Viðskipti innlent

Hagnaður ársins mun aukast hjá Foroya Banki

Foroya Banki hefur sent frá sér tilkynningu um að væntingar um hagnað ársins hafi aukist um 100 milljónir danskra króna eða sem svarar til rúmlega 2 milljarða kr.

Þetta kemur í kjölfar þess að bankinn hefur selt frá sér fiskeldisstöðina Vestlax. Foroya Banki yfirtók rekstur Vestlax árið 2003 en hefur nú selt reksturinn til nokkurra af stærstu fyrirtækjum í Færeyjum.

Áður en til sölunnar kom hafði Foroya Banki reiknað með að hagnaður ársins fyrir skatta yrði á bilinu 165 til 185 milljónir danskra króna en núna reikna þeir með hagnaði upp á 265 til 285 milljóna danskra króna eða allt að tæplega 6 milljörðum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×