Viðskipti innlent

Gjaldeyrisreikningar minnka um 16 milljarða

Staða á gjaldeyrisreikningum í innlánsstofnunum var í september 152 milljarða kr. samanborið við 168 milljarða kr. í ágúst og lækkaði hún því um tæp 10% á milli mánaða samkvæmt bráðabirgðatölum frá Seðlabankanum. Gengi krónunnar var á sama tímabili tiltölulega stöðugt og útskýrir því ekki þessa breytingu.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá áramótum hefur staða gjaldeyrisreikninga hækkað jafnt og þétt en skýra má þá breytingu að miklu leyti með þróun á gengi krónunnar.

Eins og er eru vextir á gjaldeyrisreikningum afar lágir, sérstaklega miðað við reikninga í íslenskum krónum, og kann það að hafa áhrif á vilja fólks til þess að geyma fé sitt á gjaldeyrisreikningum.

„Sé þetta skýringin má búast við að peningastefnunefnd Seðlabankans verði ánægð með þróunina á fundum sínum í vikunni þar sem þetta er einn mælikvarðinn sem hún fylgist með við vaxtaákvarðanir," segir í Hagsjánni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×