Viðskipti innlent

Moody´s staðfestir Baa1 mat sitt á ÍLS með neikvæðum horfum

Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest Baa1 lánshæfismat Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Horfur eru áfram neikvæðar.

Í álitsgerð Moody´s um matið á ÍLS segir að matið byggist m.a. á veikingu á fjárhagsgrundvelli sjóðsins en eignfjárhlutfall hans fór niður í 4,6% við árslok í fyrra. Þá bendir Moody´s á að nettótap sjóðsins á síðasta ári hafi numið 6,9 milljörðum kr. einkum vegna fyrirsjáanlegra afskrifta og taps sjóðsins af íslenska bankahruninu s.l. haust.

Jákvæðu fréttirnar í áliti Moody´s eru að matsfyrirtækið tekur að versta skeið kreppunnar á Íslandi virðist vera að baki. Horfur Moody´s fyrir íslenska hagkerfið í heild eru þó áfram neikvæðar einkum vegna þess hve krónan er áfram veik gagnvart helstu gjaldmiðlum heimsins.

Af þessum sökum sjá heimili og fyrirtæki fram á auknar afborganir af erlendum lánum sínum á sama tíma og eignaverð hefur hrapað og atvinnuleysi aukist.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×