Viðskipti innlent

Segir vexti Seðlabankans verða háa vel fram á næsta ár

Greining Íslandsbanka reiknar með því að vextir Seðlabankans verði háir vel fram á næsta árs og lítið lækkaðir frá núverandi gildi. Ekki er hægt að útiloka að bankinn hækki vexti sína í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í takti við þróunina undanfarið má búast við því að stöðugt mun fjara undan krónunni á næstunni og að gjaldeyrishöftin haldi verr eftir því sem þau eldast. Háir innlendir vextir og áframahaldandi lækkun krónunnar virðist því blasa við.

Seðlabankinn, með stöðugleika krónunnar að markmiði, er í þeirri skrýtnu stöðu að þurfa að viðhalda háu vaxtastigi vegna þess að fyrirhugað er að afnema gjaldeyrishöftin þó svo að allt innlent efnahags- og atvinnulíf sé í kreppu og þarfnist lægri vaxta.

Seðlabankinn gæti þurft að bíða þess lengi að í raun reyni á vaxtamuninn til varnar krónunni og í raun má reikna með að núverandi vaxtastig hafi lítið að segja gagnvart þeim sem þegar hafa ákveðið að yfirgefa þennan gjaldmiðil.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×