Viðskipti innlent

AGS: Skuldastaða Íslands áhyggjuefni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins nái hámarki í 310% af landsframleiðslu á þessu ári. Í skýrslunni segir: „Miklar skuldir hins opinbera og erlendar skuldir Íslands eru áhyggjuefni, en samkvæmt greiningu starfsmanna sjóðsins munu skuldirnar lækka ef efnahagsáætluninni er fylgt".

AGS gerir ráð fyrir að skuldirnar lækki jafnt og þétt frá og með næsta ári. Í skýrslunni kemur fram að gert sé ráð fyrir að 75% fáist upp í Icesave skuldbindingar ríkisins í gegnum þrotabú Landsbankans og það sé jákvætt fyrir skuldastöðuna.

Í skýrslunni segir ennfremur að skuldir íslenska ríkisins verði áfram mjög háar og nái hámarki í 136% af landsframleiðslu árið 2010. Eftir það er talið að skuldir ríkisins lækki og niðurskurður í rekstri hins opinbera muni hjálpa til. Árið 2014 er gert ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með afgangi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×