Viðskipti innlent

Engin kreppa á bókamessunni

Íslandshrunið Bók Ásgeirs Jónssonar kynnt við bás bókarisans McGraw Hill.
Íslandshrunið Bók Ásgeirs Jónssonar kynnt við bás bókarisans McGraw Hill.

Kreppan virtist víðs fjarri á bókamessunni í Franfurt í Þýskalandi um miðjan mánuðinn. Rúmlega 290 þúsund bókaunnendur sóttu messuhaldið og hafa þeir aðeins einu sinni verið fleiri. Það var í fyrra.

Íslendingar gerðu það gott en Félag íslenskra bókaútgefenda og nokkur íslensk forlög kynntu íslenska höfunda áhugasömum kaupendum.

Athygli vakti hve mikla áherslu bandaríski bókarisinn McGraw Hill lagði á bók hagfræðingsins Ásgeirs Jónssonar, Why Iceland? Bókin var ein af helstu bókum útgáfunnar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá bókamessunni.

Bókin kemur brátt út á þýsku og hollensku. Jafnframt er unnið að endurbættri og ítarlegri útgáfu hennar á íslensku og mun hún koma út hér eftir áramótin.

Þá var bók Ármanns Þorvaldssonar, Frozen Assets, sem um þessar mundir er mest selda bókin á Íslandi, einnig áberandi hjá bandaríska Wiley-útgáfurisanum á sýningarbás fyrirtækisins.

- jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×