Viðskipti innlent

Áfram dauft yfir fasteignamarkaðinum

Alls var 204 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í október, þar af voru 19 vegna annara eigna en íbúða. Heildarveltan var 5,9 milljarðar kr. í mánuðinum, en meðalmánaðarvelta ársins er 5,1 milljarðar kr.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að eins og kunnugt er hefur veltan á fasteignamarkaðnum dregist gríðarlega saman og er fimmtungur af því sem hún var árið 2007 og þriðjungur af því sem hún var á árinum 2004-2006.

Litlar breytingar hafa verið á fasteignamarkaði undanfarið. Veltan er lítil og hlutfall makaskipta í kaupsamningum er hátt eða um helmingur allra viðskipta á markaðinum.

Frá aldamótum allt til ársins 2008 var hlutfall makaskipta lægra en 5% af kaupsamningum. Þróunin sem hefur átt sér stað frá síðasta ári, það er mikil aukning makaskipta er ekki ósvipuð og þróunin um miðjan tíunda áratuginn.

Á tíunda áratugnum jukust makaskiptin hratt, skoðuð í hlutfalli við kaupsamninga og eftir að hafa náð toppi á árinu 1995 dró hægt og sígandi úr þeim fram undir síðustu áramót.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×