Viðskipti innlent

Stofnfjáreigendur í mál við Glitni

Helga Arnardóttir. skrifar

Rúmlega hundrað og tuttugu stofnfjárhafar í BYR hyggjast leita réttar síns gagnvart Íslandsbanka vegna lána sem bankinn veitti þeim til kaupa á hlut í stofnfjáraukningu Byrs fyrir tveimur árum. Lögmaður eins hópsins segir alla hafa staðið í þeirri trú að engar persónulegar ábyrgðir væru á lánum.

Fjöldi stofnfjárhafa tók lán hjá Glitni í stofnfjáraukningu Byrs í desember 2007, meðal annars þau 10 börn sem hafa verið til umfjöllunar. Íslandsbanki hefur nú lýst því yfir að barnalánin verði ekki innnheimt.

Hins vegar þeir stofnfjáreigendur átján ára og eldri sem tóku lánin sitja nú uppi með þau og nema sum hver tugum milljóna króna. Þau verða innheimt á næsta ári. Rúmlega hundrað og tuttugu stofnfjárhafar hafa nú leitað réttar síns vegna málsins.

Hróbjartur Jónatansson lögmaður annast mál rúmlega tuttugu manns og Lögmannsstofan lex sér um mál fyrir um hundrað stofnfjárhafa. Ásgeir Helgi Jóhannsson er lögmaður á lex.

Þeir stofnfjárhafar sem fréttastofa náði tali af í dag óttast um stöðu sína og segja að útboðið hafi verið kynnt þannig að bréfin ein stæðu sem trygging fyrir greiðslu.

Lántakan fæli ekki í sér persónulega ábyrgð. Ásgeir segir of snemmt að segja hvernig brugðist verði við þessu máli nú séu viðræður í gangi. Hann segir hins vegar ljóst að barnalánin hafi verið ólögmæt og vinda þurfi ofan af þeim gjörningum gagnvart Íslandsbanka og Byr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×