Viðskipti innlent

Krónan lífguð við

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

„Við höfum verið að undirbúa málið hér heima en það er ekki búið að biðja um neitt frá evrópska seðlabankanum. Við vildum ganga frá okkar málum, sérstaklega Ice­save-málinu og fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun AGS. Formlegar umleitanir eru að hefjast,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Til hefur staðið síðan síðsumars að leita eftir því að fá Seðlabanka Evrópu til að aðstoða Seðlabanka Íslands í gjaldeyrismálum og stuðla að virkum viðskiptum með krónur.

Gylfi sagði í samtali við Fréttablaðið í sumar viðskiptin felast í kaupum og sölu á krónum og evrum. Um leið yrði til virkur markaður með evrópska seðlabankann að bakhjarli. Það kynni að gera markað með krónur nothæfan á ný. Það geti flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta og uppfyllt að fullu skilyrði EES um frjálst fjármagnsflæði.-jab / -sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×