Viðskipti innlent

Segir fjárlögin ekki í uppnámi

Höskuldur Kári Schram skrifar

Formaður fjárlaganefndar Alþingis telur ekki að andstaða Róberts Marshall við gistináttaskatt ríkisstjórnarinnar setji fjárlögin í uppnám, þrátt fyrir að enginn meirihluti sé fyrir málinu á Alþingi.

Ríkisstjórnin ætlar að hækka svokallaðan gistináttaskatt úr sjö prósentum í fjórtán samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra. Upphaflega stóð til að hækka skattinn upp í 25,5 prósent en því var harðlega mótmælt.

Róbert Marshall lýsti því yfir í hádegifréttum Bylgjunnar að hann muni ekki styðja þessa skattahækkun.

Björn Valur Gíslason, formaður Fjárlaganefndar, telur að hægt verði að finna lausn á þessu máli. Í samtali fréttastofu í dag sagði hann fjárlögin væru ekki uppnámi vegna málsins.

Róbert gekk úr þingflokki samfylkingarinnar í október en hann ætlar að bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hefð fyrir því á Alþingi að stjórnarandstaðan sitji hjá við afgreiðslu fjárlaga en án stuðnings Róberts er að óbreyttu enginn meirihluti fyrir málinu. Róbert segir afstaða sín í málinu hafi legið fyrir þegar hann var enn í þingflokki Samfylkingarinnar.

Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, komst ekki í viðtal í fréttatíma Stöðvar 2 vegna anna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.