Viðskipti innlent

BYR: Lögbannskröfu frestað

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Mynd/gva
Úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík í máli, þar sem nokkrir stofnfjáreigendur í Byr kröfðust lögbanns á setu Matthíasar Björnssonar í stjórn fyrirtækisins, hefur verið frestað til þriðjudags en úrskurður átti að falla í dag, föstudag.

Af þessu tilefni vill stjórn Byrs taka skýrt fram að þetta mál hafi engin áhrif á rekstur og starfssemi Byrs enda sparisjóðurinn ekki aðili að því.

Líklegt má telja að verði niðurstaða sýslumanns sú að viðkomandi stjórnamaður eigi að víkja, muni varamaður hans taka sæti í stjórn. Þá má telja líklegt að dómstólar skeri endanlega úr þessari deilu og því horfur á að langur tími muni líða uns niðurstaða fæst.

„Það er mikilvægt að friður skapist sem fyrst um starfsemi Byrs sparisjóðs þannig að starfsfólk hans og stjórnendur geti óáreitt haldið áfram að vinna að hag viðskiptavina sinna og um leið uppbyggingu íslenska fjármálakerfisins," segir í tilkynningu frá Byr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×