Viðskipti innlent

Gagnagrunnur um tengsl í viðskiptalífinu: Tekjustofn fyrir ríkið

Jón Jósef Bjarnason semur frið við ríkisskattstjóra.
Jón Jósef Bjarnason semur frið við ríkisskattstjóra.

Jón Jósef Bjarnason tölvunarfræðingur áætlar að opna nýjan gagnagrunn með upplýsingum um fyrirtæki og tengsl í viðskiptalífinu síðar í þessum mánuði.

Ríkisskattstjóri lét stöðva vinnslu gagnagrunnsins í september en að fengnu samþykki Persónuverndar hófst vinnsla við gagnagrunninn á ný. Jón Jósef segist hafa þurft að breyta hugmyndum sínum talsvert vegna gjaldskrár Ríkisskattstjóra en Ríkisskattstjóri mun innheimta 300 krónur fyrir hverja uppflettingu notenda grunnsins. Sú gjaldtaka byggist á reglugerð sem sett var árið 2006.

Jón Jósef áformar einnig að hafa í gagnagrunninum upplýsingar um stjórnir stéttarfélaga og lífeyrissjóða.

Persónuvernd hefur gert athugasemdir við þá fyrirætlan og hefur málið til meðferðar.

Einnig verða í grunninum upplýsingar um kvótakerfið; eigendur fiskveiðiheimilda og sölu og leigu aflaheimilda milli aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×