Viðskipti innlent

Spá mikilli verðbólgu næstu mánuðina

Greining Arion banka spáir því að verðbólgan muni verða á bilinu 4,2% til 4,5% á næstu mánuðum. Forsenda þessarar spár er að gengi krónunnar verði óbreytt frá því sem nú er.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að þó muni verða áhugavert að sjá hvort að aukin umsvif og hækkandi verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, fari ekki að skila sér í auknum mæli í vísitölu neysluverðs.

Greiningin gerir ráð fyrir að húsnæðisliðurinn komi inn í vísitöluna af meiri krafti á komandi mánuðum sem myndi hækka verðbólguspánna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×