Viðskipti innlent

Icebank lokaði tímabundið fyrir gjaldeyrisviðskipti í morgun

Agnar Hansson forstjóri Icebank
Agnar Hansson forstjóri Icebank

Agnar Hansson forstjóri Icebank segir að bankinn hafi tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir gjaldeyrisviðskipti hjá sér í morgun. Aftur var opnað eftir um hálftíma þegar staðan var komin í lag.

„Markaðurinn fór svo hægt af stað í morgun að við lokuðum tímabundið en opnuðum aftur eftir um hálftíma," segir Agnar.

Aðspurður hversvegna sú ákvörðun hefði verið tekin segir Agnar að markaðurinn hafi farið hægt af stað í morgun.

„Við erum náttúrulega ekki markaðsvakinn á þessum markaði og verðum því að treysta á hina bankana. Við fundum að við áttum erfitt með að fá gjaldeyri en eftir að hafa ráðfært okkur við þá og komið stöðunni í lag opnuðum við strax aftur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×