Fékk hugmyndina í námsferð í Indónesíu Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 4. nóvember 2009 06:00 Sigríður B. Þormar Rekur verslunina Lítil í upphafi samliða doktorsnámi í áfallasálfræði.Fréttablaðið/GVA Sigríður B. Þormar fékk hugmyndina að versluninni sem hún rekur, Lítil í upphafi, þegar hún var stödd í Indónesíu haustið 2006. Hún var ekki þar í erindagjörðum kaupsýslumanns heldur var hún þar vegna doktorsverkefnis síns í áfallasálfræði sem gengur út á að rannsaka hvaða áhrif starf á vettvangi hefur á sjálfboðaliða Rauða krossins. Vorið 2006 varð snarpur jarðskjálfti í Indónesíu, mörg þúsund manns létust og mörg hundruð þúsund slösuðust, meðal annars misstu mörg börn hendur og fætur. Sjálfboðaliðar sem unnu að rústabjörgun og fleiri verkefnum í kjölfar skjálftans skiptu hundruðum og doktorsverkefni Sigríðar er að rannsaka áhrif starfsins á sjálfboðaliðana sem að stórum hluta eru nemendur því þeir geta oft brugðist við með stuttum fyrirvara. „Í þessari ferð heyrði ég af endurhæfingarstöð sem hefur það að markmiði að endurhæfa börn sem hafa misst hendur og fætur. Sum þeirra koma í kjölfar skjálftans. Mikið atvinnuleysi er í Indónesíu og fatlaðir fá oft enga vinnu. Markmið stöðvarinnar er því að endurhæfa fötluð börn þannig að þau geti verið virkir og sjálfstæðir fullorðnir einstaklingar,“ segir Sigríður sem fór að heimsækja stöðina og hreyfst af vinnunni á staðnum. „Verkefnið er frábært, börnunum er boðið upp á endurhæfingu, iðjuþjálfun og sálrænan stuðning. Hluti af iðjuþjálfuninni er að búa til gervilimi,“ útskýrir Sigríður sem segir að börnin hjálpi til við að endurhanna sína eigin gervilimi. „Þegar þau eru orðin fullorðin þá stendur þeim til boða að vinna á þessari stöð og hefur þannig tekist að búa til starfsvettvang fyrir fatlaða, þar sem þeir njóta fullra starfsréttinda.“Hugmynd en ekki viðskiptaáætlunEndurhæfingarstöðin fjármagnar sig með sölu á leikföngum sem búin eru til þarna og segir Sigríður að við heimsóknina hafi kviknað með henni löngun til þess að selja vörurnar á Íslandi. „Mig hafði lengi langað til að gera eitthvað skapandi, ég er alltaf að lesa vísindarit og skrifa vísindagreinar og langaði til að gera eitthvað skapandi meðfram. Ég fór heim með hugmyndina í maganum, enga viðskiptaáætlun eða neitt slíkt og fór af stað.“ Vorið 2008 opnaði svo verslunin Lítil í upphafi. Auk leikfanganna sem framleidd eru í Indónesíu hafði Sigríður leitað uppi fleiri hliðstæð verkefni og vörur sem hana langaði til að hafa í búðinni. „Ég ákvað að gera ekki út á að ég væri að selja vörur sem eru framleiddar við mannúðlegar aðstæður, heldur hafa upplýsingar um verslunina og vörurnar aðgengilegar á Netinu,“ segir Sigríður sem sjálf gengur úr skugga um að vörurnar sem hún selur í búðinni séu framleiddar við góðar aðstæður. Fæstar af þeim hafa hins vegar Fair trade-stimpilinn sem margir þekkja, ástæðuna segir hún vera þá að vegna þess að ferillinn sem framleiðandi þarf að fara í gegnum til þess að fá þann stimpil á vöruna sé dýr og að þær vörur séu núna í kjölfar hrunsins orðnar það dýrar í innkaupum, að erfitt sé að selja þær á Íslandi. „Því reyni ég að ganga úr skugga um það sjálf að vörurnar sem ég sel séu framleiddar við góðar aðstæður, að verkamennirnir séu fullorðnir og njóti starfsréttinda og svo framvegis eða með öðrum orðum að þær séu Fair trade.“ Sigríður hefur fengið upplýsingar um suma framleiðendurna í gegnum störf sín fyrir Rauða krossinn, einnig verslar hún mikið við viðurkenndar heildsölur í Hollandi sem selja vörur frá mannúðlegum verkstæðum án þess að bera Fair trade-stimpilinn. Sumar vörur koma líka frá framleiðendum sem sjálfir styrkja mannúðarmál. Ráðlegt að spyrja um uppruna vöruHún segir viðskiptavini búðarinnar oft hafa áhuga á uppruna varanna en fólk spyrji mismikið um þær. Sigríður leggur til að kaupendur sem hafi áhuga á að kaupa Fair trade eða réttláta vöru spyrji verslunareigendur um uppruna vörunnar, hvar hún sé framleidd og við hvaða aðstæður. Það sé líklegra til að skila því markmiði sem fólk leitar eftir, að styðja við réttláta framleiðslu. Verslunin Lítil í upphafi er nú rúmlega árs gömul og þó að tímarnir séu kannski ekki þeir bestu til þess að standa í rekstri ber Sigríður sig ágætlega. „Ég fór heldur ekki með önnur markmið en að borga sjálfri mér laun, ég ætlaði mér ekki að framfleyta fjölskyldunni á búðinni. Maður fer ansi langt á fastakúnnum“ segir Sigríður sem meðfram doktorsnámi sínu vinnur í búðinni. Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Sigríður B. Þormar fékk hugmyndina að versluninni sem hún rekur, Lítil í upphafi, þegar hún var stödd í Indónesíu haustið 2006. Hún var ekki þar í erindagjörðum kaupsýslumanns heldur var hún þar vegna doktorsverkefnis síns í áfallasálfræði sem gengur út á að rannsaka hvaða áhrif starf á vettvangi hefur á sjálfboðaliða Rauða krossins. Vorið 2006 varð snarpur jarðskjálfti í Indónesíu, mörg þúsund manns létust og mörg hundruð þúsund slösuðust, meðal annars misstu mörg börn hendur og fætur. Sjálfboðaliðar sem unnu að rústabjörgun og fleiri verkefnum í kjölfar skjálftans skiptu hundruðum og doktorsverkefni Sigríðar er að rannsaka áhrif starfsins á sjálfboðaliðana sem að stórum hluta eru nemendur því þeir geta oft brugðist við með stuttum fyrirvara. „Í þessari ferð heyrði ég af endurhæfingarstöð sem hefur það að markmiði að endurhæfa börn sem hafa misst hendur og fætur. Sum þeirra koma í kjölfar skjálftans. Mikið atvinnuleysi er í Indónesíu og fatlaðir fá oft enga vinnu. Markmið stöðvarinnar er því að endurhæfa fötluð börn þannig að þau geti verið virkir og sjálfstæðir fullorðnir einstaklingar,“ segir Sigríður sem fór að heimsækja stöðina og hreyfst af vinnunni á staðnum. „Verkefnið er frábært, börnunum er boðið upp á endurhæfingu, iðjuþjálfun og sálrænan stuðning. Hluti af iðjuþjálfuninni er að búa til gervilimi,“ útskýrir Sigríður sem segir að börnin hjálpi til við að endurhanna sína eigin gervilimi. „Þegar þau eru orðin fullorðin þá stendur þeim til boða að vinna á þessari stöð og hefur þannig tekist að búa til starfsvettvang fyrir fatlaða, þar sem þeir njóta fullra starfsréttinda.“Hugmynd en ekki viðskiptaáætlunEndurhæfingarstöðin fjármagnar sig með sölu á leikföngum sem búin eru til þarna og segir Sigríður að við heimsóknina hafi kviknað með henni löngun til þess að selja vörurnar á Íslandi. „Mig hafði lengi langað til að gera eitthvað skapandi, ég er alltaf að lesa vísindarit og skrifa vísindagreinar og langaði til að gera eitthvað skapandi meðfram. Ég fór heim með hugmyndina í maganum, enga viðskiptaáætlun eða neitt slíkt og fór af stað.“ Vorið 2008 opnaði svo verslunin Lítil í upphafi. Auk leikfanganna sem framleidd eru í Indónesíu hafði Sigríður leitað uppi fleiri hliðstæð verkefni og vörur sem hana langaði til að hafa í búðinni. „Ég ákvað að gera ekki út á að ég væri að selja vörur sem eru framleiddar við mannúðlegar aðstæður, heldur hafa upplýsingar um verslunina og vörurnar aðgengilegar á Netinu,“ segir Sigríður sem sjálf gengur úr skugga um að vörurnar sem hún selur í búðinni séu framleiddar við góðar aðstæður. Fæstar af þeim hafa hins vegar Fair trade-stimpilinn sem margir þekkja, ástæðuna segir hún vera þá að vegna þess að ferillinn sem framleiðandi þarf að fara í gegnum til þess að fá þann stimpil á vöruna sé dýr og að þær vörur séu núna í kjölfar hrunsins orðnar það dýrar í innkaupum, að erfitt sé að selja þær á Íslandi. „Því reyni ég að ganga úr skugga um það sjálf að vörurnar sem ég sel séu framleiddar við góðar aðstæður, að verkamennirnir séu fullorðnir og njóti starfsréttinda og svo framvegis eða með öðrum orðum að þær séu Fair trade.“ Sigríður hefur fengið upplýsingar um suma framleiðendurna í gegnum störf sín fyrir Rauða krossinn, einnig verslar hún mikið við viðurkenndar heildsölur í Hollandi sem selja vörur frá mannúðlegum verkstæðum án þess að bera Fair trade-stimpilinn. Sumar vörur koma líka frá framleiðendum sem sjálfir styrkja mannúðarmál. Ráðlegt að spyrja um uppruna vöruHún segir viðskiptavini búðarinnar oft hafa áhuga á uppruna varanna en fólk spyrji mismikið um þær. Sigríður leggur til að kaupendur sem hafi áhuga á að kaupa Fair trade eða réttláta vöru spyrji verslunareigendur um uppruna vörunnar, hvar hún sé framleidd og við hvaða aðstæður. Það sé líklegra til að skila því markmiði sem fólk leitar eftir, að styðja við réttláta framleiðslu. Verslunin Lítil í upphafi er nú rúmlega árs gömul og þó að tímarnir séu kannski ekki þeir bestu til þess að standa í rekstri ber Sigríður sig ágætlega. „Ég fór heldur ekki með önnur markmið en að borga sjálfri mér laun, ég ætlaði mér ekki að framfleyta fjölskyldunni á búðinni. Maður fer ansi langt á fastakúnnum“ segir Sigríður sem meðfram doktorsnámi sínu vinnur í búðinni.
Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent