Fleiri fréttir Fitch mælir með enn einni stýrivaxtahækkun Seðlabanki Íslands á að hækka stýrivextina til þess að koma í veg fyrir að krónan veikist meira en orðið er. Þetta segir Paul Rawkins, yfirmaður hjá greiningafyrirtækinu Fitch Ratings í London í viðtali á Bloomberg. Hann segir þetta nauðsynlegt í ljósi þess að krónan hefur veikst á síðustu dögum í kjölfar þess að ríkið gerði yfirtökutilboð í Glitni og lánshæfismat banka og ríkis voru lækkuð. 1.10.2008 15:26 Spáir því að einkaneysla muni minnka verulega Greining Kaupþings gerir ráð fyrir að einkaneysla muni minnka verulega hérlendis á næstunni. Eftir mörg hagsældarár munu íslensk heimili þurfa að draga saman seglin. 1.10.2008 15:11 Hörð gagnrýni á Seðlabankann hjá greiningu Kaupþings Hörð gagnrýni kemur fram á Seðlabanka Íslands hjá greiningu Kaupþings í dag þegar hún kynnti efnahagshorfur sínar. Þar segir m.a. að Seðlabankinn hafi ekki nýtt tíman undanfarna sjö mánuði til að efla lausafjárstöðu hagkerfisins. 1.10.2008 14:52 Krónan veikist áfram og verðbólgan í 16%, segir Kaupþing Krónan mun halda áfram að veikjast og verðbólgan fer í 16% fyrir áramótin. Greining Kaupþings hefur sent frá sér yfirlit um efnahagshorfur að hausti þar sem þetta kemur m.a. fram. 1.10.2008 14:37 Segir Þorstein Má ekki hafa farið með fleipur í Kastljósi Björn Ingi Sveinsson forstjóri Saxbygg og stjórnarmaður í Glitni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans hafi ekki farið með fleipur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þá sagði Þorsteinn að boðað hefði verið til blaðamannafundar í Seðlabankanum áður en búið var að fá samþykki hjá stærstu hluthöfum bankans. Seðlabankinn sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að samþykki hefði verið komið þegar boðað var til fundarins. 1.10.2008 14:21 Fréttaskýring: Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn Gengisvísitalan er komin í 205 stig sem þýðir að dollarinn kostar 111 krónur og hefur aldrei verið dýrari í sögunni. Þetta segir aðeins eitt, Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn. Raunar þegir bankastjórn Seðlabankans þunnu hljóði meðan að gjaldþrot blasir við hjá fjölda heimila og fyrirtækja. Einkum þeim sem létu ginnast af gylliboðum bankana um myntkörfulán á undanförnum einu til þremur árum. 1.10.2008 13:44 Erlendir bankar hafa hætt viðskiptum með krónuna Saxo Bank hefur hætt viðskiptum með íslensku krónuna en ákvörðun var tekin um það í gær og hefur Saxo Bank því ekki átt viðskipti með íslenskar krónur í dag, og sömu sögu er að segja af mörgum öðrum dönskum bönkum. 1.10.2008 13:40 Landsbankinn ekki að bjarga sér frá þroti Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans segir það fjarri að Landsbankinn hafi selt eignir sínar til að bjarga sér frá þroti. Bankinn hafi styrkst og ætli nú að einbeita sér að almennri bankaþjónustu. 1.10.2008 12:47 Gjaldþrot og atvinnuleysi blasir við Við höfum rétt séð toppinn á því sem koma skal og það er alveg ljóst að ríkisvaldið hefur gert alvarleg mistök, segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs. Hann segir gjaldþrot fyrirtækja blasa við og að fjöldi fólks muni missa vinnuna á komandi mánuðum. 1.10.2008 12:29 Bandaríkjadalur aldrei dýrari Gengi Bandaríkjadals fór í 112 íslenskar krónur í hádeginu en gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Endi dollarinn yfir 111 krónum í dag hefur hann aldrei verið dýrari. 1.10.2008 12:11 Þorgerður sagði hugmyndir um þjóðnýtingu makalausar Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. 1.10.2008 12:08 Krónan fallin um 10 prósent á tveimur dögum Gengi krónunnar hefur fallið um 5,4 prósent í dag og hefur því fallið um 10,2 prósent á tæpum tveimur dögum. Gengisvísitalan stendur í 207 stigum og hefur aldrei verið hærri. 1.10.2008 12:01 Mesta lækkun úrvalsvísitölunnar á einum ársfjórðungi Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 22,4% á þriðja ársfjórðungi og kemur sú lækkun í kjölfar 13,3% lækkunar á öðrum fjórðungi ársins. Um er að ræða mestu lækkun sem orðið hefur á einum ársfjórðungi í kauphöllinni. 1.10.2008 11:02 Hlutir í Glitni hækkuðu um 10,3 prósent í morgun Hlutir í Glitni hækkuðu um 10,3 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í morgun. 1.10.2008 10:25 Glitnir gefur út afkomuviðvörun Vegna hruns á hlutabréfum í Glitni í gær hefur stjórna Glitnis gefið út afkomuviðvörun. 1.10.2008 10:19 Gengisvístalan komin í 202 stig Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að hrapa í morgun. Hefur gengið fallið um 2,6% og er gengisvístalan komin í 202 stig. 1.10.2008 10:13 „Stórt skref fram á við,“ segir forstjóri Straums Kaup Straums á erlendum eignum Landsbankans styrkja verulega starfsemi Straums á sviði fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlunar í Evrópu. 1.10.2008 09:47 Straumur kaupir erlenda starfsemi Landsbankans Straumur og Landsbankinn hafa skrifað undir samkomulag um kaup Straums á meirihluta af erlendri starfsemi Landsbankans á sviði fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlunar fyrir 380 milljónir evra eða sem svarar til 55,4 milljarða kr. 1.10.2008 09:40 Enn veikist íslenska krónan Krónan hefur veikst um tæp 0,4 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og fór gengisvísitalan í rétt rúm 197,5 stig. Krónan féll um 5,3 prósent í gær. Danska krónan hefur aldrei verið dýrari. 1.10.2008 09:25 Moody´s skoðar lánshæfismat ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs Í dag tilkynnti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service að það hefði lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Aa1 og landseinkunn Aa1 fyrir bankainnstæður í erlendri mynt til skoðunar vegna mögulegrar lækkunar. 1.10.2008 09:22 Opnað fyrir viðskipti í Glitnissjóðum Opnað verður fyrir viðskipti í dag með þá sjóði í Glitni, sem hafa verið lokaðir síðan á föstudag. 1.10.2008 08:10 Ein króna - eitt jen Japanska jenið kostar nú eina krónu, eftir gengisfall íslensku krónunnar um rúm fimm prósent í gær. 1.10.2008 07:26 Moody´s lýsir yfir áhyggjum af stoðum bankakerfisins Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Glitnis á langtímaskuldbindingum úr A2 í Baa2, á skammtímaskuldbindingum úr P1 í P2 og fjárhagslegan styrkleika úr C- í D. 30.9.2008 22:32 Markaðsvirði lækkar um 88 prósent Hluthafar í Glitni verða af milljarðatugum. 30.9.2008 18:00 Byr og Glitnir sameinast ekki Stjórn Byrs sparisjóðs hefur hætt sameiningarviðræðum við Glitni banka. 30.9.2008 18:00 Fallið aldrei verið meira Krónan veiktist um 3,9 prósent í viðskiptum gærdagsins. Hrapið ágerðist eftir fregnir af aðkomu ríkisins að Glitni. Úrvalsvísitalan féll um 4,8 prósent. 30.9.2008 18:00 Ellefu íslendingum sagt upp hjá Primera Air Ellefu flugliðum sem starfa hjá íslenska flugfélaginu Primera Air sem meðal annars sér um allt leiguflug Heimferða hefur verið sagt upp störfum. Jón Karl Ólafsson forstjóri Primera Air segir að um varúðarráðstafanir sé að ræða en félagið hefur fundið fyrir samdrætti undanfarið. 30.9.2008 16:50 Viðskiptin með Landsbankahluti þau mestu í Evrópu í dag Viðskiptin í kauphöllinni með hluti í Landsbankanum voru þau mestu hjá einstöku félagi í Evrópu í dag. Þetta kemur fram á Bloomberg-fréttaveitunni. 30.9.2008 16:20 Krónan fellur gegnum falska botninn Krónan féll um 5,3 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 196,5 stigum. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið veikari. Aðrir gjaldmiðlar hafa sömuleiðis aldrei verið dýrari í krónum talið ef frá er skilinn Bandaríkjadalur, sem hefur ekki verið dýrari síðan um miðjan desember árið 2001. 30.9.2008 16:03 Úrvalsvísitalan hrundi í dag Gengi hlutabréfa í Glitni hrundi um 71 prósent í Kauphöllinni í dag og dró Úrvalsvísitöluna með sér í fallinu. Hún fór niður um 16,59 prósent og hefur aldrei lækkað jafn mikið á einum degi. 30.9.2008 15:33 Lágmarkstrygging er nú 3 milljónir kr. á innistæðum í bönkum Lágmarkstrygging á innistæðum sparifjáreigenda nemur nú um 3 milljónum kr. Þetta kemur fram á heimasíðu talsmanns neytenda í dag. 30.9.2008 15:31 Yfir níu milljarða króna viðskipti með hluti í Landsbankanum Það sem af er degi hafa viðskipti með hluti í Landsbankanum numið yfir 9 milljörðum króna. Þar var voru ein stök viðskipti í morgun upp á 4,5 milljarða króna. 30.9.2008 15:13 Fitch lækkar lánshæfismatið hjá Straumi Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunn Straums í kjölfar þess að tilkynnt var í gær að íslensk stjórnvöld myndu leggja Glitni Banka hf. til nýtt hlutafé og eignast 75% hlut í bankanum. 30.9.2008 14:25 Fitch lækkar lánshæfismatið hjá Kaupþingi Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur í dag lækkað lánshæfiseinkunnir Kaupþings. 30.9.2008 13:58 Fitch lækkar lánshæfismat Landsbankans Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur í dag lækkað lánshæfismatseinkunn langtímaskuldbindinga Landsbankans í BBB úr A , einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans í F3 úr F1 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk sem C úr B/C. 30.9.2008 13:53 Fitch lækkar lánshæfismat Glitnis Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings Services tilkynnti í dag breytingu á langtíma lánshæfismatseinkunn Glitnis úr A- í BBB-. 30.9.2008 13:31 Enn lækkar lánshæfismatið á ríkissjóði Japanska matsfyrirtækið R&I Rating tilkynnti í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar í AA úr AA+. 30.9.2008 13:04 Lánshæfismat ríkissjóðs hjá R&I lækkað Japanska matsfyrirtækið R&I Rating tilkynnti í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar í AA úr AA+. 30.9.2008 13:00 Nýr framkvæmdastjóri hjá Icelandic Japan og Marinus Seafood Jón Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Icelandic Japan og Marinus Seafood ehf, dótturfyrirtækja Icelandic Group hf, hefur ákveðið að láta af störfum eftir langt og afar farsælt starf hjá félaginu. 30.9.2008 12:46 Útflutningur á áli hefur tvöfaldast á einu ári Mikil aukning er í útflutningi á áli, en á föstu gengi tvöfaldaðist verðmæti álútflutnings í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Á fyrstu 8 mánuðum ársins hefur verið flutt út 65% meira af áli en á sama tímabili í fyrra. 30.9.2008 12:27 Óljóst hvort Salt muni styðja ríkisvæðingu Glitnis Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, segir að þar á bæ séu menn súrir yfir atburðum gærdagsins þegar ríkið yfirtók Glitni að stórum hluta. Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wessman, var sjöundi stærsti hluthafinn í Glitni og reiknað er með að félagið hafi tapað tæpum fimm milljörðum á gjörningnum. Hann segir þó að Salt muni þola ágjöfina. Óvíst er hvort Salt muni styðja ríkisvæðinguna á hluthafafundi. 30.9.2008 12:19 Inngrip stjórnvalda gæti valdið óróa í stað þess að draga úr spennu Inngrip ríkisins hjá Glitni og þar með stærsta hluthafanum, Stoðum, gæti valdið meiri óróa á markaðnum í stað þess að draga úr spennu. Viðræður voru í gangi við Landsbankann um sameiningu við Glitni áður en ríkið greip inn í en í dag gæti Landsbankinn fengið Glitni á mun hagstæðari kjörum en fyrir helgina. 30.9.2008 12:07 Hagnaður ríkisins af Glitnishlut yfir 200 milljarðar Ríkið hefur grætt 204 milljarða á 75 prósent hlut sínum í Glitni það sem af er morgni. Á sama tíma hafa aðrir hluthafar bankans tapað um 137 milljörðum. Gengi bréfa í bankanum hefur fallið um rétt tæp 60 prósent í morgun. 30.9.2008 12:00 Væntingar aldrei verið minni í september frá því mælingar hófust Væntingarvísitala Gallup hefur aldrei farið lægra í septembermánuði frá því að mælingar vísitölunnar hófust árið 2001. Er vísitalan nú tæplega 40% lægri en á sama tíma fyrir ári síðan. 30.9.2008 11:48 Keypt í Landsbankanum fyrir 6,5 milljarða Tvenn stór utanþingsviðskipti áttu sér stað með bréf í Landsbankanum í morgun upp á 5,6 milljarða króna. Önnur viðskiptin voru upp á 4,5 milljarða króna en hin upp á rúman 1,1 milljarð. 30.9.2008 11:09 Sjá næstu 50 fréttir
Fitch mælir með enn einni stýrivaxtahækkun Seðlabanki Íslands á að hækka stýrivextina til þess að koma í veg fyrir að krónan veikist meira en orðið er. Þetta segir Paul Rawkins, yfirmaður hjá greiningafyrirtækinu Fitch Ratings í London í viðtali á Bloomberg. Hann segir þetta nauðsynlegt í ljósi þess að krónan hefur veikst á síðustu dögum í kjölfar þess að ríkið gerði yfirtökutilboð í Glitni og lánshæfismat banka og ríkis voru lækkuð. 1.10.2008 15:26
Spáir því að einkaneysla muni minnka verulega Greining Kaupþings gerir ráð fyrir að einkaneysla muni minnka verulega hérlendis á næstunni. Eftir mörg hagsældarár munu íslensk heimili þurfa að draga saman seglin. 1.10.2008 15:11
Hörð gagnrýni á Seðlabankann hjá greiningu Kaupþings Hörð gagnrýni kemur fram á Seðlabanka Íslands hjá greiningu Kaupþings í dag þegar hún kynnti efnahagshorfur sínar. Þar segir m.a. að Seðlabankinn hafi ekki nýtt tíman undanfarna sjö mánuði til að efla lausafjárstöðu hagkerfisins. 1.10.2008 14:52
Krónan veikist áfram og verðbólgan í 16%, segir Kaupþing Krónan mun halda áfram að veikjast og verðbólgan fer í 16% fyrir áramótin. Greining Kaupþings hefur sent frá sér yfirlit um efnahagshorfur að hausti þar sem þetta kemur m.a. fram. 1.10.2008 14:37
Segir Þorstein Má ekki hafa farið með fleipur í Kastljósi Björn Ingi Sveinsson forstjóri Saxbygg og stjórnarmaður í Glitni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans hafi ekki farið með fleipur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þá sagði Þorsteinn að boðað hefði verið til blaðamannafundar í Seðlabankanum áður en búið var að fá samþykki hjá stærstu hluthöfum bankans. Seðlabankinn sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að samþykki hefði verið komið þegar boðað var til fundarins. 1.10.2008 14:21
Fréttaskýring: Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn Gengisvísitalan er komin í 205 stig sem þýðir að dollarinn kostar 111 krónur og hefur aldrei verið dýrari í sögunni. Þetta segir aðeins eitt, Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn. Raunar þegir bankastjórn Seðlabankans þunnu hljóði meðan að gjaldþrot blasir við hjá fjölda heimila og fyrirtækja. Einkum þeim sem létu ginnast af gylliboðum bankana um myntkörfulán á undanförnum einu til þremur árum. 1.10.2008 13:44
Erlendir bankar hafa hætt viðskiptum með krónuna Saxo Bank hefur hætt viðskiptum með íslensku krónuna en ákvörðun var tekin um það í gær og hefur Saxo Bank því ekki átt viðskipti með íslenskar krónur í dag, og sömu sögu er að segja af mörgum öðrum dönskum bönkum. 1.10.2008 13:40
Landsbankinn ekki að bjarga sér frá þroti Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans segir það fjarri að Landsbankinn hafi selt eignir sínar til að bjarga sér frá þroti. Bankinn hafi styrkst og ætli nú að einbeita sér að almennri bankaþjónustu. 1.10.2008 12:47
Gjaldþrot og atvinnuleysi blasir við Við höfum rétt séð toppinn á því sem koma skal og það er alveg ljóst að ríkisvaldið hefur gert alvarleg mistök, segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs. Hann segir gjaldþrot fyrirtækja blasa við og að fjöldi fólks muni missa vinnuna á komandi mánuðum. 1.10.2008 12:29
Bandaríkjadalur aldrei dýrari Gengi Bandaríkjadals fór í 112 íslenskar krónur í hádeginu en gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Endi dollarinn yfir 111 krónum í dag hefur hann aldrei verið dýrari. 1.10.2008 12:11
Þorgerður sagði hugmyndir um þjóðnýtingu makalausar Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. 1.10.2008 12:08
Krónan fallin um 10 prósent á tveimur dögum Gengi krónunnar hefur fallið um 5,4 prósent í dag og hefur því fallið um 10,2 prósent á tæpum tveimur dögum. Gengisvísitalan stendur í 207 stigum og hefur aldrei verið hærri. 1.10.2008 12:01
Mesta lækkun úrvalsvísitölunnar á einum ársfjórðungi Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 22,4% á þriðja ársfjórðungi og kemur sú lækkun í kjölfar 13,3% lækkunar á öðrum fjórðungi ársins. Um er að ræða mestu lækkun sem orðið hefur á einum ársfjórðungi í kauphöllinni. 1.10.2008 11:02
Hlutir í Glitni hækkuðu um 10,3 prósent í morgun Hlutir í Glitni hækkuðu um 10,3 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í morgun. 1.10.2008 10:25
Glitnir gefur út afkomuviðvörun Vegna hruns á hlutabréfum í Glitni í gær hefur stjórna Glitnis gefið út afkomuviðvörun. 1.10.2008 10:19
Gengisvístalan komin í 202 stig Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að hrapa í morgun. Hefur gengið fallið um 2,6% og er gengisvístalan komin í 202 stig. 1.10.2008 10:13
„Stórt skref fram á við,“ segir forstjóri Straums Kaup Straums á erlendum eignum Landsbankans styrkja verulega starfsemi Straums á sviði fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlunar í Evrópu. 1.10.2008 09:47
Straumur kaupir erlenda starfsemi Landsbankans Straumur og Landsbankinn hafa skrifað undir samkomulag um kaup Straums á meirihluta af erlendri starfsemi Landsbankans á sviði fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlunar fyrir 380 milljónir evra eða sem svarar til 55,4 milljarða kr. 1.10.2008 09:40
Enn veikist íslenska krónan Krónan hefur veikst um tæp 0,4 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og fór gengisvísitalan í rétt rúm 197,5 stig. Krónan féll um 5,3 prósent í gær. Danska krónan hefur aldrei verið dýrari. 1.10.2008 09:25
Moody´s skoðar lánshæfismat ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs Í dag tilkynnti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service að það hefði lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Aa1 og landseinkunn Aa1 fyrir bankainnstæður í erlendri mynt til skoðunar vegna mögulegrar lækkunar. 1.10.2008 09:22
Opnað fyrir viðskipti í Glitnissjóðum Opnað verður fyrir viðskipti í dag með þá sjóði í Glitni, sem hafa verið lokaðir síðan á föstudag. 1.10.2008 08:10
Ein króna - eitt jen Japanska jenið kostar nú eina krónu, eftir gengisfall íslensku krónunnar um rúm fimm prósent í gær. 1.10.2008 07:26
Moody´s lýsir yfir áhyggjum af stoðum bankakerfisins Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Glitnis á langtímaskuldbindingum úr A2 í Baa2, á skammtímaskuldbindingum úr P1 í P2 og fjárhagslegan styrkleika úr C- í D. 30.9.2008 22:32
Byr og Glitnir sameinast ekki Stjórn Byrs sparisjóðs hefur hætt sameiningarviðræðum við Glitni banka. 30.9.2008 18:00
Fallið aldrei verið meira Krónan veiktist um 3,9 prósent í viðskiptum gærdagsins. Hrapið ágerðist eftir fregnir af aðkomu ríkisins að Glitni. Úrvalsvísitalan féll um 4,8 prósent. 30.9.2008 18:00
Ellefu íslendingum sagt upp hjá Primera Air Ellefu flugliðum sem starfa hjá íslenska flugfélaginu Primera Air sem meðal annars sér um allt leiguflug Heimferða hefur verið sagt upp störfum. Jón Karl Ólafsson forstjóri Primera Air segir að um varúðarráðstafanir sé að ræða en félagið hefur fundið fyrir samdrætti undanfarið. 30.9.2008 16:50
Viðskiptin með Landsbankahluti þau mestu í Evrópu í dag Viðskiptin í kauphöllinni með hluti í Landsbankanum voru þau mestu hjá einstöku félagi í Evrópu í dag. Þetta kemur fram á Bloomberg-fréttaveitunni. 30.9.2008 16:20
Krónan fellur gegnum falska botninn Krónan féll um 5,3 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 196,5 stigum. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið veikari. Aðrir gjaldmiðlar hafa sömuleiðis aldrei verið dýrari í krónum talið ef frá er skilinn Bandaríkjadalur, sem hefur ekki verið dýrari síðan um miðjan desember árið 2001. 30.9.2008 16:03
Úrvalsvísitalan hrundi í dag Gengi hlutabréfa í Glitni hrundi um 71 prósent í Kauphöllinni í dag og dró Úrvalsvísitöluna með sér í fallinu. Hún fór niður um 16,59 prósent og hefur aldrei lækkað jafn mikið á einum degi. 30.9.2008 15:33
Lágmarkstrygging er nú 3 milljónir kr. á innistæðum í bönkum Lágmarkstrygging á innistæðum sparifjáreigenda nemur nú um 3 milljónum kr. Þetta kemur fram á heimasíðu talsmanns neytenda í dag. 30.9.2008 15:31
Yfir níu milljarða króna viðskipti með hluti í Landsbankanum Það sem af er degi hafa viðskipti með hluti í Landsbankanum numið yfir 9 milljörðum króna. Þar var voru ein stök viðskipti í morgun upp á 4,5 milljarða króna. 30.9.2008 15:13
Fitch lækkar lánshæfismatið hjá Straumi Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunn Straums í kjölfar þess að tilkynnt var í gær að íslensk stjórnvöld myndu leggja Glitni Banka hf. til nýtt hlutafé og eignast 75% hlut í bankanum. 30.9.2008 14:25
Fitch lækkar lánshæfismatið hjá Kaupþingi Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur í dag lækkað lánshæfiseinkunnir Kaupþings. 30.9.2008 13:58
Fitch lækkar lánshæfismat Landsbankans Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur í dag lækkað lánshæfismatseinkunn langtímaskuldbindinga Landsbankans í BBB úr A , einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans í F3 úr F1 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk sem C úr B/C. 30.9.2008 13:53
Fitch lækkar lánshæfismat Glitnis Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings Services tilkynnti í dag breytingu á langtíma lánshæfismatseinkunn Glitnis úr A- í BBB-. 30.9.2008 13:31
Enn lækkar lánshæfismatið á ríkissjóði Japanska matsfyrirtækið R&I Rating tilkynnti í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar í AA úr AA+. 30.9.2008 13:04
Lánshæfismat ríkissjóðs hjá R&I lækkað Japanska matsfyrirtækið R&I Rating tilkynnti í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar í AA úr AA+. 30.9.2008 13:00
Nýr framkvæmdastjóri hjá Icelandic Japan og Marinus Seafood Jón Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Icelandic Japan og Marinus Seafood ehf, dótturfyrirtækja Icelandic Group hf, hefur ákveðið að láta af störfum eftir langt og afar farsælt starf hjá félaginu. 30.9.2008 12:46
Útflutningur á áli hefur tvöfaldast á einu ári Mikil aukning er í útflutningi á áli, en á föstu gengi tvöfaldaðist verðmæti álútflutnings í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Á fyrstu 8 mánuðum ársins hefur verið flutt út 65% meira af áli en á sama tímabili í fyrra. 30.9.2008 12:27
Óljóst hvort Salt muni styðja ríkisvæðingu Glitnis Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, segir að þar á bæ séu menn súrir yfir atburðum gærdagsins þegar ríkið yfirtók Glitni að stórum hluta. Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wessman, var sjöundi stærsti hluthafinn í Glitni og reiknað er með að félagið hafi tapað tæpum fimm milljörðum á gjörningnum. Hann segir þó að Salt muni þola ágjöfina. Óvíst er hvort Salt muni styðja ríkisvæðinguna á hluthafafundi. 30.9.2008 12:19
Inngrip stjórnvalda gæti valdið óróa í stað þess að draga úr spennu Inngrip ríkisins hjá Glitni og þar með stærsta hluthafanum, Stoðum, gæti valdið meiri óróa á markaðnum í stað þess að draga úr spennu. Viðræður voru í gangi við Landsbankann um sameiningu við Glitni áður en ríkið greip inn í en í dag gæti Landsbankinn fengið Glitni á mun hagstæðari kjörum en fyrir helgina. 30.9.2008 12:07
Hagnaður ríkisins af Glitnishlut yfir 200 milljarðar Ríkið hefur grætt 204 milljarða á 75 prósent hlut sínum í Glitni það sem af er morgni. Á sama tíma hafa aðrir hluthafar bankans tapað um 137 milljörðum. Gengi bréfa í bankanum hefur fallið um rétt tæp 60 prósent í morgun. 30.9.2008 12:00
Væntingar aldrei verið minni í september frá því mælingar hófust Væntingarvísitala Gallup hefur aldrei farið lægra í septembermánuði frá því að mælingar vísitölunnar hófust árið 2001. Er vísitalan nú tæplega 40% lægri en á sama tíma fyrir ári síðan. 30.9.2008 11:48
Keypt í Landsbankanum fyrir 6,5 milljarða Tvenn stór utanþingsviðskipti áttu sér stað með bréf í Landsbankanum í morgun upp á 5,6 milljarða króna. Önnur viðskiptin voru upp á 4,5 milljarða króna en hin upp á rúman 1,1 milljarð. 30.9.2008 11:09