Viðskipti innlent

AGS: Skattahækkanir auka verðbólguna

Vegna skattahækkana og veikingar krónunnar á þessu ári verður verðbólga líklega hærri á þessu ári en áður var gert ráð fyrir, eða 7%.

Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var í dag. Í skýrslunni segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og stjórnvöld búist við að kreppan nái hámarki á fyrri helmingi næsta árs og þá taki efnahagslífið við sér á ný.

Flestir greinendur gerðu ráð fyrir að verðbólga færi undir 5% fyrir árslok og sumir spáðu raunar að hún næði verðbólgumarkmiði Seðlabankans í upphafi næsta árs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×