Viðskipti innlent

Reginn skilaði 1,3 milljarða hagnaði

Fasteignafélagið Reginn hf. skilaði 1,3 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að rekstrartekjur á þessu tímabili hafi numið 2,5 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall er 34%.

Afkoma Reginn er í takt við áætlun félagsins fyrir þetta ár og telja stjórnendur félagsins að horfurnar séu góðar í rekstrinum og engar vísbendingar um annað en að áætlanir félagsins standist áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×