BILLY-vísitalan kemur í staðinn fyrir Big Mac vísitöluna 3. nóvember 2009 07:50 Í kjölfar lokunar McDonald's hamborgarastaðanna á Íslandi hafa vaknað spurningar um hvernig hægt verði að bera saman verðlag á milli Íslands og annarra landa. Lausnin er einföld. Hægt verður að nota svokallaða BILLY-vísitölu en hún byggir á verði samnefndra bókahilla sem IKEA framleiðir og seldar eru í 30 löndum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að eins og kunnugt er hefur tímaritið The Economist birt Big Mac vísitölu sína árlega frá árinu 1986 til að meta kaupmáttarjafnvægi gjaldmiðla og hefur íslenski Big Mac borgarinn jafnan skorað býsna hátt í könnunum, þ.e. hann verið hlutfallslega dýr samanborið við önnur lönd. Á dögunum birtist í á vef Bloomberg fréttaveitunnar samanburður á verði bókahilla framleiddum af IKEA sem heita BILLY. Hillurnar hafa verið framleiddar í 30 ár og eru til í IKEA verslunum um allan heim. Í samanburðinum sem birtist kom í ljós að Billy bókahillan er tæplega 10% ódýrari á Íslandi, en hún er að meðaltali í þeim löndum sem könnunin náði yfir. Minnst kostar hún í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eða jafnvirði 47,6 Bandaríkjadala en dýrust er hún í Ísrael og kostar hún jafnvirði 103,5 Bandaríkjadala. Hillan kostaði jafnvirði 54,9 Bandaríkjadala á Íslandi þegar verðkönnunin fór fram. Verðunum var safnað á tímabilinu 5-7. september sl. en miðað var við meðalgengi Bandaríkjadals síðustu 30 daga til og með 9. september. Myndin er því talsvert önnur þegar kemur að hillunum samanborið við hamborgarana. Þegar Economist birti Big Mac vísitölu sína í sumar var borgarinn sá fimmti dýrasti af þeim löndum sem skoðuð voru. Samkvæmt útreikningum Economist frá því í sumar ætti Bandaríkjadalurinn að kosta 179 kr. til að kaupmáttarjafnvægi á Big Mac hamborgara héldist, en hann ætti að kosta 116 kr. til að kaupmáttarjafnvægi á BILLY bókahillum héldist á milli Íslands og Bandaríkjanna. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Í kjölfar lokunar McDonald's hamborgarastaðanna á Íslandi hafa vaknað spurningar um hvernig hægt verði að bera saman verðlag á milli Íslands og annarra landa. Lausnin er einföld. Hægt verður að nota svokallaða BILLY-vísitölu en hún byggir á verði samnefndra bókahilla sem IKEA framleiðir og seldar eru í 30 löndum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að eins og kunnugt er hefur tímaritið The Economist birt Big Mac vísitölu sína árlega frá árinu 1986 til að meta kaupmáttarjafnvægi gjaldmiðla og hefur íslenski Big Mac borgarinn jafnan skorað býsna hátt í könnunum, þ.e. hann verið hlutfallslega dýr samanborið við önnur lönd. Á dögunum birtist í á vef Bloomberg fréttaveitunnar samanburður á verði bókahilla framleiddum af IKEA sem heita BILLY. Hillurnar hafa verið framleiddar í 30 ár og eru til í IKEA verslunum um allan heim. Í samanburðinum sem birtist kom í ljós að Billy bókahillan er tæplega 10% ódýrari á Íslandi, en hún er að meðaltali í þeim löndum sem könnunin náði yfir. Minnst kostar hún í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eða jafnvirði 47,6 Bandaríkjadala en dýrust er hún í Ísrael og kostar hún jafnvirði 103,5 Bandaríkjadala. Hillan kostaði jafnvirði 54,9 Bandaríkjadala á Íslandi þegar verðkönnunin fór fram. Verðunum var safnað á tímabilinu 5-7. september sl. en miðað var við meðalgengi Bandaríkjadals síðustu 30 daga til og með 9. september. Myndin er því talsvert önnur þegar kemur að hillunum samanborið við hamborgarana. Þegar Economist birti Big Mac vísitölu sína í sumar var borgarinn sá fimmti dýrasti af þeim löndum sem skoðuð voru. Samkvæmt útreikningum Economist frá því í sumar ætti Bandaríkjadalurinn að kosta 179 kr. til að kaupmáttarjafnvægi á Big Mac hamborgara héldist, en hann ætti að kosta 116 kr. til að kaupmáttarjafnvægi á BILLY bókahillum héldist á milli Íslands og Bandaríkjanna.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira