Fleiri fréttir Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 2,5 milljarða í maí Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.263,7 milljörðum kr. í lok maí og lækkuðu um 2,5 milljarða kr. í mánuðinum. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 29.6.2009 14:17 Útilokar ekki að vextir lækki á fimmtudag Greining Íslandsbanka útilokar ekki að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti bankans lítillega og hafa líkur á vaxtalækkun á bilinu 0,5-1,0 prósentustig verið að aukast. 29.6.2009 11:25 Snekkjuverð snarlækkar - Kaupþing lánaði 65 milljarða Verð á snekkjum hefur snarlækkað síðan fjármálkreppan skall á af fullum þunga s.l. haust. Hefur verðið fallið um 30% á einstaka glæsisnekkjum á einu ári og búast sérfræðingar við að verðið lækki enn frekar. Kaupþing lánaði rúma 65 milljarða króna til snekkjukaupa. 29.6.2009 11:14 Gengi bréfa Atlantic Petroleum lækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,22 prósent í einum viðskiptum upp á rétt rúmar 24 þúsund danskar krónur í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa Össurar lækkað um 0,45 prósent, sömuleiðis í einum viðskiptum. 29.6.2009 11:00 Föroya Banki sækir um 5 milljarða lán í Bankpakke II Föroya Banki hefur ákveðið að sækja um lán til danskra stjórnvalda, úr svokölluðum Bankpakke II. Alls er um 212 milljónir danskra kr. að ræða eða um 5 milljarða kr. sem er hámarkið sem bankinn getur sótt um. 29.6.2009 10:59 Mjög dræmar undirtektir við skuldabréfaútboði LSS Mjög dræmar undirtektir voru við skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitarfélaganna (LSS) fyrir helgina. Sjóðurinn ætlaði að afla sér allt að 2 milljörðum kr. En niðurstaða útboðsins var að tekið var tilboðum að upphæð 180 milljónir kr. á ávöxtunarkröfunni 5,8%. 29.6.2009 10:07 Landsbankinn fellir niður uppgreiðslugjald af íbúðalánum Landsbankinn mun fella niður uppgreiðslugjald allra íbúðalána um óákveðinn tíma. Landsbankinn vill með þessum aðgerðum mæta óskum viðskiptavina sem vilja greiða niður lán sín hraðar. 29.6.2009 09:56 Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2,4% Vísitala framleiðsluverðs í maí 2009 var 168,0 stig og hækkaði um 2,4% frá apríl 2009. 29.6.2009 09:05 Gjaldþrotum hefur fjölgað um 37% á árinu Fyrstu fimm mánuði ársins 2009 var fjöldi gjaldþrota 413 á landinu en fyrstu fimm mánuði ársins 2008 voru 301 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 37% aukningu milli ára. 29.6.2009 09:02 Margir fyrrum viðskiptavinir Spron fastir í viðskiptum hjá Kaupþing Mörg dæmi eru um að fyrrverandi viðskiptavinir Spron séu fastir í viðskiptum hjá Kaupþingi. Þetta á við um þá sem eru með verðtryggða reikninga og svokallaða framtíðarreikninga. 28.6.2009 19:30 Magnús enn forstjóri Magnús Gunnarsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var ekki meðal þeirra 60 starfsmanna bankans sem sagt var upp á föstudaginn. Magnús var einn helsti samastarfsmaður Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns gamla Kaupþings. 28.6.2009 15:00 Exista afturkallar boðaða hlutafjáraukningu Exista hefur afturkallað boðaða hlutafjáraukningu sína eftir ábendingar frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Áfram stendur til að færa hlutafé félagsins niður á næsta hluthafafundi. 27.6.2009 09:00 Semja við Svíana Applicon í Svíþjóð hefur gert samning við tvö af stærstu fjármálafyrirtækjum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea-bankann, um innleiðingu á Calypso, sem er hugbúnaður fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum. Applicon er í eigu Nýherja-samsteypunnar. Samningurinn við Nordea og Swedbank felur í sér víðtæka innleiðingu á ákveðnum fjármálaafurðum Applicon og meðal annars er gert ráð fyrir að Nordea taki búnaðinn í notkun í nokkrum löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi. 27.6.2009 06:00 Fimm bjóða sig fram í stjórn Fimm gefa kost á sér í stjórn Eimskipafélags Íslands en framboðsfrestur til setu í stjórn félagsins rann út í gær. 27.6.2009 05:30 Skuldabréfin aftur í tísku „Skuldabréfamarkaðurinn er kominn í viðunandi horf þegar horft er til veltu,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir að veltan á skuldabréfamarkaði sé orðin mjög svipuð og hún var árið 2007, sem sé mikilvægt skref í enduruppbyggingu á fjármálamörkuðunum hér á landi. Velta á skuldabréfamarkaði hefur aukist töluvert að undanförnu og hefur verið 13,5 milljarðar á viku að meðaltali í júní. Fram að þeim tíma var meðalvelta 8,8 milljarðar á viku. Vikan sem leið var sú veltumesta á árinu og nam veltan 15,7 milljörðum. 27.6.2009 05:00 Uppsagnir eða launaskerðing hjá ríkisstarfsmönnum boðaðar „Einnig blasir við að launastefna ríkisins verður óhjákvæmilega að taka mið af því að launakostnaðurinn verður að lækka og að því verður ekki náð fram nema annað hvort með breyttum launatekjum eða fækkun starfsfólks,“ segir í skýrslu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum árin 2009 til 2013 sem lögð hefur verið fram á alþingi. 26.6.2009 16:30 Már og Arnór skipaðir seðlabankastjórar Forsætisráðherra hefur skipað Má Guðmundsson í embætti Seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2009 og Arnór Sighvatsson í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fjögurra ára frá og með 1. júlí 2009. 26.6.2009 16:22 Samkeppniseftirlitið sektar Senu og Haga um milljónir króna Í nýjum ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að annars vegar Sena og hinsvegar Hagar hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Er lögð tuttugu milljóna króna sekt á Haga og fimmtán milljóna króna sekt á Senu vegna þessara brota. 26.6.2009 15:40 Metvelta á skuldabréfamarkaði í þessari viku Velta á skuldabréfamarkaði þessa vikuna hefur ekki verið meiri frá áramótum, eða um 78,7 milljarðar kr.sem nemur að jafnaði um 15,8 milljörðum á dag. 26.6.2009 15:36 Fjárvakur semur við Air Baltic um tekjubókhald Lettneska flugfélagið Air Baltic og Fjárvakur, í gegnum dótturfélag sitt Airline Services Estonia, hafa skrifað undir fimm ára samning þar sem Air Baltic útvistar tekjubókhaldi félagsins ásamt rekstri og hýsingu tekjubókhaldskerfis frá og með 1. október 2009. 26.6.2009 15:26 Rólegur dagur í kauphöllinni Það var fremur rólegur dagur í kauphöllinni í veðurblíðunni í dag. Viðskipti með hlutabréf námu rúmum 12 milljónum kr., að mestu með bréf í Össuri. 26.6.2009 15:08 BYR: Lögbannskröfu frestað Úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík í máli, þar sem nokkrir stofnfjáreigendur í Byr kröfðust lögbanns á setu Matthíasar Björnssonar í stjórn fyrirtækisins, hefur verið frestað til þriðjudags en úrskurður átti að falla í dag, föstudag. 26.6.2009 13:18 Byr ræður þýskan sérfræðing vegna endurskipulagningar Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðsins Byr í samstarfi við Fjármálaráðuneytið, Fjármálaeftirlitið og fleiri hagsmunaaðila. Áhersla er lögð á að tryggja hagsmuni allra aðila sem best og hefur Byr ráðið til sín þýskan sérfræðing í tengslum við þessa vinnu og miðar henni vel. 26.6.2009 13:08 Segir vexti Seðlabankans verða háa vel fram á næsta ár Greining Íslandsbanka reiknar með því að vextir Seðlabankans verði háir vel fram á næsta árs og lítið lækkaðir frá núverandi gildi. Ekki er hægt að útiloka að bankinn hækki vexti sína í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta. 26.6.2009 12:25 Enn nokkur verðbólga í pípunum Greiningardeild Kaupþings segir enn nokkra verðbólgu í pípunum, m.a. vegna veikingar krónunnar og hækkunar á álögum hins opinbera. Tólf mánaða verðbólga lækkar óverulega á næstu þremur mánuðum miðað við að gengi krónunnar veikist lítillega. 26.6.2009 12:02 Tilkynning frá H.A. varðandi skýrslu Ríkisendurskoðunar Vegna frétta um slæma rekstrarstöðu margra ríkisstofnana í fréttum fjölmiðla í gær vill Háskólinn á Akureyri koma eftirfarandi á framfæri. 26.6.2009 11:03 Gengi jensins hefur hækkað um 86% frá því í fyrra Gengisþróun erlendra gjaldmiðla hefur verið með æði misjöfnu móti síðustu misserin. Ef miðað er við meðalgengi gjaldmiðla fyrstu níu mánuði síðasta árs þá hefur gengi japanska jensins hækkað mest eða um rúm 86%. 26.6.2009 11:01 Íslensk afþreying óskar eftir gjaldþrotaskiptum Á stjórnarfundi Íslenskrar afþreyingar hf. í morgun kl.9.00 var tekin ákvörðun stjórnar um að óska eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 26.6.2009 10:18 Nýja Kaupþing ábyrgist greiðslur Lur Berri á Alfesca-kaupum Nýja Kaupþing hefur lýst því yfir að bankinn ábyrgist greiðslu Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf. fyrir framselda hluti vegna yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf. sem dagsett er þann 25. júní 2009. 26.6.2009 09:33 Fimm gefa kost á sér í stjórn Eimskips Fimm menn gefa kost á sér í stjórn Eimskips en framboðsfrestur til setu í stjórn félagsins rann út klukkan fimm í gærdag. 26.6.2009 08:37 Moody´s staðfestir Baa1 mat sitt á ÍLS með neikvæðum horfum Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest Baa1 lánshæfismat Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Horfur eru áfram neikvæðar. 26.6.2009 08:32 Gengismunur krónu innan og utanlands minnkar Síðustu viku hefur krónan styrkst gagnvart evru í viðskiptum á aflandsmarkaði en veikst lítillega í opinberum viðskiptum og því hefur heldur dregið úr mun á gengi evru gagnvart krónu á þessum tveimur mörkuðum. 26.6.2009 08:09 Ríkiseignafélagið á síðustu metrunum „Það er verið að undirbúa stofnun félaganna samhliða því sem fjallað er um málið á Alþingi. Félögin verða að taka til starfa sem fyrst,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um stofnun eignarhaldsfélags og bankaumsýslu sem halda á utan um hlut ríkisins í bönkunum og veita ráðgjöf um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki. 26.6.2009 06:15 Norrænu milljarðalánin skila sér bráðlega í hús Norðurlöndin hafa öll samþykkt að lána Íslendingum hundruð milljarða í erlendri mynt til að stuðla að fjárhagslegum stöðugleika hér. Viðræður standa yfir við Pólverja. Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að Rússalán skili sér. 26.6.2009 05:00 Skilanefnd Glitnis: Niðurstaðan vegna Sjóvár sú besta í stöðunni Skilanefnd Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að niðurstaða samninga sem losuðu Sjóvá undan greiðsluskyldu vegna fasteignakaupa í Macau hafi verið sú besta sem unnt var að ná að teknu tilliti til allra aðstæðna. Ástæða tilkynningarinnar er fréttaflutningur fjölmiðla um sölu Sjóvár á fasteigninni í Macau. 25.6.2009 17:58 Rektor Landbúnaðarháskólans: Skólinn var sveltur Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir. 25.6.2009 14:55 Meðaltekjur eru 5,6% lægri nú en á sama tíma í fyrra Meðaltekjur Íslendinga eru 5,6% lægri í ár en á sama tíma í fyrra. Það stafar af minnkuðu vinnuframlagi. 25.6.2009 13:07 Hátt í tugur fjárfesta hefur áhuga á að kaupa Sjóvá Hátt í tugur íslenskra og erlendra fjárfesta og fyrirtækja hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Sjóvá þegar það verður sett í sölu, líklega í haust. 25.6.2009 12:53 Hugsanleg lögsókn gegn hvalveiðiþjóðum Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) mistókst í gær að ná samkomulagi milli hvalveiðiþjóða og þeirrra þjóða sem leggjast hart gegn hvalveiðum. Umhverfisráðherra Ástrala segir hugsanlegt að hvalveiðiþjóðirnar verði lögsóttar vegna ólöglegra hvalveiða. 25.6.2009 10:40 Peningamagn í umferð hefur aukist um 100 milljarða Peningamagn í umferð hefur aukist um rúmlega 100 milljarða frá bankahruninu í haust. 25.6.2009 15:57 Svíar samþykkja 700 milljón dala lán til Íslendinga Sænska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún muni samþykkja 700 milljón Bandaríkjadala lánveitingu til Íslands til viðbótar þeim lánum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar lofað Íslendingum. 25.6.2009 13:13 Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25.6.2009 12:23 Greining Íslandsbanka spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda vöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 2. júlí næstkomandi. 25.6.2009 11:18 Raunlækkun íbúðaverðs á landinu öllu er 23% á einu ári Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir á landinu öllu lækkað um 10,4% að nafnvirði og um 23% að raunvirði. 25.6.2009 11:12 Gengi bréfa Century hreyfast ein í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 3,89 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í morgun. Hlutabréfavelta er með dræmara móti, upp á 1,9 milljónir króna. 25.6.2009 10:43 Sjá næstu 50 fréttir
Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 2,5 milljarða í maí Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.263,7 milljörðum kr. í lok maí og lækkuðu um 2,5 milljarða kr. í mánuðinum. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 29.6.2009 14:17
Útilokar ekki að vextir lækki á fimmtudag Greining Íslandsbanka útilokar ekki að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti bankans lítillega og hafa líkur á vaxtalækkun á bilinu 0,5-1,0 prósentustig verið að aukast. 29.6.2009 11:25
Snekkjuverð snarlækkar - Kaupþing lánaði 65 milljarða Verð á snekkjum hefur snarlækkað síðan fjármálkreppan skall á af fullum þunga s.l. haust. Hefur verðið fallið um 30% á einstaka glæsisnekkjum á einu ári og búast sérfræðingar við að verðið lækki enn frekar. Kaupþing lánaði rúma 65 milljarða króna til snekkjukaupa. 29.6.2009 11:14
Gengi bréfa Atlantic Petroleum lækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,22 prósent í einum viðskiptum upp á rétt rúmar 24 þúsund danskar krónur í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa Össurar lækkað um 0,45 prósent, sömuleiðis í einum viðskiptum. 29.6.2009 11:00
Föroya Banki sækir um 5 milljarða lán í Bankpakke II Föroya Banki hefur ákveðið að sækja um lán til danskra stjórnvalda, úr svokölluðum Bankpakke II. Alls er um 212 milljónir danskra kr. að ræða eða um 5 milljarða kr. sem er hámarkið sem bankinn getur sótt um. 29.6.2009 10:59
Mjög dræmar undirtektir við skuldabréfaútboði LSS Mjög dræmar undirtektir voru við skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitarfélaganna (LSS) fyrir helgina. Sjóðurinn ætlaði að afla sér allt að 2 milljörðum kr. En niðurstaða útboðsins var að tekið var tilboðum að upphæð 180 milljónir kr. á ávöxtunarkröfunni 5,8%. 29.6.2009 10:07
Landsbankinn fellir niður uppgreiðslugjald af íbúðalánum Landsbankinn mun fella niður uppgreiðslugjald allra íbúðalána um óákveðinn tíma. Landsbankinn vill með þessum aðgerðum mæta óskum viðskiptavina sem vilja greiða niður lán sín hraðar. 29.6.2009 09:56
Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2,4% Vísitala framleiðsluverðs í maí 2009 var 168,0 stig og hækkaði um 2,4% frá apríl 2009. 29.6.2009 09:05
Gjaldþrotum hefur fjölgað um 37% á árinu Fyrstu fimm mánuði ársins 2009 var fjöldi gjaldþrota 413 á landinu en fyrstu fimm mánuði ársins 2008 voru 301 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 37% aukningu milli ára. 29.6.2009 09:02
Margir fyrrum viðskiptavinir Spron fastir í viðskiptum hjá Kaupþing Mörg dæmi eru um að fyrrverandi viðskiptavinir Spron séu fastir í viðskiptum hjá Kaupþingi. Þetta á við um þá sem eru með verðtryggða reikninga og svokallaða framtíðarreikninga. 28.6.2009 19:30
Magnús enn forstjóri Magnús Gunnarsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var ekki meðal þeirra 60 starfsmanna bankans sem sagt var upp á föstudaginn. Magnús var einn helsti samastarfsmaður Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns gamla Kaupþings. 28.6.2009 15:00
Exista afturkallar boðaða hlutafjáraukningu Exista hefur afturkallað boðaða hlutafjáraukningu sína eftir ábendingar frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Áfram stendur til að færa hlutafé félagsins niður á næsta hluthafafundi. 27.6.2009 09:00
Semja við Svíana Applicon í Svíþjóð hefur gert samning við tvö af stærstu fjármálafyrirtækjum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea-bankann, um innleiðingu á Calypso, sem er hugbúnaður fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum. Applicon er í eigu Nýherja-samsteypunnar. Samningurinn við Nordea og Swedbank felur í sér víðtæka innleiðingu á ákveðnum fjármálaafurðum Applicon og meðal annars er gert ráð fyrir að Nordea taki búnaðinn í notkun í nokkrum löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi. 27.6.2009 06:00
Fimm bjóða sig fram í stjórn Fimm gefa kost á sér í stjórn Eimskipafélags Íslands en framboðsfrestur til setu í stjórn félagsins rann út í gær. 27.6.2009 05:30
Skuldabréfin aftur í tísku „Skuldabréfamarkaðurinn er kominn í viðunandi horf þegar horft er til veltu,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir að veltan á skuldabréfamarkaði sé orðin mjög svipuð og hún var árið 2007, sem sé mikilvægt skref í enduruppbyggingu á fjármálamörkuðunum hér á landi. Velta á skuldabréfamarkaði hefur aukist töluvert að undanförnu og hefur verið 13,5 milljarðar á viku að meðaltali í júní. Fram að þeim tíma var meðalvelta 8,8 milljarðar á viku. Vikan sem leið var sú veltumesta á árinu og nam veltan 15,7 milljörðum. 27.6.2009 05:00
Uppsagnir eða launaskerðing hjá ríkisstarfsmönnum boðaðar „Einnig blasir við að launastefna ríkisins verður óhjákvæmilega að taka mið af því að launakostnaðurinn verður að lækka og að því verður ekki náð fram nema annað hvort með breyttum launatekjum eða fækkun starfsfólks,“ segir í skýrslu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum árin 2009 til 2013 sem lögð hefur verið fram á alþingi. 26.6.2009 16:30
Már og Arnór skipaðir seðlabankastjórar Forsætisráðherra hefur skipað Má Guðmundsson í embætti Seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2009 og Arnór Sighvatsson í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fjögurra ára frá og með 1. júlí 2009. 26.6.2009 16:22
Samkeppniseftirlitið sektar Senu og Haga um milljónir króna Í nýjum ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að annars vegar Sena og hinsvegar Hagar hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Er lögð tuttugu milljóna króna sekt á Haga og fimmtán milljóna króna sekt á Senu vegna þessara brota. 26.6.2009 15:40
Metvelta á skuldabréfamarkaði í þessari viku Velta á skuldabréfamarkaði þessa vikuna hefur ekki verið meiri frá áramótum, eða um 78,7 milljarðar kr.sem nemur að jafnaði um 15,8 milljörðum á dag. 26.6.2009 15:36
Fjárvakur semur við Air Baltic um tekjubókhald Lettneska flugfélagið Air Baltic og Fjárvakur, í gegnum dótturfélag sitt Airline Services Estonia, hafa skrifað undir fimm ára samning þar sem Air Baltic útvistar tekjubókhaldi félagsins ásamt rekstri og hýsingu tekjubókhaldskerfis frá og með 1. október 2009. 26.6.2009 15:26
Rólegur dagur í kauphöllinni Það var fremur rólegur dagur í kauphöllinni í veðurblíðunni í dag. Viðskipti með hlutabréf námu rúmum 12 milljónum kr., að mestu með bréf í Össuri. 26.6.2009 15:08
BYR: Lögbannskröfu frestað Úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík í máli, þar sem nokkrir stofnfjáreigendur í Byr kröfðust lögbanns á setu Matthíasar Björnssonar í stjórn fyrirtækisins, hefur verið frestað til þriðjudags en úrskurður átti að falla í dag, föstudag. 26.6.2009 13:18
Byr ræður þýskan sérfræðing vegna endurskipulagningar Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðsins Byr í samstarfi við Fjármálaráðuneytið, Fjármálaeftirlitið og fleiri hagsmunaaðila. Áhersla er lögð á að tryggja hagsmuni allra aðila sem best og hefur Byr ráðið til sín þýskan sérfræðing í tengslum við þessa vinnu og miðar henni vel. 26.6.2009 13:08
Segir vexti Seðlabankans verða háa vel fram á næsta ár Greining Íslandsbanka reiknar með því að vextir Seðlabankans verði háir vel fram á næsta árs og lítið lækkaðir frá núverandi gildi. Ekki er hægt að útiloka að bankinn hækki vexti sína í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta. 26.6.2009 12:25
Enn nokkur verðbólga í pípunum Greiningardeild Kaupþings segir enn nokkra verðbólgu í pípunum, m.a. vegna veikingar krónunnar og hækkunar á álögum hins opinbera. Tólf mánaða verðbólga lækkar óverulega á næstu þremur mánuðum miðað við að gengi krónunnar veikist lítillega. 26.6.2009 12:02
Tilkynning frá H.A. varðandi skýrslu Ríkisendurskoðunar Vegna frétta um slæma rekstrarstöðu margra ríkisstofnana í fréttum fjölmiðla í gær vill Háskólinn á Akureyri koma eftirfarandi á framfæri. 26.6.2009 11:03
Gengi jensins hefur hækkað um 86% frá því í fyrra Gengisþróun erlendra gjaldmiðla hefur verið með æði misjöfnu móti síðustu misserin. Ef miðað er við meðalgengi gjaldmiðla fyrstu níu mánuði síðasta árs þá hefur gengi japanska jensins hækkað mest eða um rúm 86%. 26.6.2009 11:01
Íslensk afþreying óskar eftir gjaldþrotaskiptum Á stjórnarfundi Íslenskrar afþreyingar hf. í morgun kl.9.00 var tekin ákvörðun stjórnar um að óska eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 26.6.2009 10:18
Nýja Kaupþing ábyrgist greiðslur Lur Berri á Alfesca-kaupum Nýja Kaupþing hefur lýst því yfir að bankinn ábyrgist greiðslu Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf. fyrir framselda hluti vegna yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf. sem dagsett er þann 25. júní 2009. 26.6.2009 09:33
Fimm gefa kost á sér í stjórn Eimskips Fimm menn gefa kost á sér í stjórn Eimskips en framboðsfrestur til setu í stjórn félagsins rann út klukkan fimm í gærdag. 26.6.2009 08:37
Moody´s staðfestir Baa1 mat sitt á ÍLS með neikvæðum horfum Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest Baa1 lánshæfismat Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Horfur eru áfram neikvæðar. 26.6.2009 08:32
Gengismunur krónu innan og utanlands minnkar Síðustu viku hefur krónan styrkst gagnvart evru í viðskiptum á aflandsmarkaði en veikst lítillega í opinberum viðskiptum og því hefur heldur dregið úr mun á gengi evru gagnvart krónu á þessum tveimur mörkuðum. 26.6.2009 08:09
Ríkiseignafélagið á síðustu metrunum „Það er verið að undirbúa stofnun félaganna samhliða því sem fjallað er um málið á Alþingi. Félögin verða að taka til starfa sem fyrst,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um stofnun eignarhaldsfélags og bankaumsýslu sem halda á utan um hlut ríkisins í bönkunum og veita ráðgjöf um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki. 26.6.2009 06:15
Norrænu milljarðalánin skila sér bráðlega í hús Norðurlöndin hafa öll samþykkt að lána Íslendingum hundruð milljarða í erlendri mynt til að stuðla að fjárhagslegum stöðugleika hér. Viðræður standa yfir við Pólverja. Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að Rússalán skili sér. 26.6.2009 05:00
Skilanefnd Glitnis: Niðurstaðan vegna Sjóvár sú besta í stöðunni Skilanefnd Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að niðurstaða samninga sem losuðu Sjóvá undan greiðsluskyldu vegna fasteignakaupa í Macau hafi verið sú besta sem unnt var að ná að teknu tilliti til allra aðstæðna. Ástæða tilkynningarinnar er fréttaflutningur fjölmiðla um sölu Sjóvár á fasteigninni í Macau. 25.6.2009 17:58
Rektor Landbúnaðarháskólans: Skólinn var sveltur Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir. 25.6.2009 14:55
Meðaltekjur eru 5,6% lægri nú en á sama tíma í fyrra Meðaltekjur Íslendinga eru 5,6% lægri í ár en á sama tíma í fyrra. Það stafar af minnkuðu vinnuframlagi. 25.6.2009 13:07
Hátt í tugur fjárfesta hefur áhuga á að kaupa Sjóvá Hátt í tugur íslenskra og erlendra fjárfesta og fyrirtækja hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Sjóvá þegar það verður sett í sölu, líklega í haust. 25.6.2009 12:53
Hugsanleg lögsókn gegn hvalveiðiþjóðum Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) mistókst í gær að ná samkomulagi milli hvalveiðiþjóða og þeirrra þjóða sem leggjast hart gegn hvalveiðum. Umhverfisráðherra Ástrala segir hugsanlegt að hvalveiðiþjóðirnar verði lögsóttar vegna ólöglegra hvalveiða. 25.6.2009 10:40
Peningamagn í umferð hefur aukist um 100 milljarða Peningamagn í umferð hefur aukist um rúmlega 100 milljarða frá bankahruninu í haust. 25.6.2009 15:57
Svíar samþykkja 700 milljón dala lán til Íslendinga Sænska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún muni samþykkja 700 milljón Bandaríkjadala lánveitingu til Íslands til viðbótar þeim lánum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar lofað Íslendingum. 25.6.2009 13:13
Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25.6.2009 12:23
Greining Íslandsbanka spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda vöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 2. júlí næstkomandi. 25.6.2009 11:18
Raunlækkun íbúðaverðs á landinu öllu er 23% á einu ári Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir á landinu öllu lækkað um 10,4% að nafnvirði og um 23% að raunvirði. 25.6.2009 11:12
Gengi bréfa Century hreyfast ein í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 3,89 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í morgun. Hlutabréfavelta er með dræmara móti, upp á 1,9 milljónir króna. 25.6.2009 10:43