Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing ábyrgist greiðslur Lur Berri á Alfesca-kaupum

Nýja Kaupþing hefur lýst því yfir að bankinn ábyrgist greiðslu Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf. fyrir framselda hluti vegna yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf. sem dagsett er þann 25. júní 2009.

Í tilkynningu segir að með yfirtökutilboðinu býður Lur Berri Iceland ehf. verðið 4,5 krónur í reiðufé fyrir hvern hlut. Skilmálar yfirtökutilboðsins eru tilgreindir í opinberu tilboðsyfirliti sem dagsett er þann 25. júní 2009.

Yfirlýsing þessi er gefin út vegna yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf. í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti.

Hluthöfum sem skráðir eru í hluthafaskrá Alfesca í byrjun dags 25. júní 2009 mun verða sent tilboðsyfirlitið, samþykkiseyðublað og svarumslag.

Í frétt um fyrirhugaða yfirtöku Lur Berri Iceland ehf á Alfesca hf. frá 28. maí s.l. segir að nú þegar hafa rúmlega 12% hluthafa hafa samþykkt yfirtökutilboðið.

Í tilkynningunni á þeim tima segir að Lur Berri Holding SAS, Kjalar Invest B.V., Alta Food Holding B.V., Kaupthing Singer & Friedlander Ltd. og tilteknir stjórnendur Alfesca hf. þar á meðal forstjóri, fjármálastjóri og framkvæmdastjórar tiltekinna dótturfélaga Alfesca hf. gert með sér samninga um stjórn og rekstur Alfesca.

Vegna samninganna er litið svo á að þessir samstarfsaðilar hafi með sér samstarf um stjórnun og rekstur Alfesca. Samstarfsaðilarnir eiga samtals 67,44% af útgefnu hlutafé Alfesca og fara sameiginlega með 67,83% af atkvæðisrétti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×