Viðskipti innlent

Tæp fjögur ár horfin úr Kauphöllinni

Kauphöllin í haustlitunum.
Kauphöllin í haustlitunum.
Úrvalsvísitalan stendur í 3.319 stigum sem merkir að hún hefur ekki verið lægri síðan snemma í nóvember 2004. Vísitalan fór hæst í 9.016 stig 18. júlí í fyrra eftir snarpt hækkunarferli frá áramótum 2006/2007. Eftir það tók hún að lækka hratt og nemur fallið síðan þá rúmum 63 prósentum. Mesta fallið á milli daga var á þriðjudag í þessari viku þegar viðskipti hófust á ný með hlutabréf Glitnis í kjölfar tilkynningar um kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Þá féllu bréf Glitnis um 71 prósent og dró Úrvalsvísitöluna niður um 16,59 prósent í fallinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×