Viðskipti innlent

AGS: 620 milljarða reikningur verði neyðarlögum hnekkt

Í skýrslu AGS er fjallað um ýmsa áhættuþætti í íslensku efnahagslífi. Meðal annars er sagt að hætta sé á 620 milljarða kr. aukareikningi á íslenska ríkið ef neyðarlögunum verði hnekkt fyrir dómi.

 

Í skýrslunni segir að með því að fylgja efnahagsáætlun sjóðsins í hvívetna sé hins vegar hægt að draga úr þeim áhættuþáttum.

 

Ófullnægjandi skuldastjórnun samhliða of hraðri afléttingu gjaldeyrishafta gæti valdið fjármögnunarerfiðleikum fyrir ríkissjóð. Eitt af því sem sjóðurinn hefur hvað mestar áhyggjur af er neyðarlögin.

 

Ef til þess kemur að dómstóll verði látinn skera úr um gildi neyðarlaganna og í ljós kemur að neyðarlögin standast ekki myndi það þýða 5 milljarða dollara, jafnvirði um 620 milljarða, reikning fyrir ríkissjóð. Það myndi auka skuldir um 40% af landsframleiðslu og skapa erfiðleika fyrir Ísland að standa undir skuldunum.










Tengdar fréttir

AGS: Stjórnvöld tilbúin að herða peningastefnuna

Í minnisblaði íslenskra stjórnvalda til framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að stjórnvöld segjast munu halda áfram að fylgjast með gengisstöðugleika og séu tilbúin til að herða enn frekar á peningastefnunni ef þörf krefur.

AGS: Innistæðuskuldbindingar 325 milljörðum minni en áður

Erlendar skuldbindingar vegna innistæðna í íslensku bönkunum í útlöndum eru nú 2,6 milljörðum dollara, eða um 325 milljörðum kr., minni en áður var talið. Þetta kemur fram í vinnuskýrslu starfshóps um málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS).

AGS: Seðlabankinn gagnrýndur fyrir of hraða vaxtalækkun

Í vinnuskýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram gagnrýni á Seðlabankann fyrir að hafa farið of hratt í stýrivaxtalækkanir á árinu. Stýrivextirnir hafa lækkað um 6 prósentustig frá áramótum.

AGS: Skuldastaða Íslands áhyggjuefni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins nái hámarki í 310% af landsframleiðslu á þessu ári. Í skýrslunni segir: „Miklar skuldir hins opinbera og erlendar skuldir Íslands eru áhyggjuefni, en samkvæmt greiningu starfsmanna sjóðsins munu skuldirnar lækka ef efnahagsáætluninni er fylgt".

AGS: Skattahækkanir auka verðbólguna

Vegna skattahækkana og veikingar krónunnar á þessu ári verður verðbólga líklega hærri á þessu ári en áður var gert ráð fyrir, eða 7%.

AGS: Endurhanna og afskrifa þarf 66% af fyrirtækjalánum

Samkvæmt innri endurskoðun bankanna þriggja þarf að endurhanna eða afskrifa um 66% af fyrirtækjalánunum á bókum þeirra. Þetta er eitt af því sem fram kemur í vinnuskýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um málefni Íslands hjá sjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×