Fleiri fréttir

Lífeyrissjóðirnir geta lagt fram um 200 milljarða

„Tvö hundruð milljónir er tala sem hefur verið rætt um. Það er svona um það bil sú upphæð sem hægt yrði að losa með tiltölulega skömmum fyrirvara," segir Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ í samtali við Vísi.

Guðbjörg seldi Glitnishlut korteri fyrir þjóðnýtingu

Athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir seldi lungann úr 1,71% hluti sínum í Glitni á fimmtudaginn 25. eða föstudaginn 26. september korteri áður en bankinn var þjóðnýttur. Hún var sú eina af tuttugu stærstu hluthöfum bankans sem seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtingu.

Kaupþing reynir að róa áhyggjufulla Breta

Kaupþing reyni nú að róa áhyggjufulla Breta og segir þeim að bankinn sé traustur og ekki í hættu. Mikið er fjallað um málefni Kaupþings í breskum fjölmiðlum í morgun.

Þjóðnýting Glitnis afdrifarík afglöp

Alvarleg afglöp að bregðast við lausafjárkreppu Glitnis með þjóðnýtingu, segir Richard Portes, prófessor í London. Seðlabanki Íslands hafi alls ekki sinnt skyldum sínum. Mikilvægt sé að halda stillingu, meðan ríkisstjórn vinni að lausn.

Tryggvi fullvissar breska sparifjáreigendur á BBC

Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar var í viðtali í breska ríkisútvarpinu BBC í hádeginu þar sem hann fullvissaði breska sparifjáreigendur um það að innistæður þeirra í íslensku bönkunum Kaupþingi og Landsbanka væru öruggar.

Stjórnvöld að ljúka við skipulagningu björgunaraðgerða

Íslensk stjórnvöld eru að leggja lokahönd á áætlanir um björgunaraðgerðir til að fást við efnahagskrísuna sem hér ríkir, segir á vef breska blaðsins Telegraph. Blaðið segir að stjórnvöld þvertaki fyrir að til standi að þjóðnýta Kaupþing. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Telegraph.

Beðið aðgerða Seðlabanka

Ólafur Ísleifsson segir Seðlabanka hafa gert alvarleg mistök. Ríkisstjórnin hljóti að taka á trúnaðarbresti. Erlendur sérfræðingur segir Seðlabankann einan í veröldinni um að styðja ekki við fjármálakerfið. Von er á útspili ríkisstjórnar um helgina.

Toppmaður í Carnegie segir þetta búið spil fyrir íslensku bankana

Herleif Håvik forstöðumaður vaxta-og lánadeildar Carnegie bankans segir í samtali við viðskiptavefinn E24.no að þetta sé búið spil fyrir íslensku bankana. Vísar hann þar í skuldatryggingarálagið sem rokið hefur upp í 6.000 punkta í dag hjá Kaupþingi og 5.500 hjá Landsbankanum.

Landsbankinn toppaði daginn í miklum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum rauk upp um 4,2 prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Viðskipti með bréf í bankanum voru langt umfram önnur félög, eða um 11,3 milljarðar króna. Á eftir fylgir færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 0,83 prósent og Exista, sem hækkaði um 0,22 prósent.

Segir Seðlabankann þann eina í heiminum sem er aðgerðarlaus

Beat Siegenthaler sérfræðingur hjá TD Securities í London segir að Seðlabanki Íslands sé eini seðlabankinn í heiminum sem hafi setið hjá aðgerðarlaus og án þess að aðstoða fjármálamarkaðinn á Íslandi í núverandi kreppu.

Spron fellur um 17% - í lægsta gildi

Gengi hlutabréfa í Spron féll um 17,39 prósent fyrir stundu og stendur það nú í 1,9 krónu á hlut. Það hefur aldrei verið lægra.

Segir að Ísland gæti fengið ESB-aðild 2010 og evru 2013

Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, telur að ef Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB) á þessu ári mætti búast við að aðild yrði að veruleika í byrjun árs 2010 og að hægt væri að taka upp evruna þremur árum síðar eða árið 2013.

Ríkið styður við bak nýsköpunarfyrirtækja

„Þetta er fyrsta skrefið af mörgum“ sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, áður en hann skrifaði í morgun undir stofnun samstarfsvettvangs um uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, og Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, auk forsvarsmanna hjá Samtökum iðnaðarins og í nýsköpunargeiranum á Sprotaþingi Íslands.

Glitnir hækkar mest í morgunsárið

Gengi hlutabréfa í Glitni hækkaði um 3,23 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Landsbankans, sem hækkaði um 1,34 prósent og Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,6 prósent.

Krónan ekki enn fallin í dag

Krónan hefur haldist nokkuð óbreytt frá í gær, þó styrkst örlítið frekar en hitt eftir viðstöðulaust fall í vikunni.

Hagnaður ársins mun aukast hjá Foroya Banki

Foroya Banki hefur sent frá sér tilkynningu um að væntingar um hagnað ársins hafi aukist um 100 milljónir danskra króna eða sem svarar til rúmlega 2 milljarða kr.

Krónan féll um tvö prósent

Gengi krónunnar féll um tvö prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 206.8 stigum. Krónan hefur aldrei nokkru sinni verið veikari í lok dags.

Glitnir niður um rúm 13 prósent í dag

Gengi hlutabréfa í Glitni, Existu og Spron féll um rúm þrettán prósent í Kauphöllinni í dag. Bakkavör fór niður um 10,5 prósent, Straumur um 8,3, Atorka um 6,14 prósent, Landsbankinn um 4,75 prósent og Marel um 4,06 prósent.

Stoðir: Agnes misreiknaði sig um 126 milljarða

Stoðir hafa sent frá sér athugasemd við rangfærslur Agnesar Bragadóttur í Íslandi í dag og grein í Morgunblaðinu. Þar hélt Agnes því fram að skuldir Stoða sem greiða þurfi fyrir áramót nemi 130 milljörðum króna. Hið rétta er að afborganir af lánum Stoða sem koma til gjalddaga síðustu þrjá mánuði ársins nema alls um 3,8 milljörðum að sögn félagsins.

Krónan á bekk með gjaldmiðlum í Túrkmenistan og Zimbabve

Íslenska krónan er í þriðja neðsta sæti yfir frammistöðu gjaldmiðla síðustu tólf mánuði. Aðeins dollarinn í Zimbabve og manatið í Túrkmenistan hafa staðið sig verr en krónan. Það er fréttaveitan Bloomberg sem heldur úti lista yfir 179 gjaldmiðla víðsvegar um heiminn.

Pundið yfir 200 krónur

Krónan heldur áfram að falla og hefur aldrei verið veikari. Hún hefur veikst um tæp fimm prósent það sem af er degi og stendur gengisvísitalan nú í 212 stigum. Pundið kostar nú rúmar 204 krónur, evran í 160, danska krónan í 21 og dollarinn í 115 krónur. Japanska yenið er rétt rúmrar krónu virði

Hlutahafafundur Glitnis verður 11. október

Stjórn Glitnis Banka hf. hefur ákveðið að boða til hluthafafundar í félaginu þann 11. október nk. Fundurinn fer fram í Háskólabíói, stóra sal, Hagatorgi Reykjavík og hefst kl. 17:00.

Ekki bara bankamenn sem njóta fríðinda í vinnunni

Lárus Welding fékk kannski 300 milljónir fyrir að byrja hjá Glitni og Hannes Smárason 90 milljónir fyrir að hætta hjá FL Group, en það eru ekki bara bankamenn sem ganga sílspikaðir frá samningaborðum við vinnuveitendur sína. Starfsmenn í öðrum geirum þjóðfélagsins njóta ýmissa sérkjara.

Seðlabankinn þegir þunnu hljóði

Seðlabankinn hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um hvort fyrirhugaðar séu aðgerðir til þess að styrkja gengi krónunnar og hvort leitað hafi verið til nágrannaríkja um aðstoð.

Seðlabankinn eykur framboðið á innistæðubréfum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að auka framboð innistæðubréfa frá og með morgundeginum. Mikil eftirspurn hefur verið eftir styttri ríkisbréfum og er þarna verið að svara þeirri eftirpurn.

Eimskip hækkar en flest lækkar

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur hækkað um 2,3 prósent í Kauphöllinni dag og Glitnir um 1,5 prósent. Á sama tíma hefur lækkun einkennt hlutabréfamarkaðinn hér.

Enn veikist krónan

Krónan hefur veikst um 0,35 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 202,7 stigum. Krónan veiktist hastarlega í gær og fór hæst í 207 stig.

Halli of mikill fyrir Evrópusambandið

Ný fjárlög uppfylla ekki skilyrði Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins um efnahagslegan stöðugleika. Samkvæmt þeim hefði halli á fjárlögum næsta árs ekki mátt fara yfir 47,3 milljarða króna.

Sjá næstu 50 fréttir