Viðskipti innlent

Kaupþing í ábyrgð fyrir 600 milljörðum kr. í Bretlandi

Samkvæmt grein í breska blaðinu The Indepedtent er talið að Kaupþing sé í ábyrgð fyrir 3 milljörðum punda, eða 600 milljörðum kr. í Bretlandi. Alls vinni 700 manns á vegum Kaupþings í fjármálalífi landsins.

Greinin ber heitið "Evrópa skelfur í lánsfjárfrostinu á Íslandi" og þar er sagt að íslenskt efnahagslíf rambi nú á barmi hruns eftir að gengi krónunnar féll um 27% gagnvart dollaranum í síðustu viku.

Fyrir utan ábyrgðir og fjölda starfsmanna Kaupþings greinir blaðið einnig frá því að viðskiptavinir á netreikningum Kaupþings og Landsbankans í Bretlandi séu nú 150.000 talsins.

Independent greinir frá þeim aðgerðum sem nú eru í gangi á Íslandi með aðkomu lífeyrissjóðanna, bankanna og umfangsmikilla fjárfesta. Ráðgjafi sem starfar fyrir bæði íslensk og bresk fjármálafyrirtæki segir í samtali við blaðið að menn verði að sjá hlutina í samhengi.

"Staðan í Bretlandi er alvarlegri en staðan á Íslandi," segir ráðgjafinn. "Munu íslensk stjórnvöld gera eins og þau bresku og dæla lausafé inn í bankakerfið? Kannski?"








Fleiri fréttir

Sjá meira


×