Viðskipti innlent

Þingflokksformaður segir forystu Seðlabankans rúna trausti

Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að forysta Seðlabanka Íslands sé rúin trausti. „Staðreyndin er sú að traust ríkir ekki," segir Lúðvík.

Þetta kom fram í máli þingflokksformannsins í viðtali við Heimi og Kollu í þættinum „Í bítið" á Bylgjunni í morgun.

Þar ræddi Lúðvík m.a. um þau mistök sem Seðlabankinn gerði í vor þegar hann fór ekki strax í stóra erlenda lántöku eftir að alþingi hafði veitt heimild til þess. Lúðvík segir að þetta aðgerðaleysi þá þýði að nú verðum við að taka erlent lán á mun verri kjörum.

Þá kom það Lúðvík verulega á óvart að Seðlabankinn hefði öfugt við aðra seðlabanka þrengt að möguleikum viðskiptabankana til þess að taka lán. Þetta hafi verið gert með því að breyta þeim reglum sem giltu í sumar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×