Fjórar leiðir Íbúðalánasjóðs 29. nóvember 2012 08:00 Risi Íbúðalánasjóður er langstærsti íbúðalánaveitandi á Íslandi. Skuldabréf sjóðsins eru auk þess uppistaðan á íslenska skuldabréfamarkaðnum og meirihluti þeirra er í eigu lífeyrissjóða.fréttablaðið/gva Að halda óbreyttri stefnu Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á þriðjudag eru ekki lagðar fram neinar róttækar tillögur um breytingar á starfsemi ÍLS. Helsta nýjungin er að setja fullnustueignir inn í sérstakt félag. IFS-greining telur að leigutekjur vegna eigna þessa félags muni duga til að standa undir rekstrarkostnaði en þá á eftir að greiða fjármögnunarkostnað útlánanna sem ríkið þarf að greiða. Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður verði á bilinu einn til tveir milljarðar króna á ári. Þá var ákveðið að leggja sjóðnum til 13 milljarða króna, enda blasti við að eigið fé hans yrði uppurið í lok næsta mánaðar. Þeir koma til viðbótar 33 milljörðum króna sem hann fékk í fyrra. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skipaði auk þess sérstakan starfshóp til að fara yfir framtíðarhorfur og -hlutverk sjóðsins sem á að skila áfangaskýrslu í febrúar 2013. Síðasta breytingin sem er boðuð er harðari innheimta. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að „innheimtuferlar verða teknir til endurskoðunar og skuldarar hvattir til að nýta sér almenn skuldaúrræði til að koma lánum í skil“.Bjóða upp á óverðtryggð lán Vandamál ÍLS er það að neytendur hafa hafnað einu vörunni sem sjóðurinn býður upp á, verðtryggðum lánum. Um 70-80 prósent allra nýrra útlána bankanna eru óverðtryggð auk þess sem því fer fjarri að ÍLS sitji einn að þeim nýju verðtryggðu lánum sem veitt hafa verið. Árið 2008 jukust útlán ÍLS um 117,4 milljarða króna. Í ár er talið að uppgreiðslur lána verði hærri en ný útlán sjóðsins. Í samtali við Fréttablaðið þann 14. nóvember síðastliðinn sagði Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri ÍLS, að „þegar við byrjum að bjóða óverðtryggð lán þá trúi ég að sjóðurinn nái vopnum sínum“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til handa ÍLS er sérstaklega tekið fram að ákvarðanir um veitingu óverðtryggðra lána verði teknar þegar staða sjóðsins hefur verið treyst með þeim aðgerðum sem kynntar voru. Það mun því ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta vor sem ákvörðun um málið verður tekin.Gera skuldabréfin uppgreiðanleg Í því fælist að ÍLS gæti greitt niður skuldabréfaflokka sína jafnóðum og viðskiptavinir sjóðsins borga upp lán sín hjá honum. Í skilabréfi starfshóps um stöðu og horfur um efnahag ÍLS segir að „miðað við núverandi markaðsaðstæður og ef gert er ráð fyrir að útlán sjóðsins að fjárhæð 200 ma. kr. verði greidd upp mun það kosta sjóðinn um 4 ma. kr. í tapaðar vaxtatekjur ef ekki er hægt að endurlána uppgreiðsluna á svipuðum kjörum“. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun verkefni starfshópsins sem skipaður verður, og á að fara yfir framtíðarskipulag ÍLS, aðallega snúast um að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingar. Um 60 prósent útgáfunnar, alls um 680 milljarðar króna, eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Viðræðurnar munu því fyrst og síðast fara fram við þá. Ef það tekst að sannfæra lífeyrissjóðina um að taka við endurgreiðslum verður til annað vandamál. Sjóðirnir sem fá milljarða króna inn í lífeyrisgreiðslum á hverjum mánuði mega bara fjárfesta innan íslensku gjaldeyrishaftanna. Fjárfestingakostir þeirra eru þegar af mjög skornum skammti. Því er afar ólíklegt að þeir gefi eftir stærsta eignaflokk sinn án þess að vera með aðra fjárfestingarmöguleika.Selja Íbúðalánasjóð Íslensku bankarnir lýstu því leynt og ljóst yfir á sínum tíma, þegar þeir hófu innreið sína á íbúðalánamarkaðinn, að þeir hefðu áhuga á að kaupa ÍLS. Þeim hugmyndum hefur hins vegar alltaf verið hafnað á þeim forsendum að sjóðurinn hafi ríku félagslegu hlutverki að gegna. Ljóst er að á Íslandi í dag eru litlir sem engir möguleikar fyrir ytri vexti til staðar hjá íslenskum bönkum. Þeir starfa á mettuðum örmarkaði sem bundinn er höftum sem gerir þeim ókleift að starfa víðar. Stækkunarmöguleikar þeirra felast því í yfirtöku á öðrum fjármálafyrirtækjum. Þar er ÍLS líkast til stærsti mögulegi bitinn með um 880 milljarða króna efnahagsreikning. Ríkissjóður hefur þegar farið þá leið í nokkrum tilvikum eftir hrun að selja eignasöfn fjármálafyrirtækja til stærri banka. Þar ber helst að nefna sameiningu Byrs við Íslandsbanka og yfirtöku Landsbankans á eignum og skuldum SpKef. Ljóst er þó að með ÍLS þyrfti að fylgja töluverð meðgjöf. IFS-greining telur lánasafn sjóðsins ofmetið um 40 milljarða króna og segir að 45 prósent lána hans hvíli á fasteignum þar sem virði lánsins er meira en söluvirði fasteignarinnar. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Að halda óbreyttri stefnu Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á þriðjudag eru ekki lagðar fram neinar róttækar tillögur um breytingar á starfsemi ÍLS. Helsta nýjungin er að setja fullnustueignir inn í sérstakt félag. IFS-greining telur að leigutekjur vegna eigna þessa félags muni duga til að standa undir rekstrarkostnaði en þá á eftir að greiða fjármögnunarkostnað útlánanna sem ríkið þarf að greiða. Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður verði á bilinu einn til tveir milljarðar króna á ári. Þá var ákveðið að leggja sjóðnum til 13 milljarða króna, enda blasti við að eigið fé hans yrði uppurið í lok næsta mánaðar. Þeir koma til viðbótar 33 milljörðum króna sem hann fékk í fyrra. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skipaði auk þess sérstakan starfshóp til að fara yfir framtíðarhorfur og -hlutverk sjóðsins sem á að skila áfangaskýrslu í febrúar 2013. Síðasta breytingin sem er boðuð er harðari innheimta. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að „innheimtuferlar verða teknir til endurskoðunar og skuldarar hvattir til að nýta sér almenn skuldaúrræði til að koma lánum í skil“.Bjóða upp á óverðtryggð lán Vandamál ÍLS er það að neytendur hafa hafnað einu vörunni sem sjóðurinn býður upp á, verðtryggðum lánum. Um 70-80 prósent allra nýrra útlána bankanna eru óverðtryggð auk þess sem því fer fjarri að ÍLS sitji einn að þeim nýju verðtryggðu lánum sem veitt hafa verið. Árið 2008 jukust útlán ÍLS um 117,4 milljarða króna. Í ár er talið að uppgreiðslur lána verði hærri en ný útlán sjóðsins. Í samtali við Fréttablaðið þann 14. nóvember síðastliðinn sagði Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri ÍLS, að „þegar við byrjum að bjóða óverðtryggð lán þá trúi ég að sjóðurinn nái vopnum sínum“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til handa ÍLS er sérstaklega tekið fram að ákvarðanir um veitingu óverðtryggðra lána verði teknar þegar staða sjóðsins hefur verið treyst með þeim aðgerðum sem kynntar voru. Það mun því ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta vor sem ákvörðun um málið verður tekin.Gera skuldabréfin uppgreiðanleg Í því fælist að ÍLS gæti greitt niður skuldabréfaflokka sína jafnóðum og viðskiptavinir sjóðsins borga upp lán sín hjá honum. Í skilabréfi starfshóps um stöðu og horfur um efnahag ÍLS segir að „miðað við núverandi markaðsaðstæður og ef gert er ráð fyrir að útlán sjóðsins að fjárhæð 200 ma. kr. verði greidd upp mun það kosta sjóðinn um 4 ma. kr. í tapaðar vaxtatekjur ef ekki er hægt að endurlána uppgreiðsluna á svipuðum kjörum“. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun verkefni starfshópsins sem skipaður verður, og á að fara yfir framtíðarskipulag ÍLS, aðallega snúast um að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingar. Um 60 prósent útgáfunnar, alls um 680 milljarðar króna, eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Viðræðurnar munu því fyrst og síðast fara fram við þá. Ef það tekst að sannfæra lífeyrissjóðina um að taka við endurgreiðslum verður til annað vandamál. Sjóðirnir sem fá milljarða króna inn í lífeyrisgreiðslum á hverjum mánuði mega bara fjárfesta innan íslensku gjaldeyrishaftanna. Fjárfestingakostir þeirra eru þegar af mjög skornum skammti. Því er afar ólíklegt að þeir gefi eftir stærsta eignaflokk sinn án þess að vera með aðra fjárfestingarmöguleika.Selja Íbúðalánasjóð Íslensku bankarnir lýstu því leynt og ljóst yfir á sínum tíma, þegar þeir hófu innreið sína á íbúðalánamarkaðinn, að þeir hefðu áhuga á að kaupa ÍLS. Þeim hugmyndum hefur hins vegar alltaf verið hafnað á þeim forsendum að sjóðurinn hafi ríku félagslegu hlutverki að gegna. Ljóst er að á Íslandi í dag eru litlir sem engir möguleikar fyrir ytri vexti til staðar hjá íslenskum bönkum. Þeir starfa á mettuðum örmarkaði sem bundinn er höftum sem gerir þeim ókleift að starfa víðar. Stækkunarmöguleikar þeirra felast því í yfirtöku á öðrum fjármálafyrirtækjum. Þar er ÍLS líkast til stærsti mögulegi bitinn með um 880 milljarða króna efnahagsreikning. Ríkissjóður hefur þegar farið þá leið í nokkrum tilvikum eftir hrun að selja eignasöfn fjármálafyrirtækja til stærri banka. Þar ber helst að nefna sameiningu Byrs við Íslandsbanka og yfirtöku Landsbankans á eignum og skuldum SpKef. Ljóst er þó að með ÍLS þyrfti að fylgja töluverð meðgjöf. IFS-greining telur lánasafn sjóðsins ofmetið um 40 milljarða króna og segir að 45 prósent lána hans hvíli á fasteignum þar sem virði lánsins er meira en söluvirði fasteignarinnar.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira