Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag Landsbanka og Glitnis nálgast fimm þúsund punkta

Skuldatryggingarálag á Landsbankann og Glitni nálgast nú 5.000 punkta. Þetta þýðir að allir eru að reyna að kaupa sér skuldatryggingar á íslensk lán á erlendum vettvangi þar sem þeir búast við greiðslufalli á þessum lánum.

Á vefsíðunni Dealbreaker er álagið á Landsbankann nú tæplega 5.000 punktar en á CMA Datavision er það rúmlega 3.600 punktar. Datavision er með álagið á Glitni í tæpum 4.600 punktum. Um er að ræða álag á fimm ára skuldbindingum.

Eins og við greindum frá í morgun er skuldatryggingarálagið á Kaupþing nú um 2.500 punktar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×