Úr fortíðinni Þegar stórveldið SÍS vildi Útvegsbankann 4. nóvember 2009 01:00 Kaupin kynnt Snittur voru á borðum þegar þremenningarnir frá stórveldinu SÍS tilkynntu að það ætlaði sér kaup á meirihluta Útvegsbankans í ágúst 1987. Markaðurinn/Jóhann A. Kristjánsson Um miðjan ágúst árið 1987 gerði Sambandið (SÍS) og þrjú félög þess, Samvinnusjóður Íslands, Jötunn hf. og Dráttarvélar hf. tilboð í 67 prósenta hlut Útvegsbankans. Til stóð að sameina bankann Samvinnubankanum, sem þá var í eigu SÍS, en það teygði þá anga sína vítt og breitt um samfélagið allt. Málið varð að pólitísku deilumáli og varð ekkert úr kaupunum. Fyrir miðju á myndinni er Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS. Valur átti sæti í stjórn margra dótturfélaga KEA og Sambandsins. Á vinstri hönd hans situr Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS. Á móti honum situr Hermann Sveinbjörnsson, blaðafulltrúi SÍS. Á hægri hönd Hermanns situr fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson. Kristín Þorsteinsdóttir, þá fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, stendur vinstra megin við Val. Fjölmiðlamaðurinn Bjarni Vestmann er talinn standa honum á hægri hönd. Þremur árum eftir að myndin var tekin var SÍS að sökkva í skuldafen. Landsbankinn kom til bjargar, keypti Samvinnubankann og sameinaði hann rekstri sínum. Þremur árum síðar var skuldastaðan orðin slík að bankinn neyddist til að taka SÍS yfir og afskrifaði helming skulda félagsins, þá í kringum 700 milljónir króna. Öllu starfsfólki SÍS var sagt upp í kjölfarið og heyrði reksturinn sögunni til. Á miðjum níunda áratugnum varð Útvegsbankinn gjaldþrota vegna vangoldinna skulda Hafskipa. Hann sameinaðist Iðnaðarbankanum, Verslunarbankanum og Alþýðubankanum og varð að Íslandsbanka, sem síðar varð Glitnir. Valur Arnþórsson tók nokkru síðar við stöðu bankastjóra Landsbankans. Hann lést í flugslysi í október 1990, þá 55 ára að aldri. Guðjón B. Ólafsson missti starf sitt ásamt öðrum við fall SÍS. Hann lést árið 1993, 58 ára að aldri. Hermann Sveinbjörnsson lést um mitt ár 2003. Hann var 54 ára. - jab Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Um miðjan ágúst árið 1987 gerði Sambandið (SÍS) og þrjú félög þess, Samvinnusjóður Íslands, Jötunn hf. og Dráttarvélar hf. tilboð í 67 prósenta hlut Útvegsbankans. Til stóð að sameina bankann Samvinnubankanum, sem þá var í eigu SÍS, en það teygði þá anga sína vítt og breitt um samfélagið allt. Málið varð að pólitísku deilumáli og varð ekkert úr kaupunum. Fyrir miðju á myndinni er Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS. Valur átti sæti í stjórn margra dótturfélaga KEA og Sambandsins. Á vinstri hönd hans situr Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS. Á móti honum situr Hermann Sveinbjörnsson, blaðafulltrúi SÍS. Á hægri hönd Hermanns situr fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson. Kristín Þorsteinsdóttir, þá fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, stendur vinstra megin við Val. Fjölmiðlamaðurinn Bjarni Vestmann er talinn standa honum á hægri hönd. Þremur árum eftir að myndin var tekin var SÍS að sökkva í skuldafen. Landsbankinn kom til bjargar, keypti Samvinnubankann og sameinaði hann rekstri sínum. Þremur árum síðar var skuldastaðan orðin slík að bankinn neyddist til að taka SÍS yfir og afskrifaði helming skulda félagsins, þá í kringum 700 milljónir króna. Öllu starfsfólki SÍS var sagt upp í kjölfarið og heyrði reksturinn sögunni til. Á miðjum níunda áratugnum varð Útvegsbankinn gjaldþrota vegna vangoldinna skulda Hafskipa. Hann sameinaðist Iðnaðarbankanum, Verslunarbankanum og Alþýðubankanum og varð að Íslandsbanka, sem síðar varð Glitnir. Valur Arnþórsson tók nokkru síðar við stöðu bankastjóra Landsbankans. Hann lést í flugslysi í október 1990, þá 55 ára að aldri. Guðjón B. Ólafsson missti starf sitt ásamt öðrum við fall SÍS. Hann lést árið 1993, 58 ára að aldri. Hermann Sveinbjörnsson lést um mitt ár 2003. Hann var 54 ára. - jab
Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent