Viðskipti innlent

Íslensk afþreying óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Á stjórnarfundi Íslenskrar afþreyingar hf. í morgun kl.9.00 var tekin ákvörðun stjórnar um að óska eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Ari Edwald, stjórnarformaður félagsins, segir að engar eignir séu til staðar né heldur starfsmenn og að ákvörðunin hafi ekki áhrif á rekstur Senu, Saga film og 365 miðla (sem er eigandi visir.is). Þessi félög vöru seld út úr Íslenskri afþreyingu fyrir áramót.

Ari segir að upphaflegar áætlanir hafi gengið út á að eignasalan myndi borga áhvílandi skuldir og þannig hefði verið hægt að gera upp við kröfuhafa.

„Þetta hefur ekki gengið eftir enda slæmt að selja eignir í núverandi ástandi," segir Ari. „Það má nefna sem dæmi að Sena var seld á brunaútsölu. Verðið sem fékkst fyrir Senu var aðeins um fjórðungur af því sem félagið var metið á um þremur mánuðum fyrir söluna."

Heildarkörfur á hendur Íslenskri afþreyingu nema um 5 milljörðum kr. Stærsta krafan er skuldabréfaflokkur upp á rúmlega 2,5 milljarða kr. Að öðru leyti er Landsbankinn stærsti einstaki kröfuhafinn en 365 miðlar eiga einnig kröfu upp á tæplega 800 milljónir kr.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×