Hraður vöxtur kallar á aukið fjármagn 4. nóvember 2009 06:00 Fráfarandi og viðtakandi Jóhann R. Benediktsson hefur fram til þessa starfað sem framkvæmdastjóri HBT. Ingvar Hjálmarsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, tók nú um mánaðamótin við keflinu.Mynd/ANton HBT, ríflega ársgamalt sprotafyrirtæki í Reykjanesbæ, er tilbúið með framleiðsluvöru og hefur þegar hafið sölu á búnaði sem dregið getur stórlega úr eldsneytisnotkun fiskiskipa. Fyrirtækið hyggur nú á stórfellda útrás og ætlar að nýta sér það forskot að vera einir á markaði með vöru sína. Félagið leitar fjárfesta, en starfsemin er þegar rekin með hagnaði, að sögn aðstandenda félagsins. Jóhann R. Benediktsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri HBT, og Ingvar Hjálmarsson, sem nú tekur við starfinu, settust niður með blaðamanni og fóru yfir horfur í starfseminni. Ingvar var áður markaðsstjóri HBT en tók við af Jóhanni núna um mánaðamótin. Jóhann er þó ekki horfinn frá fyrirtækinu, en hann er einn eigenda, heldur tekur sæti í stjórn þess. Jóhann og Ingvar eru stoltir af þeim árangri að hafa komið fyrirtækinu á þann stað sem það er í nú í miðju efnahagsfárviðri, hér heima og erlendis. Og nýverið fékk Árni Bergmann Pétursson, hugvitsmaður og forstjóri Rafs á Akureyri, umhverfisverðlaun LÍÚ 2009 fyrir rannsóknar- og þróunarvinnu við rafbjögunarsíu HBT. Jóhann og Ingvar segja þetta mikla viðurkenningu fyrir fyrirtækið og þann undirbúning og rannsóknir sem það byggi á, en unnið hafi verið að þróuninni í tíu ár áður en kom að stofnun HBT. „Sprotafyrirtæki eins og okkar gæti ekki vaxið jafnhratt og raun ber vitni nema það hefði traustan grunn til að byggja á,“ segir Jóhann og bætir við að frumkvöðlarnir og aðalhugmyndafræðingar fyrirtækisins séu þeir Árni Bergmann og svo bróðir Jóhanns, Kristjón Benediktsson. Kristjón er stjórnarformaður og stærsti einstaki eigandi félagsins með um 50 prósenta hlut. Fjölskylda hans á stóran hlut, en saman fara fimm manns með um 30 prósenta hlut. Fimmtungurinn sem eftir stendur er svo í eigu smærri hluthafa og starfsmanna. Rafbjögunarsíða HBT hreinsar upp rafmagn sem kemur inn í hús eða er framleitt með olíuknúnum rafölum sem um borð eru í skipum. „Það þýðir að minni olíu þarf til að framleiða jafnmikið rafmagn,“ segir Ingvar og áréttar að tæknin sé einstök í heiminum. „Með seiglu og þrautseigju tókst okkur að koma framleiðslu af stað, fá leyfi, vottorð og viðurkenningar, skipuleggja alþjóðlegt sölu- og dreifingarnet og erum nú um 30 talsins með starfsemi í sex löndum,“ segir Jóhann, en um átta manns voru hjá fyrirtækinu fyrir ári síðan. Hann segir greinilegt að skorti á reynslu í bankakerfinu við að styðja við sprotafyrirtæki, en lánafyrirgreiðsla hafi verið um margt þung. Fyrirtækið hafi hins vegar notið stuðnings Smith & Norland, helsta birgis síns í útrásinni. „Ef okkar aðalbirgir hefði ekki verið jafntraustur þá er ljóst að vöxtur okkar hefði orðið hægari,“ segir Jóhann, en bætir um leið við að HBT sé á lokametrunum í að treysta fjárhagslegar stoðir fyrirtækisins. Jóhann og Ingvar segja helst horft til þess að fá erlenda fjárfesta að félaginu, en þeir hafi orðið varir við mikinn áhuga á því erlendis frá. Þá sé gengi krónunnar um þessar mundir ákveðinn hvati í þeim viðræðum. „Við skjótum á næstu vikum traustari stoðum undir sóknina sem er fram undan,“ segir Jóhann, en kveður þó ekki tímabært að fara nánar út í þá sálma. Ingvar segir horft til þess að nýir fjárfestar gætu eignast allt að 35 prósenta hlut. Vera kann að verðið á tækjum HBT stingi í augu einhverra, litlar 113 þúsund evrur, en Ingvar áréttar þó að það ætti ekki að vera mikil fyrirstaða. Tækið borgi sig upp með sparnaði í eldsneytiskaupum á 10 til 18 mánuðum. „Síðan bætist við lánafyrirgreiðsla þar sem afborgunum er dreift á tímabilið,“ bætir Jóhann við og segja þeir félagar því að tækin borgi sig í raun upp sjálf. Þá hefur HBT tekið ákvörðun um að festa gengið, ekki ósvipað og Microsoft hefur gert. Í sölu innanlands er því fremur horft til gengisins 125 en 185 króna fyrir evruna og rafbjögunarsían því á nálægt 14 milljónir króna hér. Aðaláhersla er á sölu tækisins í sjávarútvegi en Jóhann og Ingvar árétta engu síður að möguleikarnir séu líka miklir í öðrum iðnaði, bæði þar sem notast sé við dýran tæknibúnað sem viðkvæmur sé fyrir tíðnisveiflum og í verksmiðjum sem noti mikið rafmagn. „Heimurinn horfir til Íslendinga þegar kemur að sjávarútvegi, þótt hann geri það ekki lengur í bankastarfsemi. Það hjálpar okkur því að vera íslenskt fyrirtæki,“ segir Ingvar og áréttar að HBT hitti líka beint inn í auknar alþjóðlegar áherslur á minnkandi útblástur og betri orkunýtingu. Marorka er annað fyrirtæki sem einbeitir sér að orkusparandi búnaði fyrir skip, en Jóhann og Ingvar segja að starfsemi þeirra skarist þó ekki, heldur sé áherslan á ólíka þætti orkunýtingarinnar. „Í rauninni vinnur tækni þessara tveggja fyrirtækja vel saman,“ segir Jóhann og telur ekki útilokað að finnast kynni grundvöllur til sameinaðs átaks í markaðsstarfi. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
HBT, ríflega ársgamalt sprotafyrirtæki í Reykjanesbæ, er tilbúið með framleiðsluvöru og hefur þegar hafið sölu á búnaði sem dregið getur stórlega úr eldsneytisnotkun fiskiskipa. Fyrirtækið hyggur nú á stórfellda útrás og ætlar að nýta sér það forskot að vera einir á markaði með vöru sína. Félagið leitar fjárfesta, en starfsemin er þegar rekin með hagnaði, að sögn aðstandenda félagsins. Jóhann R. Benediktsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri HBT, og Ingvar Hjálmarsson, sem nú tekur við starfinu, settust niður með blaðamanni og fóru yfir horfur í starfseminni. Ingvar var áður markaðsstjóri HBT en tók við af Jóhanni núna um mánaðamótin. Jóhann er þó ekki horfinn frá fyrirtækinu, en hann er einn eigenda, heldur tekur sæti í stjórn þess. Jóhann og Ingvar eru stoltir af þeim árangri að hafa komið fyrirtækinu á þann stað sem það er í nú í miðju efnahagsfárviðri, hér heima og erlendis. Og nýverið fékk Árni Bergmann Pétursson, hugvitsmaður og forstjóri Rafs á Akureyri, umhverfisverðlaun LÍÚ 2009 fyrir rannsóknar- og þróunarvinnu við rafbjögunarsíu HBT. Jóhann og Ingvar segja þetta mikla viðurkenningu fyrir fyrirtækið og þann undirbúning og rannsóknir sem það byggi á, en unnið hafi verið að þróuninni í tíu ár áður en kom að stofnun HBT. „Sprotafyrirtæki eins og okkar gæti ekki vaxið jafnhratt og raun ber vitni nema það hefði traustan grunn til að byggja á,“ segir Jóhann og bætir við að frumkvöðlarnir og aðalhugmyndafræðingar fyrirtækisins séu þeir Árni Bergmann og svo bróðir Jóhanns, Kristjón Benediktsson. Kristjón er stjórnarformaður og stærsti einstaki eigandi félagsins með um 50 prósenta hlut. Fjölskylda hans á stóran hlut, en saman fara fimm manns með um 30 prósenta hlut. Fimmtungurinn sem eftir stendur er svo í eigu smærri hluthafa og starfsmanna. Rafbjögunarsíða HBT hreinsar upp rafmagn sem kemur inn í hús eða er framleitt með olíuknúnum rafölum sem um borð eru í skipum. „Það þýðir að minni olíu þarf til að framleiða jafnmikið rafmagn,“ segir Ingvar og áréttar að tæknin sé einstök í heiminum. „Með seiglu og þrautseigju tókst okkur að koma framleiðslu af stað, fá leyfi, vottorð og viðurkenningar, skipuleggja alþjóðlegt sölu- og dreifingarnet og erum nú um 30 talsins með starfsemi í sex löndum,“ segir Jóhann, en um átta manns voru hjá fyrirtækinu fyrir ári síðan. Hann segir greinilegt að skorti á reynslu í bankakerfinu við að styðja við sprotafyrirtæki, en lánafyrirgreiðsla hafi verið um margt þung. Fyrirtækið hafi hins vegar notið stuðnings Smith & Norland, helsta birgis síns í útrásinni. „Ef okkar aðalbirgir hefði ekki verið jafntraustur þá er ljóst að vöxtur okkar hefði orðið hægari,“ segir Jóhann, en bætir um leið við að HBT sé á lokametrunum í að treysta fjárhagslegar stoðir fyrirtækisins. Jóhann og Ingvar segja helst horft til þess að fá erlenda fjárfesta að félaginu, en þeir hafi orðið varir við mikinn áhuga á því erlendis frá. Þá sé gengi krónunnar um þessar mundir ákveðinn hvati í þeim viðræðum. „Við skjótum á næstu vikum traustari stoðum undir sóknina sem er fram undan,“ segir Jóhann, en kveður þó ekki tímabært að fara nánar út í þá sálma. Ingvar segir horft til þess að nýir fjárfestar gætu eignast allt að 35 prósenta hlut. Vera kann að verðið á tækjum HBT stingi í augu einhverra, litlar 113 þúsund evrur, en Ingvar áréttar þó að það ætti ekki að vera mikil fyrirstaða. Tækið borgi sig upp með sparnaði í eldsneytiskaupum á 10 til 18 mánuðum. „Síðan bætist við lánafyrirgreiðsla þar sem afborgunum er dreift á tímabilið,“ bætir Jóhann við og segja þeir félagar því að tækin borgi sig í raun upp sjálf. Þá hefur HBT tekið ákvörðun um að festa gengið, ekki ósvipað og Microsoft hefur gert. Í sölu innanlands er því fremur horft til gengisins 125 en 185 króna fyrir evruna og rafbjögunarsían því á nálægt 14 milljónir króna hér. Aðaláhersla er á sölu tækisins í sjávarútvegi en Jóhann og Ingvar árétta engu síður að möguleikarnir séu líka miklir í öðrum iðnaði, bæði þar sem notast sé við dýran tæknibúnað sem viðkvæmur sé fyrir tíðnisveiflum og í verksmiðjum sem noti mikið rafmagn. „Heimurinn horfir til Íslendinga þegar kemur að sjávarútvegi, þótt hann geri það ekki lengur í bankastarfsemi. Það hjálpar okkur því að vera íslenskt fyrirtæki,“ segir Ingvar og áréttar að HBT hitti líka beint inn í auknar alþjóðlegar áherslur á minnkandi útblástur og betri orkunýtingu. Marorka er annað fyrirtæki sem einbeitir sér að orkusparandi búnaði fyrir skip, en Jóhann og Ingvar segja að starfsemi þeirra skarist þó ekki, heldur sé áherslan á ólíka þætti orkunýtingarinnar. „Í rauninni vinnur tækni þessara tveggja fyrirtækja vel saman,“ segir Jóhann og telur ekki útilokað að finnast kynni grundvöllur til sameinaðs átaks í markaðsstarfi.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent