Viðskipti innlent

AGS: Innistæðuskuldbindingar 325 milljörðum minni en áður

Erlendar skuldbindingar vegna innistæðna í íslensku bönkunum í útlöndum eru nú 2,6 milljörðum dollara, eða um 325 milljörðum kr., minni en áður var talið. Þetta kemur fram í vinnuskýrslu starfshóps um málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS).

Samkvæmt skýrslunni voru skuldirnar taldar nema 8,2 milljörðum dollara í upphafi en eru nú taldar nema 5,6 milljörðum dollara eða um 700 milljörðum kr. Sumar af þessum skuldbindingum hafa verið greiddar upp eins og til dæmis í Þýskalandi (Edge) auk þess sem í upphafi var lagt varfærið mat á þær innistæður nutu trygginga.

Eignir erlendra aðila í íslenskum krónum voru 1,9 milljörðum dollara eða tæplega 240 milljörðum kr., hærri en áður var talið. Þessi aukaupphæð skiptist á milli skuldabréfa Seðlabankans, ríkisbréfa og Euroclear/Clearstream reikninga sem Seðlabankinn hefur tekið yfir.

Fram kemur að skuldir bankageirans nemi 5 milljörðum dollara eða 42% af landsframleiðslu en skuldir einkageirans 6,7 milljörðum dollara eða 56% af landsframleiðslu.

Í skýrslunni segir að í upphaflegu áætlun AGS og íslenskra stjórnvalda hafi verið gert ráð fyrir að allar erlendar skuldir bankanna yrði afgreiddar og afskrifaðar í gjaldþrotameðferð. Hinsvegar gefi nýjar upplýsingar í skyn að erlendir kröfuhafar gömlu bankanna muni endurheimta 1,5 milljarða dollara í gegnum skiptinguna á milli gömlu og nýju bankanna. Og að endurheimtast muni 1,3 milljarðar dollara af innstæðum og fjárfestingum gömlu bankanna.

Þar að auki séu nú innistæður lögaðila utan Íslands í bönkunum teknar með í tölur um erlendar skuldir. Þær nema 2,2 milljörðum dollara, þar af 1,6 milljarður dollara í krónum og 0,6 milljarður dollara á gjaldeyrisreikningum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×