Viðskipti innlent

Hugsanleg lögsókn gegn hvalveiðiþjóðum

Mynd/Skessuhorn
Mynd/Skessuhorn

Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) mistókst í gær að ná samkomulagi milli hvalveiðiþjóða og þeirrra þjóða sem leggjast hart gegn hvalveiðum. Umhverfisráðherra Ástrala segir hugsanlegt að hvalveiðiþjóðirnar verði lögsóttar vegna ólöglegra hvalveiða.

Í stað þess að ná lausn í deilunni, komust sendifulltrúar IWC að þeirri niðurstöðu að framlengja frestinn á samkomulagi milli þjóðanna um eitt ár. Þetta kom fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í gær.

Hvalveiðiþjóðirnar eru Japan, Noregur og Ísland.

Samningar um að stöðva hvalveiðar í viðskiptalegum tilgangi voru undirritaðir 1986. Japanir segjast stunda veiðar sínar í vísindalegum tilgangi á meðan Noregur og Ísland hreinlega hunsa samkomulagið og stunda veiðarnar í viðskiptalegum tilgangi, að sögn Reuters fréttaveitunnar.

Alþjóðahvalveiðiráðið er á krossgötum varðandi grundvallarþætti í málinu er snúa að umhverfismálum.

Japanir segja að Ástralir, sem eru einir aðal andstæðingar hvalveiða í heiminum, hafi ekki komið með neinar tillögur til lausnar og frekar breikkað bilið milli samningsaðila.

Að mati Japana, gæti sú staðreynd að þjóðunum hafi mistekist að ná samkomulagi, leitt til þess að Alþjóðahvalveiðiráðið leggist alfarið níður

Umhverfisráðherra Ástralíu, Peter Garret, sagði að umræður um framtíð Alþjóðahvalveiðiráðsins gætu ekki staðið endalaust og hann útilokar ekki þann möguleika að lögsækja hvalveiðiþjóðirnar.

„Við höfum ætíð sagt að það sé möguleiki á lögsókn gagnvart þeim þjóðum sem virða ekki samkomulagið um bann við hvalveiðum. Við munum íhuga framvindu mála eftir þennan fund Alþjóðahvalveiðráðsins og við munum meta þann kost að lögsækja hvalveiðiþjóðirnar á réttum tímapunkti", sagði umhverfisráðherra Ástralíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×