Viðskipti innlent

Segir Seðlabankann þann eina í heiminum sem er aðgerðarlaus

Beat Siegenthaler sérfræðingur hjá TD Securities í London segir að Seðlabanki Íslands sé eini seðlabankinn í heiminum sem hafi setið hjá aðgerðarlaus og án þess að aðstoða fjármálamarkaðinn á Íslandi í núverandi kreppu.

Þetta kemur fram í samtali Bloomberg-fréttaveitunnar við Siegenthaler í dag. "Í rauninni eru allir að bíða eftir því að Seðlabankinn geri eitthvað," segir Siegenthaler. "Þeir eru eini seðlabankinn í öllum heiminum sem hefur ekki gripið til aðgerða í einhverju formi til að hjálpa fjármálamarkaði sínum."´

"Í augnablikinu er tilfinningín sú að þeir séu hvergi, þeir eru bara ekki til staðar," segir Siegenthaler.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×