Viðskipti innlent

Gjaldþrotum hefur fjölgað um 37% á árinu

Fyrstu fimm mánuði ársins 2009 var fjöldi gjaldþrota 413 á landinu en fyrstu fimm mánuði ársins 2008 voru 301 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 37% aukningu milli ára.

Greint er frá þessu á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að í maí 2009 voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 74 fyrirtæki í maí 2008, sem jafngildir tæplega 11% fækkun milli ára.

Eftir atvinnugreinum voru flest gjaldþrot eða 20 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 9 í heild- og smásöluverslun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×