Fleiri fréttir Nokkrir mikilvægir hagvísar birtir í vikunni Nokkrir mikilvægir hagvísar verða birtir nú í vikunni auk þess sem peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun taka ákvörðun um stýrivexti næstkomandi fimmtudag. 2.11.2009 10:52 Fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög sektuð af FME Fjármálaeftirlitð (FME) hefur sektað fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög vegna brota gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í öllum tilvikum er um að ræða að viðkomandi skilaði listum yfir frumherja og fjárhagslega tengda aðila mörgum mánuðum of seint. 2.11.2009 08:24 Exista stefnt vegna 19 milljarða lánasamnings Exista hefur borist stefna frá HOLT Funding 2008-1 Limited hf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félaginu samtals tæplega 19 milljarða króna vegna lánssamnings sem upphaflega var gerður við Íslandsbanka hf. (síðar Glitnir banki hf.). 2.11.2009 07:51 Lífeyrissjóðir semja um nýbyggingar Landspítalans Fulltrúar lífeyrissjóða, Landspítalans og heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta munu á miðvikudag skrifa undir samning um fjármögnun nýbygginga Landspítalans við Hringbraut. 2.11.2009 00:01 Kaupþing eignist 40% í Högum Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu. 1.11.2009 18:30 Íslensk fyrirtæki verðlaunuð í Karabíahafinu Viðburðafyrirtækið Practical og hótelið Hilton Reykjavik Nordica hlutu í gær, hin virtu CRYSTAL-verðlaun sameiginlega með bandaríska fyrirtækinu Harith Productions. Verðlaunin voru veitt á Karabíahafseyjunni Arúba og tóku Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, og Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Nordica við þeim fyrir hönd sinna fyrirtækja. 1.11.2009 16:00 Get ekki samþykkt frumvarp um Icesave Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segist ekki geta samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar í icesavemálinu. Hún segist hinsvegar styðja ríkisstjórnina en frumvarpið sé einhliða. Lilja var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag. 1.11.2009 13:04 Reyna að semja um krónubréfin Seðlabanki Íslands á í samningaviðræðum við Seðlabankann í Lúxemborg, sem er óbeint stærsti erlendi eigandi krónubréfa, um lausn á krónubréfavandanum. Seðlabankastjóri segir að reynt verði að afnema gjaldeyrishöftin eins hratt og mögulegt sé, án þess að taka of mikla áhættu með gengi krónunnar. 31.10.2009 18:20 Þjóðin ber kostnaðinn af brotum á gjaldeyrislögum Seðlabankinn hefur sent yfir tuttugu mál er varða brot á gjaldeyrislögum til Fjármálaeftirlitsins og eru mun fleiri slík mál í rannsókn hjá bankanum. Um er að ræða gríðarlegan hagnað hjá þeim sem brotin fremja, og ber íslenska þjóðin kostnaðinn á móti, segir seðlabankastjóri. 31.10.2009 13:34 Gagnrýnir stofnfjáraukningu Byrs Bankastjóri Íslandsbanka gagnrýnir hvernig stjórn Byrs setti stofnfjáreigendum afarkosti í stofnfjáraukningu sparisjóðsins fyrir tveimur árum. Þeir sem ekki hefðu tekið þátt í því áttu það á hættu að missa hlut sinn í sjóðnum. 31.10.2009 12:00 Næsta skref er aflétting á útstreymi gjaldeyris Seðlabankinn hefur stigið fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta, en innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga er nú heimilað. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Seðlabankanum í morgun. 31.10.2009 11:52 Fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta Seðlabanki Íslands hefur stigið fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta með því að heimila innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga og útstreymi gjaldeyris sem kann að leiða af því í framtíðinni. Þetta þýðir að fjárfestar fá heimild án takmarkana til þess að skipta aftur í erlendan gjaldeyri söluandvirði eigna sem þeir fjárfesta í eftir 1. nóvember 2009. Fyrir höfðu erlendir aðilar fulla heimild til gjaldeyrisyfirfærslna vegna vaxtatekna og arðs af fjárfestingum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands nú í morgun. 31.10.2009 10:06 Ekki lengur hægt að lýsa kröfum í þrotabúið Frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabú Landsbankans rann út á miðnætti. Ætla má að það taki slitastjórnina um þjár vikur að taka afstöðu til krafna, en opinn kröfuhafafundur verður haldinn 23. nóvember. 31.10.2009 09:18 Tími afskrifta fram undan Eik Banki tapaði hundrað milljónum danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæpum 2,5 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam tapið 33 milljónum danskra króna. 31.10.2009 04:00 Fresta ákvörðun um Nýja Kaupþing Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefndarinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember. 30.10.2009 18:54 Hæstu skattgreiðendur af ólíklegasta tagi Ríki, sveitarfélög, álbræðslur, bandarískir verðbréfasalar og dótturfélög nær gjaldþrota Exista greiða hæstu skatta lögaðila á þessu ári. Hæstu skattgreiðendur í umdæmum landsins eru af ólíklegasta tagi, þannig ratar dúkkulísufyrirtæki bókasafnsfræðings frá Ísafirði inn á topp tíu listann á Vestfjörðum. 30.10.2009 19:09 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30.10.2009 15:09 Stjórnvöld sögð pissa í skó lántakenda Stjórnvöld eru að pissa í skóinn hjá lántakendum, að mati Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík sem varar almenning við því að taka boði stjórnvalda um lægri greiðslubyrði. Á endanum muni fólk greiða meira til baka af lánum sínum en ef þau héldust óbreytt. 30.10.2009 13:38 Eik Banki tapar 2,5 milljörðum á 3. ársfjórðungi Eik Banki skilaði tapi upp á 100 milljónir danskra kr. eða tæpum 2,5 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Í tilkynningu um uppgjörið segir að samhliða þessu tapi hafi bankinn endurmetið væntingar sínar til ársins í heild og reiknar mú með tapi upp á 150 milljónir danskra kr. 30.10.2009 12:28 Kröfur í þrotabú Landsbankans streyma inn í sendibílavís Kröfur í þrotabú Gamla Landsbankans berast nú slitastjórn bankans í sendibílavís. Kröfulýsingarfrestur í þrotabúið rennur út á miðnætti. Ætla má að það taki slitastjórnina um þjár vikur að taka afstöðu til krafna, en opinn kröfuhafafundur verður haldinn 23. nóvember. 30.10.2009 12:05 Leita hluthafa að Högum erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda skuldbatt sig til að koma með milljarða í nýju hlutafé inn í móðurfélag Haga þegar sjö milljarða lán smásölurisans var endurfjarmagnað nú fyrr í mánuðinum. Heimildir fréttastofu herma að Jón Ásgeir leiti nýrra hluthafa erlendis. 30.10.2009 12:00 Afleiður eru þriðjungur af eignum Kaupþings Heildareignir Kaupþings banka, að teknu tilliti til veðsettra eigna og forgangskrafna, voru metnar á 775 milljarða kr. þann 30/6 2009. Af þeim eignum voru afleiðusamningar metnir á 246 milljarða kr. eða um þriðjungur en á móti þeim hafa mótaðilar lagt að veði reiðufé og aðrar tryggingar að fjárhæð 143 milljarðar kr. 30.10.2009 11:52 Almenningur væntir 10% verðbólgu eftir ár Almenningur væntir þess að verðbólgan verði í 10% eftir tólf mánuði samkvæmt könnun sem Seðlabankinn lét gera í síðasta mánuði en niðurstöðurnar birti bankinn í gær. Þegar könnunin var gerð var verðbólgan 10,8% en nú er hún 9,7%. 30.10.2009 11:22 Bandarískir verðbréfsalar meðal hæstu skattgreiðenda í Reykjavík Nafn Fluke Finance Co ehf. vekur athygli á lista Skattstjórans í Reykjavík yfir 10 stærstu greiðendur opinberra gjalda lögaðila í borginni. Fluke er verðbréfamiðlun í eigu bandarískra manna og er dótturfélag Fluke International Corp. Opinber gjöld Fluke nema tæpum 530 milljónum kr. og er þar um fjármagnstekjuskatt að ræða. 30.10.2009 11:11 640 milljóna króna launakrafa þingfest Mál Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingarbanka, gegn bankanum var þingfest í morgun. Málið snýst um 640 milljóna króna launakröfu sem Fall telur sig eiga á hendur bankanum. 30.10.2009 10:28 Markaðsverðbréf rýrnuðu um 3,3 milljarða í september Staða markaðsskuldabréfa í lok september 2009 nam 1.527 milljörðum kr. og lækkaði um 3,3 milljarða kr. í mánuðinum, samanborið við hækkun upp á 13,4 ma.kr. í mánuðinum á undan. 30.10.2009 09:55 Góður gangur í framkvæmdum út á Granda Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf við ýmis verkefni við grjótröðun og frágang hafnarkanta á Slippasvæðinu, frágangur á undirstöðum fyrir göngubrautir við sjó og bygging á útivistar- og setpöllum við Grandagarð 8. 30.10.2009 09:50 Rekstri Verðbréfunar hætt, NBI kaupir skuldabréfin Stjórn Verðbréfunar hf. hefur leitað til eiganda félagsins um að rekstri Verðbréfunar hf. verði hætt. Sú ákvörðun hefur verið staðfest af NBI hf.(Nýji Landsbankinn). Ákveðið hefur verið að NBI hf. kaupi útistandandi skuldabréf Verðbréfunar hf. á sama verði og uppgreiðsluvirði safnbréfa félagsins. 30.10.2009 09:36 Alcan á Íslandi greiddi hæstu gjöldin á Reykjanesi Álfyrirtækið Alcan á Íslandi greiddi hæstu opinberu gjöld allra lögaðila á Reykjanesi árið 2008 samkvæmt upplýsingum frá skattstjóra Reykjanesskjördæmis. Alcan greiddi alls tæpar 985 milljónir. Kópavogsbær greiddi næstmest opinber gjöld eða tæpar 364 milljónir. Fjöldi á skattgrunnskrá lögaðila er 9.561. Á félög og aðra lögaðila nemur álagningin alls rúmum 16 milljörðum króna en á árinu 2008 nam hún um 17, 6 milljörðum. Lækkun álagningar er því 7,75%. 30.10.2009 09:26 Árborg greiðir hæstu gjöldin á Suðurlandi Sveitarfélagið Árborg greiðir hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi vegna tekjuársins 2008 samkvæmt álagningu skattstjóra 30. október 2009. Næst hæstu gjöldin greiðir JÁVERK ehf., en þeir greiða rétt tæpar 42 milljónir í opinber gjöld. 30.10.2009 09:24 Exista Trading greiðir hæstu skatta félaga í borginni Exista Trading ehf. greiðir hæstu opinber gjöld félaga í Reykjavík í ár eða rúmlega 1,5 milljarð kr. Hæsti greiðandi opinberra gjalda í borginni er ríkissjóður með gjöld upp á 6,1 milljarð kr. 30.10.2009 09:24 Vöruskiptin orðin 108,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu níu mánuði ársins var 108,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra . Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 43,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 40,6 milljarða króna. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um 3,1 milljarð króna. Í september 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 9,7 milljarða króna á sama gengi. 30.10.2009 09:05 Fær Kaupþing Bónus? Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu. 29.10.2009 18:36 Segir Ísland ráða við erlendar skuldir sínar Ef ekki væri fyrir gjaldeyrishöftin þyrftu stýrivextir líklega að vera 40-50%, segir Mark Flanagan, verkefnisstjóri hjá AGS. Hann telur að Ísland ráði við erlendar skuldir sínar, sem jafngilda þrefaldri landsframleiðslu. 29.10.2009 19:04 Hagsjá: Engin þörf á nýbyggingum íbúða næsta ár í borginni Niðurstöður nýrrar skýrslu sem hagfræðideild Landsbankans hefur gert um fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu sýnir að engin þörf er á nýbyggingu íbúða á svæðinu á næsta ári. Raunar er ekki mikil þörf fyrir slíkt heldur árið 2011. 29.10.2009 14:38 Radisson SAS 1919 Hótel hlýtur tvær viðurkenningar Radisson SAS 1919 Hótel hefur hlotið viðurkenningu sem Leiðandi Hótelið á Íslandi 2009 af World Travel Awards. Þetta er þriðja árið í röð sem hótelið fær þessa virðulegu nafnbót. Nýlega komst hótelið einnig á lista CNBC Business yfir 25 bestu viðskiptahótel í Evrópu. 29.10.2009 14:15 Greining: Ólíklegt að lánshæfismatið á ríkissjóði lækki Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að alþjóðleg matsfyrirtæki muni lækka lánshæfismatið á ríkissjóði frekar en orðið er. Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I. 29.10.2009 12:14 Ætla ekki að innheimta ofurlán hjá börnum Dæmi eru um að Glitnir hafi veitt börnum há lán til stofnfjárkaupa í Byr sparisjóði. Tólf ára barn fékk slíkt lán upp á sex milljónir króna. Tugir stofnfjáreigenda undirbúa málsókn á hendur Íslandsbanka vegna lánanna. 29.10.2009 12:11 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29.10.2009 12:05 Telur að stýrivextir lækki um 0,5 til 1 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd ákveði að lækka vexti bankans þann 5. nóvember næstkomandi. Reiknar greiningin með því að lækkunin verði með þeim hætti að vextir í sjö daga veðlánum til innlánsstofnana verði lækkaðir um 0,5 til 1,0 prósentu, þ.e. úr 12% niður í 11,0-11,5%. Þetta eru þeir vextir sem undir venjulegum kringumstæðum teljast stýrivextir bankans. 29.10.2009 11:57 ICEQ verðbréfasjóði slitið og eignir greiddar út Rekstrarfélag Kaupþings banka hf., rekstraraðili ICEQ verðbréfasjóðs, hefur slitið sjóðnum og greitt andvirði eigna sjóðsins til eigenda hlutdeildarskírteina hans. Lokagengi sjóðsins er 90,8 kr. á hlut. Slit sjóðsins miðast við 1. nóvember 2009, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 29.10.2009 10:52 Landsnet útvegar 5 milljarða með skuldabréfaútgáfu Landsnet hefur nýlokið útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 5 milljarða króna. Um er að ræða fyrstu útgáfu fyrirtækisins á innlendum skuldabréfamarkaði og voru bréfin seld til lífeyrissjóða. 29.10.2009 10:29 AGS: Skilyrði að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum Það er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að skilyrði séu nú að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Murilo Portugal aðstoðarforstjóra AGS sem gefin var út í trengslum við endurskoðun sjóðsins á áætlun hans og íslenskra stjórnvalda sem samþykkt var í gærdag. 29.10.2009 09:31 Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2,7% Vísitala framleiðsluverðs í september 2009 var 186,5 stig og hækkaði um 2,7% frá ágúst 2009. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 29.10.2009 09:04 Eva Joly: Fyrstu málaferlin í árslok 2010 Eva Joly segir ólíklegt að fyrstu málaferlin í kjölfar rannsókna sérstaks saksóknara á bankahruninu muni líta dagsins ljós fyrr en í árslok 2010. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðsins Financial Times um Ólaf Hauksson sérstakann saksóknara í bankahrunsmálum. 29.10.2009 08:34 Sjá næstu 50 fréttir
Nokkrir mikilvægir hagvísar birtir í vikunni Nokkrir mikilvægir hagvísar verða birtir nú í vikunni auk þess sem peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun taka ákvörðun um stýrivexti næstkomandi fimmtudag. 2.11.2009 10:52
Fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög sektuð af FME Fjármálaeftirlitð (FME) hefur sektað fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög vegna brota gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í öllum tilvikum er um að ræða að viðkomandi skilaði listum yfir frumherja og fjárhagslega tengda aðila mörgum mánuðum of seint. 2.11.2009 08:24
Exista stefnt vegna 19 milljarða lánasamnings Exista hefur borist stefna frá HOLT Funding 2008-1 Limited hf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félaginu samtals tæplega 19 milljarða króna vegna lánssamnings sem upphaflega var gerður við Íslandsbanka hf. (síðar Glitnir banki hf.). 2.11.2009 07:51
Lífeyrissjóðir semja um nýbyggingar Landspítalans Fulltrúar lífeyrissjóða, Landspítalans og heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta munu á miðvikudag skrifa undir samning um fjármögnun nýbygginga Landspítalans við Hringbraut. 2.11.2009 00:01
Kaupþing eignist 40% í Högum Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu. 1.11.2009 18:30
Íslensk fyrirtæki verðlaunuð í Karabíahafinu Viðburðafyrirtækið Practical og hótelið Hilton Reykjavik Nordica hlutu í gær, hin virtu CRYSTAL-verðlaun sameiginlega með bandaríska fyrirtækinu Harith Productions. Verðlaunin voru veitt á Karabíahafseyjunni Arúba og tóku Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, og Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Nordica við þeim fyrir hönd sinna fyrirtækja. 1.11.2009 16:00
Get ekki samþykkt frumvarp um Icesave Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segist ekki geta samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar í icesavemálinu. Hún segist hinsvegar styðja ríkisstjórnina en frumvarpið sé einhliða. Lilja var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag. 1.11.2009 13:04
Reyna að semja um krónubréfin Seðlabanki Íslands á í samningaviðræðum við Seðlabankann í Lúxemborg, sem er óbeint stærsti erlendi eigandi krónubréfa, um lausn á krónubréfavandanum. Seðlabankastjóri segir að reynt verði að afnema gjaldeyrishöftin eins hratt og mögulegt sé, án þess að taka of mikla áhættu með gengi krónunnar. 31.10.2009 18:20
Þjóðin ber kostnaðinn af brotum á gjaldeyrislögum Seðlabankinn hefur sent yfir tuttugu mál er varða brot á gjaldeyrislögum til Fjármálaeftirlitsins og eru mun fleiri slík mál í rannsókn hjá bankanum. Um er að ræða gríðarlegan hagnað hjá þeim sem brotin fremja, og ber íslenska þjóðin kostnaðinn á móti, segir seðlabankastjóri. 31.10.2009 13:34
Gagnrýnir stofnfjáraukningu Byrs Bankastjóri Íslandsbanka gagnrýnir hvernig stjórn Byrs setti stofnfjáreigendum afarkosti í stofnfjáraukningu sparisjóðsins fyrir tveimur árum. Þeir sem ekki hefðu tekið þátt í því áttu það á hættu að missa hlut sinn í sjóðnum. 31.10.2009 12:00
Næsta skref er aflétting á útstreymi gjaldeyris Seðlabankinn hefur stigið fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta, en innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga er nú heimilað. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Seðlabankanum í morgun. 31.10.2009 11:52
Fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta Seðlabanki Íslands hefur stigið fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta með því að heimila innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga og útstreymi gjaldeyris sem kann að leiða af því í framtíðinni. Þetta þýðir að fjárfestar fá heimild án takmarkana til þess að skipta aftur í erlendan gjaldeyri söluandvirði eigna sem þeir fjárfesta í eftir 1. nóvember 2009. Fyrir höfðu erlendir aðilar fulla heimild til gjaldeyrisyfirfærslna vegna vaxtatekna og arðs af fjárfestingum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands nú í morgun. 31.10.2009 10:06
Ekki lengur hægt að lýsa kröfum í þrotabúið Frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabú Landsbankans rann út á miðnætti. Ætla má að það taki slitastjórnina um þjár vikur að taka afstöðu til krafna, en opinn kröfuhafafundur verður haldinn 23. nóvember. 31.10.2009 09:18
Tími afskrifta fram undan Eik Banki tapaði hundrað milljónum danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæpum 2,5 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam tapið 33 milljónum danskra króna. 31.10.2009 04:00
Fresta ákvörðun um Nýja Kaupþing Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefndarinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember. 30.10.2009 18:54
Hæstu skattgreiðendur af ólíklegasta tagi Ríki, sveitarfélög, álbræðslur, bandarískir verðbréfasalar og dótturfélög nær gjaldþrota Exista greiða hæstu skatta lögaðila á þessu ári. Hæstu skattgreiðendur í umdæmum landsins eru af ólíklegasta tagi, þannig ratar dúkkulísufyrirtæki bókasafnsfræðings frá Ísafirði inn á topp tíu listann á Vestfjörðum. 30.10.2009 19:09
Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30.10.2009 15:09
Stjórnvöld sögð pissa í skó lántakenda Stjórnvöld eru að pissa í skóinn hjá lántakendum, að mati Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík sem varar almenning við því að taka boði stjórnvalda um lægri greiðslubyrði. Á endanum muni fólk greiða meira til baka af lánum sínum en ef þau héldust óbreytt. 30.10.2009 13:38
Eik Banki tapar 2,5 milljörðum á 3. ársfjórðungi Eik Banki skilaði tapi upp á 100 milljónir danskra kr. eða tæpum 2,5 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Í tilkynningu um uppgjörið segir að samhliða þessu tapi hafi bankinn endurmetið væntingar sínar til ársins í heild og reiknar mú með tapi upp á 150 milljónir danskra kr. 30.10.2009 12:28
Kröfur í þrotabú Landsbankans streyma inn í sendibílavís Kröfur í þrotabú Gamla Landsbankans berast nú slitastjórn bankans í sendibílavís. Kröfulýsingarfrestur í þrotabúið rennur út á miðnætti. Ætla má að það taki slitastjórnina um þjár vikur að taka afstöðu til krafna, en opinn kröfuhafafundur verður haldinn 23. nóvember. 30.10.2009 12:05
Leita hluthafa að Högum erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda skuldbatt sig til að koma með milljarða í nýju hlutafé inn í móðurfélag Haga þegar sjö milljarða lán smásölurisans var endurfjarmagnað nú fyrr í mánuðinum. Heimildir fréttastofu herma að Jón Ásgeir leiti nýrra hluthafa erlendis. 30.10.2009 12:00
Afleiður eru þriðjungur af eignum Kaupþings Heildareignir Kaupþings banka, að teknu tilliti til veðsettra eigna og forgangskrafna, voru metnar á 775 milljarða kr. þann 30/6 2009. Af þeim eignum voru afleiðusamningar metnir á 246 milljarða kr. eða um þriðjungur en á móti þeim hafa mótaðilar lagt að veði reiðufé og aðrar tryggingar að fjárhæð 143 milljarðar kr. 30.10.2009 11:52
Almenningur væntir 10% verðbólgu eftir ár Almenningur væntir þess að verðbólgan verði í 10% eftir tólf mánuði samkvæmt könnun sem Seðlabankinn lét gera í síðasta mánuði en niðurstöðurnar birti bankinn í gær. Þegar könnunin var gerð var verðbólgan 10,8% en nú er hún 9,7%. 30.10.2009 11:22
Bandarískir verðbréfsalar meðal hæstu skattgreiðenda í Reykjavík Nafn Fluke Finance Co ehf. vekur athygli á lista Skattstjórans í Reykjavík yfir 10 stærstu greiðendur opinberra gjalda lögaðila í borginni. Fluke er verðbréfamiðlun í eigu bandarískra manna og er dótturfélag Fluke International Corp. Opinber gjöld Fluke nema tæpum 530 milljónum kr. og er þar um fjármagnstekjuskatt að ræða. 30.10.2009 11:11
640 milljóna króna launakrafa þingfest Mál Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingarbanka, gegn bankanum var þingfest í morgun. Málið snýst um 640 milljóna króna launakröfu sem Fall telur sig eiga á hendur bankanum. 30.10.2009 10:28
Markaðsverðbréf rýrnuðu um 3,3 milljarða í september Staða markaðsskuldabréfa í lok september 2009 nam 1.527 milljörðum kr. og lækkaði um 3,3 milljarða kr. í mánuðinum, samanborið við hækkun upp á 13,4 ma.kr. í mánuðinum á undan. 30.10.2009 09:55
Góður gangur í framkvæmdum út á Granda Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf við ýmis verkefni við grjótröðun og frágang hafnarkanta á Slippasvæðinu, frágangur á undirstöðum fyrir göngubrautir við sjó og bygging á útivistar- og setpöllum við Grandagarð 8. 30.10.2009 09:50
Rekstri Verðbréfunar hætt, NBI kaupir skuldabréfin Stjórn Verðbréfunar hf. hefur leitað til eiganda félagsins um að rekstri Verðbréfunar hf. verði hætt. Sú ákvörðun hefur verið staðfest af NBI hf.(Nýji Landsbankinn). Ákveðið hefur verið að NBI hf. kaupi útistandandi skuldabréf Verðbréfunar hf. á sama verði og uppgreiðsluvirði safnbréfa félagsins. 30.10.2009 09:36
Alcan á Íslandi greiddi hæstu gjöldin á Reykjanesi Álfyrirtækið Alcan á Íslandi greiddi hæstu opinberu gjöld allra lögaðila á Reykjanesi árið 2008 samkvæmt upplýsingum frá skattstjóra Reykjanesskjördæmis. Alcan greiddi alls tæpar 985 milljónir. Kópavogsbær greiddi næstmest opinber gjöld eða tæpar 364 milljónir. Fjöldi á skattgrunnskrá lögaðila er 9.561. Á félög og aðra lögaðila nemur álagningin alls rúmum 16 milljörðum króna en á árinu 2008 nam hún um 17, 6 milljörðum. Lækkun álagningar er því 7,75%. 30.10.2009 09:26
Árborg greiðir hæstu gjöldin á Suðurlandi Sveitarfélagið Árborg greiðir hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi vegna tekjuársins 2008 samkvæmt álagningu skattstjóra 30. október 2009. Næst hæstu gjöldin greiðir JÁVERK ehf., en þeir greiða rétt tæpar 42 milljónir í opinber gjöld. 30.10.2009 09:24
Exista Trading greiðir hæstu skatta félaga í borginni Exista Trading ehf. greiðir hæstu opinber gjöld félaga í Reykjavík í ár eða rúmlega 1,5 milljarð kr. Hæsti greiðandi opinberra gjalda í borginni er ríkissjóður með gjöld upp á 6,1 milljarð kr. 30.10.2009 09:24
Vöruskiptin orðin 108,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu níu mánuði ársins var 108,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra . Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 43,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 40,6 milljarða króna. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um 3,1 milljarð króna. Í september 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 9,7 milljarða króna á sama gengi. 30.10.2009 09:05
Fær Kaupþing Bónus? Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu. 29.10.2009 18:36
Segir Ísland ráða við erlendar skuldir sínar Ef ekki væri fyrir gjaldeyrishöftin þyrftu stýrivextir líklega að vera 40-50%, segir Mark Flanagan, verkefnisstjóri hjá AGS. Hann telur að Ísland ráði við erlendar skuldir sínar, sem jafngilda þrefaldri landsframleiðslu. 29.10.2009 19:04
Hagsjá: Engin þörf á nýbyggingum íbúða næsta ár í borginni Niðurstöður nýrrar skýrslu sem hagfræðideild Landsbankans hefur gert um fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu sýnir að engin þörf er á nýbyggingu íbúða á svæðinu á næsta ári. Raunar er ekki mikil þörf fyrir slíkt heldur árið 2011. 29.10.2009 14:38
Radisson SAS 1919 Hótel hlýtur tvær viðurkenningar Radisson SAS 1919 Hótel hefur hlotið viðurkenningu sem Leiðandi Hótelið á Íslandi 2009 af World Travel Awards. Þetta er þriðja árið í röð sem hótelið fær þessa virðulegu nafnbót. Nýlega komst hótelið einnig á lista CNBC Business yfir 25 bestu viðskiptahótel í Evrópu. 29.10.2009 14:15
Greining: Ólíklegt að lánshæfismatið á ríkissjóði lækki Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að alþjóðleg matsfyrirtæki muni lækka lánshæfismatið á ríkissjóði frekar en orðið er. Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I. 29.10.2009 12:14
Ætla ekki að innheimta ofurlán hjá börnum Dæmi eru um að Glitnir hafi veitt börnum há lán til stofnfjárkaupa í Byr sparisjóði. Tólf ára barn fékk slíkt lán upp á sex milljónir króna. Tugir stofnfjáreigenda undirbúa málsókn á hendur Íslandsbanka vegna lánanna. 29.10.2009 12:11
Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29.10.2009 12:05
Telur að stýrivextir lækki um 0,5 til 1 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd ákveði að lækka vexti bankans þann 5. nóvember næstkomandi. Reiknar greiningin með því að lækkunin verði með þeim hætti að vextir í sjö daga veðlánum til innlánsstofnana verði lækkaðir um 0,5 til 1,0 prósentu, þ.e. úr 12% niður í 11,0-11,5%. Þetta eru þeir vextir sem undir venjulegum kringumstæðum teljast stýrivextir bankans. 29.10.2009 11:57
ICEQ verðbréfasjóði slitið og eignir greiddar út Rekstrarfélag Kaupþings banka hf., rekstraraðili ICEQ verðbréfasjóðs, hefur slitið sjóðnum og greitt andvirði eigna sjóðsins til eigenda hlutdeildarskírteina hans. Lokagengi sjóðsins er 90,8 kr. á hlut. Slit sjóðsins miðast við 1. nóvember 2009, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 29.10.2009 10:52
Landsnet útvegar 5 milljarða með skuldabréfaútgáfu Landsnet hefur nýlokið útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 5 milljarða króna. Um er að ræða fyrstu útgáfu fyrirtækisins á innlendum skuldabréfamarkaði og voru bréfin seld til lífeyrissjóða. 29.10.2009 10:29
AGS: Skilyrði að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum Það er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að skilyrði séu nú að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Murilo Portugal aðstoðarforstjóra AGS sem gefin var út í trengslum við endurskoðun sjóðsins á áætlun hans og íslenskra stjórnvalda sem samþykkt var í gærdag. 29.10.2009 09:31
Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2,7% Vísitala framleiðsluverðs í september 2009 var 186,5 stig og hækkaði um 2,7% frá ágúst 2009. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 29.10.2009 09:04
Eva Joly: Fyrstu málaferlin í árslok 2010 Eva Joly segir ólíklegt að fyrstu málaferlin í kjölfar rannsókna sérstaks saksóknara á bankahruninu muni líta dagsins ljós fyrr en í árslok 2010. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðsins Financial Times um Ólaf Hauksson sérstakann saksóknara í bankahrunsmálum. 29.10.2009 08:34
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent