnd hefur að undanförnu fjallað um málefni sjóðsins.

Endurspeglar siðleysi í atvinnulífinu

Aðeins 2,4 prósent fengust upp í kröfur samtals upp á 280 milljarða króna í þrotabúum fyrirtækja sem gerð voru upp á tímabilinu 1. mars 2011 til 1. mars á þessu ári. Framkvæmdastjóri ASÍ segir þetta endurspegla siðleysi í atvinnulífinu.

Mál þrotabús Baugs gegn Jóni Ásgeiri tekið fyrir

Fyrirtaka er í skaðabótamáli þrotabús Baugs Group gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi stjórnarformanni félagsins, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en búið krefur Jón Ásgeir persónulega um fimmtán milljarða króna.

Skuldarar kalla eftir aðstoð

"Við undirrituð, sem tókum lán hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingabankanum, sættum okkur ekki við að vera undir oki slitastjórnarinnar Dróma, sem sett var á fót við fall þessara banka," segja lántakendur í ákalli til ríkisstjórnarinnar og alþingismanna sem þeim var afhent í morgun. "Samviskuleysi og óbilgirni gagnvart lántakendum þessara fjármálafyrirtækja hefur ítrekað orðið tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum og er flestum kunn," segja þeir enn fremur.

Upplýsa á um eigendur bankanna

Upplýsa verður um alla þá sem eiga meira en eitt prósent í íslensku fjármálafyrirtæki í ársreikningi. Ekki verður hægt að fela sig á bak við vörsluaðila heldur verður að upplýsa um hverjir endanlegir eigendur (e. beneficiary owners) eru. Þetta er á meðal þeirra breytinga sem koma fram í frumvarpi um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra fjármálamarkaða og almennra viðskiptamála, segir frumvarpið vera í lokafrágangi og að það verði lagt fram í náinni framtíð.

Bregðast þarf við stöðu A-deildar LSR

Ríkisendurskoðun segir að bregðast þurfi við tryggingafræðilegri stöðu A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) með hækkun iðgjalda launagreiðenda. Áfallnar skuldbindingar sjóðsins eru nú rúmum 10 milljörðum króna umfram eignir.

Vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hækka

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa allir verið að hækka vexti á óverðtryggðum íbúðalánum sínum, í takt við vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands, en stýrivextir bankans eru nú sex prósent.

Sunnuhlíð glímir enn við uppsafnaðan rekstrarvanda

Þrátt fyrir að hjúkrunar- og elliheimlið Sunnuhlíð í Kópavogi hafi á dögunum fengið samþykkt afsal á lóðum á Kópavogstúni, sem tryggir uppgjör á skuldum heimilisins við Landsbankann, þá er enn fyrir hendi uppsafnaður rekstrarvandi sem á eftir að leysa.

Ábyrgðarkver komið út á rafbók

Bók Gunnlaugs Jónssonar, Ábyrgðarkver, er komin út í mynd rafbókar. Bókin kom út í vor og vakti nokkra athygli. Seldist hún vel og var meðal annars á metsölulista Eymundsson um hríð á milli annarra bóka.

Upplýsa þarf nánar um samkomulag Apple og HTC

Hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple þarf að upplýsa um efnisatriði samkomulags við símaframleiðandann HTC samkvæmt úrskurði dómstóls í Bandaríkjunum, en Samsung kærði samkomulagið vegna viðskiptahagsmuna.

Íslandsbanki fellur frá þremur gengismálum

Íslandsbanki hefur ákveðið að falla frá þremur af þeim fjórum gengismálum sem bankinn ætlaði með fyrir dómastóla til að fá skorið úr álitaefnum í þeim.

MP banki ætlar að auka hlutafé um tvo milljarða

Til stendur að auka hlutafé í MP banka um tvo milljarða króna, eða um 26 prósent. Tillaga þess efnis verður lögð fram á hluthafafundi á mánudag. Núverandi hluthafar bankans ætla flestir að taka þátt í aukningunni en auk þess hafa nýir fjárfestar lýst yfir áhuga á að bætast í hópinn. Skúli Mogensen, stærsti einstaki eigandi MP banka, ætlar að kaupa nýtt hlutafé og halda sömu hlutfallseign í bankanum, en hann á 17,3 prósenta hlut. Ekki liggur fyrir hvort erlendir aðilar, Tavistock Group og Rowland-fjölskyldan, muni taka þátt í aukningunni en það er heldur ekki útilokað.

Sjá næstu 50 fréttir