Viðskipti innlent

Velheppnuðu hlutabréfaútboði Össurar er lokið

Vel heppnuðu útboði 29.500.000 nýrra hluta í Össuri hf. , sem skipulagt var með tilboðsfyrirkomulagi, er nú lokið. Alls seldust hlutir fyrir 3,6 milljarða kr.

Í tilkynningu segir að útboðsverðið er 5,00 danskar krónur á hlut, og nemur brúttósöluandvirðið, sem kemur í hlut Össurar, því 148 milljónum danskra króna (29 milljónir Bandaríkjadala).

Útboðið beindist að fagfjárfestum og öðrum hæfum fjárfestum í Danmörku og öðrum löndum.

Nýju hlutirnir, sem gefnir verða út í tengslum við útboðið, svara til u.þ.b. 7,0% af skráðu hlutafé Össurar fyrir hlutafjáraukninguna og munu því nema u.þ.b. 6,5% af skráðu hlutafé félagsins að

hlutafjáraukningunni lokinni.

Að lokinni hlutafjáraukningunni nemur hlutafé Össurar 452.500.000 hlutum, að nafnvirði 1 kr. á hlut, sem svarar til 452.500.000 kr.

Í tilkynninguinni er einnig vísað til tilkynningar til Kauphallarinnar dags. 2. nóvember 2009.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×