Rektor Landbúnaðarháskólans: Skólinn var sveltur Gunnar Örn Jónsson skrifar 25. júní 2009 14:55 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Mynd af heimasíðu Landbúnaðarháskólans Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir. Ágúst segir að það sé nokkuð ljóst að hallinn sé mjög mikill en það hafi verið vitað mál að skólinn stæði illa fjárhagslega séð. Rekstraráætlun skólans var samþykkt og var gert ráð fyrir slíkum halla í þeirri áætlun. „Skólinn hefur verið undirfjármagnaður um 10% í mörg ár. Háskólinn á Akureyri var í svipaðri stöðu og við, þeir fengu aukafjárveitingu upp á 233,5 milljónir en við höfum ekki fengið neinar aukafjárveitingar," segir Ágúst. Ennfremur segir Ágúst: „Það er mikilvægt í þessu ljósi að þessi halli okkar er skuldir við ríkissjóð en ekki einhverjar skuldir við lánastofnanir vegna óreiðu á fjármálum skólans. Málið er einfaldlega það að við höfum haft mjög takmarkaða fjármuni til að spila úr og þar með reka háskólann á eðlilegum forsendum." „Við vorum skilin eftir þegar fjárlög voru ákveðin sl. haust. Stjórnvöld vissu af þessum halla og við höfum beitt öllum ráðum til að spara. Ástæðu hallans má auk þess rekja til þess að hér var stofnaður Landbúnaðarháskóli þann 1. janúar 2005 með því að sameina þrjár stofnanir. Til að stofna háskóla þá þarf frekara fjármagn en var til staðar á þeim tíma,“ segir rektorinn. „Hallanum linnir ekki fyrr en við fáum auka fjárveitingar, ef það gerist ekki eru stórkostlega breytingar væntanlegar á rekstri skólans, það er ekki möguleiki til frekari sparnaðar við óbreyttar aðstæður," sagði Ágúst. Ágúst telur ennfremur að sameining háskóla leysi ekki allan vandann, hins vegar eru tækifæri með verulegri samþættingu við Háskóla Íslands. „Það hefur verið starfandi nefnd varðandi fýsileika á sameiningu við Háskóla Íslands en við munum fyrst kynna niðurstöður þeirra viðræðna fyrir menntamálaráðherra áður en þær upplýsingar verða gerðar opinberar," sagði Ágúst. Aðspurður um það hvort hann myndi sækjast eftir áframhaldandi stöðu rektors Landbúnaðarháskólans, sagði Ágúst: „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en við þurfum klárlega frekara fjármagn og með áframhaldandi fjársvelti á ég ekki von á að starfa hér áfram.“ Tengdar fréttir Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25. júní 2009 12:23 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir. Ágúst segir að það sé nokkuð ljóst að hallinn sé mjög mikill en það hafi verið vitað mál að skólinn stæði illa fjárhagslega séð. Rekstraráætlun skólans var samþykkt og var gert ráð fyrir slíkum halla í þeirri áætlun. „Skólinn hefur verið undirfjármagnaður um 10% í mörg ár. Háskólinn á Akureyri var í svipaðri stöðu og við, þeir fengu aukafjárveitingu upp á 233,5 milljónir en við höfum ekki fengið neinar aukafjárveitingar," segir Ágúst. Ennfremur segir Ágúst: „Það er mikilvægt í þessu ljósi að þessi halli okkar er skuldir við ríkissjóð en ekki einhverjar skuldir við lánastofnanir vegna óreiðu á fjármálum skólans. Málið er einfaldlega það að við höfum haft mjög takmarkaða fjármuni til að spila úr og þar með reka háskólann á eðlilegum forsendum." „Við vorum skilin eftir þegar fjárlög voru ákveðin sl. haust. Stjórnvöld vissu af þessum halla og við höfum beitt öllum ráðum til að spara. Ástæðu hallans má auk þess rekja til þess að hér var stofnaður Landbúnaðarháskóli þann 1. janúar 2005 með því að sameina þrjár stofnanir. Til að stofna háskóla þá þarf frekara fjármagn en var til staðar á þeim tíma,“ segir rektorinn. „Hallanum linnir ekki fyrr en við fáum auka fjárveitingar, ef það gerist ekki eru stórkostlega breytingar væntanlegar á rekstri skólans, það er ekki möguleiki til frekari sparnaðar við óbreyttar aðstæður," sagði Ágúst. Ágúst telur ennfremur að sameining háskóla leysi ekki allan vandann, hins vegar eru tækifæri með verulegri samþættingu við Háskóla Íslands. „Það hefur verið starfandi nefnd varðandi fýsileika á sameiningu við Háskóla Íslands en við munum fyrst kynna niðurstöður þeirra viðræðna fyrir menntamálaráðherra áður en þær upplýsingar verða gerðar opinberar," sagði Ágúst. Aðspurður um það hvort hann myndi sækjast eftir áframhaldandi stöðu rektors Landbúnaðarháskólans, sagði Ágúst: „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en við þurfum klárlega frekara fjármagn og með áframhaldandi fjársvelti á ég ekki von á að starfa hér áfram.“
Tengdar fréttir Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25. júní 2009 12:23 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25. júní 2009 12:23