Viðskipti innlent

Saffran í útrás til Bretlands

Íslenska veitingahúskeðjan Saffran er komin í útrás til Bretlands en búið er að opna nýjan Saffran veitingastað í Manchester borg. Fyrir rekur Saffran þrjá staði á Íslandi og einn í Orlando á Flórída.

Saffran staðurinn í Manchester er staðsettur í Trafford Center og þar eru sæti fyrir 150 gesti. Í breskum fjölmiðlum segir að á næstu 12 mánuðum ætli Saffran að opna þrjá aðra veitingastaði í Manchester.

Þar að auki eru uppi áform um að opna 30 slíka staði á Bretlandseyjum á næstu fimm árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×