Fleiri fréttir

Áfram dauft yfir fasteignamarkaðinum

Alls var 204 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í október, þar af voru 19 vegna annara eigna en íbúða. Heildarveltan var 5,9 milljarðar kr. í mánuðinum, en meðalmánaðarvelta ársins er 5,1 milljarðar kr.

Gjaldeyrisreikningar minnka um 16 milljarða

Staða á gjaldeyrisreikningum í innlánsstofnunum var í september 152 milljarða kr. samanborið við 168 milljarða kr. í ágúst og lækkaði hún því um tæp 10% á milli mánaða samkvæmt bráðabirgðatölum frá Seðlabankanum. Gengi krónunnar var á sama tímabili tiltölulega stöðugt og útskýrir því ekki þessa breytingu.

Efnahagsáætlunin komin á sporið

Tekið hefur verið fyrsta skrefið til að aflétta gjaldeyrishöftum sem ætlað er að halda bærilegum stöðugleika í gengi krónunnar. Stjórnvöld og AGS virðast telja gengið hafa náð jafnvægi á gengisvísitölunni 235 eða þar um bil. Höftin sýnast frekar en stýrivextirnir valda miklu um gengi krónunnar. Tengsl stýrivaxta við almenna bankavexti hafa rofnað og hafa háir stýrivextir ekki staðið í vegi fyrir því að viðskiptabankar hafa breytt vöxtum sínum í ýmsum atriðum. Við þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagsmálum virðist sem stýrivextir Seðlabankans gegni óljósum tilgangi.

Flensubólusetning borgar sig

Beinn og óbeinn kostnaður af völdum svínaflensu gæti hér á landi numið 15 til 20 milljörðum samkvæmt útreikningum í síðasta hefti viðskipta- og efnahagsritsins Vísbendingar.

Engin kreppa á bókamessunni

Kreppan virtist víðs fjarri á bókamessunni í Franfurt í Þýskalandi um miðjan mánuðinn. Rúmlega 290 þúsund bókaunnendur sóttu messuhaldið og hafa þeir aðeins einu sinni verið fleiri. Það var í fyrra.

Fékk hugmyndina í námsferð í Indónesíu

Sigríður B. Þormar fékk hugmyndina að versluninni sem hún rekur, Lítil í upphafi, þegar hún var stödd í Indónesíu haustið 2006. Hún var ekki þar í erindagjörðum kaupsýslumanns heldur var hún þar vegna doktorsverkefnis síns í áfallasálfræði sem gengur út á að rannsaka hvaða áhrif starf á vettvangi hefur á sjálfboðaliða Rauða krossins.

Hraður vöxtur kallar á aukið fjármagn

HBT, ríflega ársgamalt sprotafyrirtæki í Reykjanesbæ, er tilbúið með framleiðsluvöru og hefur þegar hafið sölu á búnaði sem dregið getur stórlega úr eldsneytisnotkun fiskiskipa. Fyrirtækið hyggur nú á stórfellda útrás og ætlar að nýta sér það forskot að vera einir á markaði með vöru sína. Félagið leitar fjárfesta, en starfsemin er þegar rekin með hagnaði, að sögn aðstandenda félagsins.

Hægur bati í ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáir 0,7 prósent hagvexti á næsta ári, bæði innan evrusvæðisins sérstaklega og meðal aðildarríkja sambandsins í heild. Þetta er heldur bjartsýnni spá en í maí síðastliðnum, þegar framkvæmdastjórnin spáði 0,1 prósents efnahagssamdrætti í aðildarríkjunum. Framkvæmdastjórnin segir að í kjölfarið á óvæntum efnahagsbata á seinni helmingi þessa árs muni líklega hægja aðeins á hagvexti næsta árið.

Krónan lífguð við

„Við höfum verið að undirbúa málið hér heima en það er ekki búið að biðja um neitt frá evrópska seðlabankanum. Við vildum ganga frá okkar málum, sérstaklega Ice­save-málinu og fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun AGS. Formlegar umleitanir eru að hefjast,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Allt fór af veggjum Lehmans

Öll listaverk seldust á þéttsetnu uppboði úr þrotabúi bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers sem haldið var hjá uppboðshúsi Freeman‘s í Philadelphia-borg á sunnudag.

Stýrivexti í ellefu prósent

Ég tel að lækka eigi stýrivexti úr tólf prósentum í ellefu og innlánsvexti úr 9,5 prósentum í níu. Hér að baki liggja þau tímamót sem felast í fyrstu endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands. Þar með hefur stefnan í efnahagsmálum verið mörkuð fyrir næstu ár.

Stund hægfara stýrivaxtalækkunar runnin upp

Eftir tiltölulega rólegt sumar – það fyrsta eftir hrunið fyrir ári – hrökk íslenskt efnahagslíf loks í annan gír í síðustu viku. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun landsins og Seðlabankinn steig fyrstu skrefin í átt til afnáms gjaldeyrishafta um helgina. Þá bíður ein stærsta skuldbinding þjóðarbúsins, Ice-­save-málið, við þröskuld Alþingis.

Efna til samkeppni í tölvuleikjagerð

Samtök tölvuleikjaframleiðenda á Íslandi, IGI, efna til samkeppni í tölvuleikjagerð nú í vikunni. Keppninni verður hleypt af stokkunum fimmtudaginn 5. nóvember en keppendur hafa frest þar til í mars á næsta ári til að skila inn sínu innleggi.

Tekur hálfan dag

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG stendur fyrir ráðstefnu um endurreisn landsins á morgun. Yfirskriftin er „Endurskipulagning á erfiðum tímum“ og veitir sannarlega ekki af ráðum um slíkt athæfi. Fjöldi fyrirlesara heldur erindi; Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Sigurður Jónsson, forstjóri KPMG, og Craig Masters, sérfræðingur um endurskipulagningu fyrirtækja, svo einhverjir séu nefndir.

Úr fortíðinni Þegar stórveldið SÍS vildi Útvegsbankann

Um miðjan ágúst árið 1987 gerði Sambandið (SÍS) og þrjú félög þess, Samvinnusjóður Íslands, Jötunn hf. og Dráttarvélar hf. tilboð í 67 prósenta hlut Útvegsbankans. Til stóð að sameina bankann Samvinnubankanum, sem þá var í eigu SÍS, en það teygði þá anga sína vítt og breitt um samfélagið allt. Málið varð að pólitísku deilumáli og varð ekkert úr kaupunum.

AGS: 620 milljarða reikningur verði neyðarlögum hnekkt

Í skýrslu AGS er fjallað um ýmsa áhættuþætti í íslensku efnahagslífi. Meðal annars er sagt að hætta sé á 620 milljarða kr. aukareikningi á íslenska ríkið ef neyðarlögunum verði hnekkt fyrir dómi.

Hagnaður Marel nam 165 milljónum á 3. ársfjórðungi

Hagnaður Marel eftir skatta var 0,9 milljónir evra eða 165 milljónir kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var hagnaðurinn fimmfalt hærri á sama tímabili í fyrra eða 4,5 milljónir evra.

Bakkavör lækkaði í dag

Hlutabréf í Össurri hækkuðu um 1,94% í dag og hlutabréf í Marel hækkuðu um 1,62%. Bréf í Bakkavör Group lækkuðu hins vegar um 4,17$% og bréf í Century Aluminum Company, móðurfélagi Norðuráls, lækkuðu um 1,47%.

Lítl breyting á GBI

GBI vísitalan stóð nánast í stað í dag, lækkaði um 0,16%. Heildarvelta skudabréfa var 12,76 milljarðar króna. Heildarvelta verðtryggðra íbúðabréfa var 4,88 milljarðar og heildarvelta óverðtryggðra ríkisbréfa var 7,88 milljarðar króna.

Efla semur við rafveitu í Króatíu um ráðgjöf

Verkfræðistofan Efla hefur gert samstarfssamning við rafveitufyrirtækið HEP-ESCO um ráðgjöf á sviði jarðhitanýtingar í Króatíu. Verkefnið felur í sér nýtingu gamallar tilraunaholu, sem gefur af sér 1,5MWth af heitu vatni, til hitunar á skólahúsnæði í borginni Krževci.

AGS: Skuldastaða Íslands áhyggjuefni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins nái hámarki í 310% af landsframleiðslu á þessu ári. Í skýrslunni segir: „Miklar skuldir hins opinbera og erlendar skuldir Íslands eru áhyggjuefni, en samkvæmt greiningu starfsmanna sjóðsins munu skuldirnar lækka ef efnahagsáætluninni er fylgt".

AGS: Innistæðuskuldbindingar 325 milljörðum minni en áður

Erlendar skuldbindingar vegna innistæðna í íslensku bönkunum í útlöndum eru nú 2,6 milljörðum dollara, eða um 325 milljörðum kr., minni en áður var talið. Þetta kemur fram í vinnuskýrslu starfshóps um málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS).

AGS: Endurhanna og afskrifa þarf 66% af fyrirtækjalánum

Samkvæmt innri endurskoðun bankanna þriggja þarf að endurhanna eða afskrifa um 66% af fyrirtækjalánunum á bókum þeirra. Þetta er eitt af því sem fram kemur í vinnuskýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um málefni Íslands hjá sjóðnum.

AGS: Stjórnvöld tilbúin að herða peningastefnuna

Í minnisblaði íslenskra stjórnvalda til framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að stjórnvöld segjast munu halda áfram að fylgjast með gengisstöðugleika og séu tilbúin til að herða enn frekar á peningastefnunni ef þörf krefur.

AGS: Skattahækkanir auka verðbólguna

Vegna skattahækkana og veikingar krónunnar á þessu ári verður verðbólga líklega hærri á þessu ári en áður var gert ráð fyrir, eða 7%.

AGS: Seðlabankinn gagnrýndur fyrir of hraða vaxtalækkun

Í vinnuskýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram gagnrýni á Seðlabankann fyrir að hafa farið of hratt í stýrivaxtalækkanir á árinu. Stýrivextirnir hafa lækkað um 6 prósentustig frá áramótum.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um eignarhald 1998

Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðareignarhald 1998 ehf, segir í tilkynningu sem Nýi Kaupþing banki hefur sent frá sér. Tilkynningin er send vegna fjölmiðlaumfjöllunar um móðurfélag Haga sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup.

Vísbendingar um jákvæðan þjónustujöfnuð

Þróun greiðslukortaveltu bendir til að talsverður afgangur muni reynast af þjónustujöfnuði á þriðja fjórðungi þessa árs. Sá afgangur gæti orðið sá mesti frá því að Seðlabankinn hóf að taka saman ársfjórðungslegar greiðslujafnaðartölur árið 1990. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Kreppan klippir fimmtung af kaupmætti landsmanna

Kreppan mun klippa fimmtung af kaupmætti ráðstöfunartekna landsmanna fram til ársins 2011 ef spár ganga eftir. Reiknað er með að kaupmátturinn verði 21% lægri árið 2011 en hann var árið 2007. Mun kaupmátturinn þá verða hinn sami og hann var árið 2003.

Enn bætir Icelandair met sitt í stundvísi

Starfsfólk Icelandair hefur á þessu ári náð að auka mjög stundvísi félagsins og náði í september besta árangri sem félagið hefur náð í mánuðinum, en þá voru 94,5% fluga félagsins á réttum tíma, Það sem af er árinu er stundvísin 93,0%, sem er mun betri árangur en áður hefur náðst hjá Icelandair.

Gistinóttum í september fækkar um tæp 2% milli ára

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 120.500 en voru 122.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu. Fækkunin nemur tæpum 2%.

BILLY-vísitalan kemur í staðinn fyrir Big Mac vísitöluna

Í kjölfar lokunar McDonald's hamborgarastaðanna á Íslandi hafa vaknað spurningar um hvernig hægt verði að bera saman verðlag á milli Íslands og annarra landa. Lausnin er einföld. Hægt verður að nota svokallaða BILLY-vísitölu en hún byggir á verði samnefndra bókahilla sem IKEA framleiðir og seldar eru í 30 löndum.

Skuldabréfaútboð gengur vel

Skuldabréfaútboð Orkuveitu Reykjavíkur gengur eftir áætlun, en ætlunin er að selja bréf fyrir 10 milljarða króna. Útboðið fer fram innanlands í umsjón Landsbankans.

Bakkavör stærsta fyrirtækið

Bakkavör trónir á toppnum yfir stærstu fyrirtæki landsins, með rúmlega 257 milljarða króna veltu í fyrra, á lista tímaritsins Frjálsrar verslunar yfir þrjú hundruð stærstu íslensku fyrirtækin. Nokkur umskipti hafa orðið á listanum frá í fyrra eftir hrunið. Bakkavör var áður í fjórða sæti.

Starfsemi Fluke á Íslandi er hluti af fjármögnun fyrirtækja

Fluke Finance, sem greiddi 528 milljónir króna í skatt á Íslandi vegna hagnaðar síns á árinu 2008, er eitt að minnsta kosti þriggja félaga sem skráð eru til heimilis á skrifstofum Deloitte hér á landi og tengjast bandarísku fyrirtækjasamsteypunni Danaher Corporation.

Glitnir braut lög með því að skuldsetja börn

Lán Glitnis til barna fyrir kaupum á stofnfjárhlutum í Byr eru lögbrot, segir deildarstjóri sifja- og skiptadeildar hjá sýslumanninum í Reykjavík. Hún segist aldrei hafa kynnst máli af þessu tagi áður.

Stofnfjáreigendur í mál við Glitni

Rúmlega hundrað og tuttugu stofnfjárhafar í BYR hyggjast leita réttar síns gagnvart Íslandsbanka vegna lána sem bankinn veitti þeim til kaupa á hlut í stofnfjáraukningu Byrs fyrir tveimur árum. Lögmaður eins hópsins segir alla hafa staðið í þeirri trú að engar persónulegar ábyrgðir væru á lánum.

Nýja Kaupþing í mál við BGE

Nýja Kaupþing hefur stefnt BGE eignarhaldsfélagi, sem var í eigu helstu eigenda og stjórnenda Baugs, vegna hátt í tveggja milljarða króna skuldar.

Össur fer í 3,75 milljarða hlutafjárútboð

Stjórn Össurar hf. hefur í dag tekið ákvörðun um að ráðast í takmarkað og lokað útboð á allt að 29.500.000 nýjum hlutum í Össuri á markaðsverði án forkaupsréttar núverandi hluthafa. Miðað við markaðsverð Össurar í dag nemur útboðið um 3,75 milljörðum kr.

GBI lækkaði um 0,04%

GBI skuldabréfavísitalan lækkaði um 0,04% í dag.. Eins og við greindum frá fyrr í dag mun.visir.is birta daglega skuldabréfavísitölu dagsins. Vísitalan er unnin af GAM Management hf. (GAMMA) sem er óháð og sérhæft ráðgjafar- og sjóðastýringarfyrirtæki með starfsleyfi frá FME og heimild til fjárfestingarráðgjafar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Bandaríkjamenn kaupa mest

Skilanefnd Kaupþings neyddist til þess að óska eftir fresti til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember því ekki lá fyrir ársreikningur Nýja Kaupþings fyrir árið 2008 og uppgjör fyrstu níu mánaða þessa árs, að sögn Steinars Þórs Guðgeirssonar, formanns skilanefndar Kaupþings.

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast frá því í hádeginu en engin viðskipti voru á gjaldeyrismarkaðinum fyrir hádegið.

Sjá næstu 50 fréttir