Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag Kaupþings komið í 2.500 punkta

Greint er frá því í Financial Times í dag að skuldatryggingarálag Kaupþings sé komið í 2.500 punkta sem þýði í raun að lánsfjármarkaðurinn telji að þrot bankans sé yfirvofandi.

Þetta kemur fram í dálknum Alphaville í FT undir fyrirsögninni „How do you say: „This sucker is going down", in Icelandic?. Sem lauslega mætti þýða sem „Hvernig segir maður: „Þessi lúði er á leið norður og niður" á íslensku?

Það kemur m.a. fram í FT að á bakvið tjöldin gangi ásakanir um að þjóðnýting Seðlabankans á Glitni hafi stóraukið á fjármálakreppu landsins með því að beina athyglinni á hinum alvarlega lausafjárskorti sem íslensku bankarnir glíma nú við. Fjármálastofnanir í London segi að flestar viðskiptalínur við Kaupþing og Landsbankann hafi verið skornar í sundur snemma í september.

Og umfjöllunni lýkur með setningunni: „Einhverskonar yfirlýsingar er beðið frá Seðlabankanum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×