Viðskipti innlent

Stjórnvöld að ljúka við skipulagningu björgunaraðgerða

Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi Geirs Haarde.
Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi Geirs Haarde.

Íslensk stjórnvöld eru að leggja lokahönd á áætlanir um björgunaraðgerðir til að fást við efnahagskrísuna sem hér ríkir, segir á vef breska blaðsins Telegraph. Blaðið segir að stjórnvöld þvertaki fyrir að til standi að þjóðnýta Kaupþing.

Blaðið segir að hlutabréfamarkaðurinn hér hafi ekki verið lægri í fjögur ár. Krónan hafi fallið meira en 27% gagnvart bandaríkjadal í þessari viku og hafi ekki lækkað meira síðan 1992. Lánsmatsfyrirtæki hafi lækkað lánshæfismat ríkissjóðs og bankanna eftir að stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni.

Þá segir að Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi Geirs Haarde forsætisráðherra, hafi tilkynnt um áform ríkisstjórnarinnar til að auka efnahagslegan stöðugleika og koma aftur á viðskiptum með gjaldmiðilinn. Tryggvi Þór hafi neitað að greina frá smáatriðum en hafi útilokað lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Hann hafi fullyrt að Kaupþing og Landsbanki væru ekki í hættu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×