Viðskipti innlent

OECD spáir 2,5% hagvexti

MÞL skrifar
OECD varar við því að stóriðjuframkvæmdir á Íslandi gætu dregist vegna erfiðleika alþjóðlegra álfyrirtækja.Fréttablaðið/GVA
OECD varar við því að stóriðjuframkvæmdir á Íslandi gætu dregist vegna erfiðleika alþjóðlegra álfyrirtækja.Fréttablaðið/GVA
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 2,5% á þessu ári og 2,7% árin 2013 og 2014.

Stofnunin gerir ráð fyrir því að einkaneysla og atvinnuvegafjárfesting verði helstu aflvakar hagvaxtar á næstu misserum. Þó telur stofnunin nokkra áhættuþætti ógna vaxtarhorfum næstu ára og varar hún sérstaklega við því að erfiðleikar alþjóðlegra álfyrirtækja gætu valdið því að fjárfestingar í stóriðju á Íslandi drægjust.

Loks mælir OECD með því að í engu verði hvikað frá markmiðum um jöfnuð í ríkisfjármálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×