Viðskipti innlent

Mjög dræmar undirtektir við skuldabréfaútboði LSS

Mjög dræmar undirtektir voru við skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitarfélaganna (LSS) fyrir helgina. Sjóðurinn ætlaði að afla sér allt að 2 milljörðum kr. En niðurstaða útboðsins var að tekið var tilboðum að upphæð 180 milljónir kr. á ávöxtunarkröfunni 5,8%.

Samkvæmt tilkynningu bárust samtals tilboð upp á 850 milljónir kr. Í útboðinu eða nokkuð innan við helming af þeirri upphæð sem LSS ætlaði að reyna að afla sér.

Eftir þetta útboð er heildarstærð skudlabréfaflokksins sem hér um ræðir samtals 13,2 milljarðar kr.

Eftirfarandi bönkum og verðbréfafyrirtækjum var boðið að gera tilboð: Byr Sparisjóður, H.F. Verðbréf, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Jöklar Verðbréf, NBI, Nýi Kaupþing, MP Banki, Saga Capital Fjárfestingarbanki, VBS fjárfestingarbanki og Virðing.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×