Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag á ríkissjóð rýkur upp í methæðir

Skuldatryggingarálagið á erlend lán ríkissjóðs hefur rokið upp í methæðir í vikunni. Sakvæmt frétt á Reuters fór það í 635 punkta í gærdag.

Um er að ræða upplýsingar um álagið hjá CMA Datavision og nær fyrrgreint álag yfir lán til fimm ára.

Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun á skuldatryggingarálaginu er m.a. rekin til kaupa ríkissjóðs á 75% hlut í Glitni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×