Viðskipti innlent

Vísbendingar um jákvæðan þjónustujöfnuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þróun greiðslukortaveltu bendir til að talsverður afgangur muni reynast af þjónustujöfnuði á þriðja fjórðungi þessa árs. Sá afgangur gæti orðið sá mesti frá því að Seðlabankinn hóf að taka saman ársfjórðungslegar greiðslujafnaðartölur árið 1990. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Greining segir að frá því að Seðlabankinn hóf að taka saman tölur um kortaveltu erlendra aðila í september 2002 og fram til maí 2009 hafi erlend velta Íslendinga ávallt verið meiri í hverjum mánuði en kortanotkun erlendra gesta hérlendis. Í júní, júlí og ágúst á þessu ári hafi dæmið hins vegar snúist við og kortanotkun útlendinga hér á landi verið mun meiri en kortanotkun Íslendinga erlendis. Í september hafi kortanotkun Íslendinga á erlendri grundu hins vegar verið meiri en kortanotkun útlendinga hér á landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×