Viðskipti innlent

Hagnaður Arion banka nam 14,5 milljörðum króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höskuldur Ólafsson er forstjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson er forstjóri Arion banka.
Afkoma Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var um 14,5 milljarðar króna eftir skatta samanborið við 13,6 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 15,9% samanborið við 17,6% á sama tímabili árið 2011. Arðsemi af reglulegri starfsemi var 11,9% en var 11,3% á sama tímabili í fyrra. Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2012 er óendurskoðaður. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 22,5% en í lok síðasta árs var það 21,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×