Viðskipti innlent

Segir fjárlagafrumvarpið ávísun á aukna verðbólgu

Eigi heildarskatttekjur ríkissjóðs að halda raungildi sínu, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, er ljóst að hækkun skatttegunda muni enn auka á verðbólguna.

Gróft mat á áhrifum þessarar skattahækkunar á verðbólgu, verði hún samþykkt, er að vísitala neysluverðs muni hækka um á bilinu 0,6%-1% og jafnvel meira í upphafi næsta árs.

Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Glitnis í Morgunkorni sínu um hið nýja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni.

Í nýju frumvarpi er gert ráð fyrir að ýmsir tekju- og gjaldaliðir í rekstri ríkissjóðs taki verðuppfærslu á næstu árum. Til að mynda er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um 7 þúsund krónur á árunum 2009-2011 umfram verðuppfærslu.

„Þetta þýðir í raun að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um sem nemur verðbólgu á komandi árum og um sem 7 þúsund krónum umfram það. Eflaust munu flestir fagna þessum þætti frumvarpsins," segir í Morgunkorninu. „ En verðlagsuppfærsla er nefnd víðar og ólíklegt er að hún veki eins mikla gleði þegar kemur að verðuppfærslu ýmissa gjalda. Í frumvarpinu er til að mynda gert ráð fyrir að krónutöluskattur á áfengi og tóbak muni taka verðuppfærslu. Jafnframt er fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi á gjöldum á ökutækjum og eldsneyti þannig að heildarskatttekjur af eldsneyti og ökutækjum haldi raungildi sínu."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×